Hraun í Ölfusi

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Hraun í Ölfusi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1950)

Saga

Hraun er sveitabær í sveitarfélaginu Ölfusi. Á Hrauni var eitt af síðustu mjólkurbýlunum í Ölfusi en þau hlupu á mörgum tugum en í dag er einungis eitt eftir á sveitarbænum Hvammi. Þar er mikils sölvatekja í dag.

Á bökkum Ölfusár er dys ein, en í henni eru taldar vera jarðneskar leifar Lénharðs fógeta á Bessastöðum.
Í Öldinni okkar árið 1502 segir meðal annars um dráp Lénharðs fógeta: „Torfi Jónsson, sýslumaður í Klofa á Landi, hefur látið drepa Lénharð, fógeta á Bessastöðum. Fór Torfi að fógetanum, er hann var staddur á bæ í Ölfusi, rauf á honum húsin og felldi hann.“ „Lénharður var staddur að Hrauni í Ölfusi, er Torfi kom með menn sína, og bjóst um í húsum inni, þegar hann varð ófriðarins var. Varð þeim Torfa ekki greitt inngöngu, því að piltur úr liði Lénharðs, Eysteinn Brandsson að nafni, varði dyrnar svo fimlega, að þeim vannst ekki á, nema hætta sér undir vopn hans. Torfi greip þá til þess ráðs að láta rjúfa þekjuna á bæjarhúsunum, og féll fógeti eftir skamma viðureign, er menn Torfa voru inn komnir.“
Í landi Hrauns liggur Ölfusá og er þar góður veiðistaður og mikil sölvafjara.

Veitingarstaðurinn Hafið Bláa er við ósa Ölfusár í landi Hrauns

Staðir

Ölfus; Árnessýsla; Ölfusá; Hafið Bláa; Leitahraun; Hólmsárhraun; Elliðaárhraun; Bláfjöll; Ólafsskarð; Leiti; Draugahlíð; Elliðaárvogur; Sandskeið; Fóelluvötn; Mosar; Hraunsheiði; Þorlákshöfn; Raufarhólshellir; Vatnaöldur; Rauðhólar; Þrengsli; Þrengslavegur; Svínahraun; Svínahraunsbruni; Eldborgir; Lambafell; Kristnitökuhraun; Hraunsskeið:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Torfi í Klofa er eitt hið mesta afarmenni, sem nú er uppi í landinu, og flestum óvægnari, ef í odda skerst. Hann hefur lengi átt í miklum deilum við Stefán biskup Jónsson í Skálholti, goldið slælega tíundir og kirkjureikninga, haft að engu dóma hans og haldið verndarhendi yfir fólki, sem biskup telur í sökum við kirkjuna.
Lénharður fógeti hefur getið sér hið versta orð sökum ofríkis og ójafnaðar síðan hann kom að Bessastöðum. Í vetur gerðist hann sekur um manndráp, og á páskadag í vor misþyrmdi hann Árna Snæbjarnarsyni, ábóta í Viðey. Með þeim Torfa og Lénharði var fullur fjandskapur, og hefur fógeti haft í heitingum við hann að undanförnu. Fjandskapur var einnig með þeim Lénharði og biskupi.
Þegar Lénharður reisti austur í Ölfus, settist í bú að Arnarbæli og fór þar með ránskap og ofbeldi, safnaði Torfi liði og fór að fógetanum.
Lénharður var staddur að Hrauni í Ölfusi, er Torfi kom með menn sína, og bjóst um í húsum inni, þegar hann varð ófriðarins var. Varð þeim Torfa ekki greitt inngöngu, því að piltur úr liði Lénharðs, Eysteinn Brandsson að nafni, varði dyrnar svo fimlega, að þeim vannst ekki á, nema hætta sér undir vopn hans.
Torfi greip þá til þess ráðs að láta rjúfa þekjuna á bæjarhúsunum, og féll fógeti eftir skamma viðureign, er menn Torfa voru inn komnir.
Stefán biskup í Skálholti hefur lagt bann við, að fógeti fái kirkjuleg, nema greidd séu þrjátíu hundruð honum til yfirbótar.”
Torfi ríki Jónsson, sýslumaður í Klofa, andaðist snögglega á þingferð í Landeyjum er hann sat að drykkju árið 1505. Ekkja hans, Helga Guðnadóttir, varð að gjalda biskupi nokkrar jarðir til þess að fá hann grafinn í Skálholti.
Lénharður var sagður hafa verið dysjaður að Hrauni. Hóllinn, eða dysin, er greinilega manngerður. Hlaðið er með hólnum og hefur áin skolað steinum úr henni. Regluleg hleðsla er vestan við hólinn. Líklegt er að þarna hafi verið t.d. leiðarmerki yfir Ölfusá, en vaðið er þarna nokkur ofar í ánni.

Ýmsir markverðir atburðir hafa gerst í landi Hrauns, en þar strandaði herskipið Giötheborg á Hraunsskeiðinu í nóvember árið 1718, þetta var danskt herskip sem fylgdi dönskum kaupskipum til Íslands vegna stríðs við Svía en Danir höfðu nýlega náð skipinu frá Svíum, er það því upprunalega sænskt. 170 manns björguðust úr strandinu og er í áhugaverðri frásögn í Morgunblaðinu árið 1953 eftir Árna Óla talað um þetta sem mesta björgunarafrek á Íslandi.

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Leitahraun er hraunbreiða austur frá Reykjavík sem ásamt ýmsum yngri hraunum (Hólmsárhraunum) gengur einnig undir nafninu Elliðaárhraun einkum vestan til. Leitarhraun er runnið úr eldstöðvum suðaustan undir Bláfjöllum skammt fyrir sunnan Ólafsskarð. Heita þær Leiti og er hraunið við þær kennt. Það verður rakið óslitið frá Draugahlíðum niður í Elliðaárvog. Hefur það breiðst víða út svo sem um Sandskeið og norðvestur yfir Fóelluvötn; heita þar Mosar. Einnig hefur hraunið runnið til austurs og niður á láglendi í Ölfusi, Hraunsheiði og líklega í sjó í Þorlákshöfn. Í þessari álmu hraunsins er einn af stærstu hellum landsins Raufarhólshellir. Annars staðar í hrauninu eru nokkrir smáhellar svo sem hjá Vatnaöldum. Allvíða eru gervigígar í Leitarhrauni en merkastir eru Rauðhólar.

Suðurlandsvegur liggur á löngum kafla á Leitarhrauni frá Elliðaám að Draugahlíðum. Einnig liggur Þrengslavegur á hrauninu frá Þrengslum og niður í Ölfus. Frá Draugahlíðum að Þrengslum liggur vegurinn á Svínahraunsbruna en það eru tvö apalhraun sem komið hafa upp á sögulegum tíma í Eldborgum vestan Lambafells og liggja ofan á Leitarhrauni. Annað þessara hrauna hefur verið nefnt Kristnitökuhraun.

Leitarhraun er um 5000 ára gamalt

Tengdar einingar

Tengd eining

Eysteinn Björnsson (1895-1978) Guðrúnarstöðum í Vatnsdal (17.7.1895 - 2.5.1978)

Identifier of related entity

HAH03388

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Brynhildur Eysteinsdóttir (1918-2002) Hrauni Ölfusi (4.2.1918 - 13.4.2002)

Identifier of related entity

HAH06258

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Dagsetning tengsla

1945 - 1995

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00031

Kennimark stofnunar

IS HAH-Bæ

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 19.2.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir