Hillebrantshús Blönduósi 1877, Blöndubyggð 2

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Hillebrantshús Blönduósi 1877, Blöndubyggð 2

Hliðstæð nafnaform

  • Hólanesshús
  • Kokkhús Hólanesverslunar 1733
  • Björnshús

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1877 -

Saga

Hillebrandtshús 1877. Byggt úr viði úr gömlu verslunarhúsunum á Skagaströnd. Björnsbær 1940. Blönduósbær kaupir húsið 1992.
Yfirsmiður við Hillebrandtshúsið var Sverrir Runólfsson steinsmiður þá hafði hann nýlokið við að hlaða Þingeyrarkirkju, síðar fékk hann útmælda lóð á „Sverrishorni“ (Einarsnesi). Ekki entist honum þó ævin til að reisa sér hús þar. Héðan sigldi hann áleiðis til Borðeyrar með hund sinn, sem hann kallaði Magnús berfætta, en ekkert spurðist til þeirra eftir það. Sagt er, að menn hafi tekið til þess, hvað hundurinn var tregur að fara í bátinn.

Staðir

Blönduós gamlibærinn; Hólanesshús; Skagaströnd;

Réttindi

Elsta opinbera lýsing á Hillebrandtshúsinu er í fasteignamati Blönduóssbæjar árið 1917, 40 árum eftir að húsið var reist þar. Þar segir: Nr. 86. Möllerspakkhús. Sig. Magnús Stefánsson kaupm. Blönduósi og Jón S. Pálmason bóndi Þingeyrum. Timburhús fornt, með pappaklæddum útveggjum og þaki; með kjallara. Stærð 22 x 12 ál. hæð undir bita 3 Vz al., rishæð 3 Vi al. Viðbyggður skúr úr timbri 9x4 ál., hæð 3 ál. Óvíst um lóðarstærð og lóðin metin undir nafninu Möllerslóð. Húseignin metin Kr. 2000.00. Samtals Kr. 2000.00.
Sjá nánar Hólaneshús.
Byggt 1877 af viði úr gömlum húsum af Skagaströnd.

Starfssvið

Elsta opinbera lýsing á Hillebrandtshúsinu er í fasteignamati Blönduóssbæjar árið 1917, 40 árum eftir að húsið var reist þar. Þar segir: Nr. 86. Möllerspakkhús. Sig. Magnús Stefánsson kaupm. Blönduósi og Jón S. Pálmason bóndi Þingeyrum. Timburhús fornt, með pappaklæddum útveggjum og þaki; með kjallara. Stærð 22 x 12 ál. hæð undir bita 3 Vz al., rishæð 3 Vi al. Viðbyggður skúr úr timbri 9x4 ál., hæð 3 ál. Óvíst um lóðarstærð og lóðin metin undir nafninu Möllerslóð. Húseignin metin Kr. 2000.00. Samtals Kr. 2000.00.
Sjá nánar Hólaneshús.
Byggt 1877 af viði úr gömlum húsum af Skagaströnd.

Hillebrandtshús 1877. Byggt úr viði úr gömlu verslunarhúsunum á Skagaströnd. Björnsbær 1940. Blönduósbær kaupir húsið 1992.
Elsta opinbera lýsing á Hillebrandtshúsinu er í fasteignamati Blönduóssbæjar árið 1917,40 árum eftir að húsið var reist þar. Þar segir: Nr. 86. Möllerspakkhús. Sig. Magnús Stefánsson kaupm. Blönduósi og Jón S. Pálmason bóndi Þingeyrum. Timburhús fornt, með pappaklæddum útveggjum og þaki; með kjallara. Stærð 22 x 12 ál. hæð undir bita 3 Vz al., rishæð 3 Vi al. Viðbyggður skúr úr timbri 9x4 ál., hæð 3 ál. Óvíst um lóðarstærð og lóðin metin undir nafninu Möllerslóð. Húseignin metin Kr. 2000.00. Samtals Kr. 2000.00.
Sjá nánar Hólanesshús.

Lagaheimild

Í Árbók fornleifafélagsins 1992 telur Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur að Hillebrandtshúsið sé að stofni til sama húsið og fyrsta krambúð Félags lausakaupmanna á Skagaströnd, byggð árið 1733.

"Þá var það eina timburhús þeirra á verslunarstaðnum. Tuttugu árum síðar var því breytt í "kokkhús", þegar ný krambúð var reist. Það var ekki fyrr en kom fram um miðja 18. öld, að veturseta einokunarkaupmanna fór að tíðkast, og var hún ekki gerð að skyldu fyrr en 1777. Varla er því hægt að búast við að til séu eldri hús úr timbri á Íslandi en frá fyrri hluta 18. aldar."

Friðrik Hillebrandt kaupmaður var giftur Lucindu Thomsen (lést sumarið 1877 af barnsburði) systur Thomsen kaupmanns og Jóhann G Möller var giftur eldri systur hennar Alvildu.

Stuttu síðar riðu þeir mágar að Sauðanesi og var þar veitt vel og drukkið fast. Fóru þeir þaðan seint um kvöld og kom Thomsen ekki fram. Var hans leitað og fannst hann örendur í flæðarmáli nokkuð upp með Blöndu. Lagðist sá grunur á Hillebrandt, að hann hefði orðið honum að bana, en ekki mun hafa verið nokkur fótur fyrir þeim áburði.
Ekki var samkomulagið gott á milli þeirra mága og Thomsen ekki par sáttur við alla þá kaupmenn sem ætluðu að bítast um verslunina niður við Ósinn, en auk hans var þar komin Höpfhnersverslun og Hólanesverslun af Ströndinni.

Innri uppbygging/ættfræði

1940-1967- Björn Ágúst Einarsson f. 8. ágúst 1886 Læk, d. 9. apríl 1967, maki 9. jan. 1910; Hallbera Jónsdóttir f. 17. febr. 1881 d. 14. apr. 1962 frá Fróðholtshjáleigu Rangárvöllum, sjá Langaskúr, sjá Hnjúka. Dætur hans búa svo áfram í húsinu.
Börn þeirra;
1) Sigurlaug Margrét (1910-1991) Kópavogi, Var á Síðu, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Sonardóttir Einars Guðmundssonar og Sigurlaugar Margrétar Björnsdóttur. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Kópavogi.
2) Hallbera Sigurrós (1911-1986). Húsfreyja. Var á Blönduósi 1930. Síðast bús. í Borgarnesi.
3) Einar Halldór (1912-2008. Var á Blönduósi 1930. Bifreiðastjóri í Reykjavík.
4) Guðbjörg 26. okt. 1914 - 17. des. 1914.
5) María Björg (1916-2007). Var á Blönduósi 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Húsfreyja í Reykjavík.
6) Birna Elísabet Stelling (1919-1978). Var á Blönduósi 1930. Bús. í Danmörku. Maki: Johan Stelling.
7) Magdalena Elínborg (1921-1986). Var á Blönduósi 1930. Var á Björnshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Matráðskona á Blönduósi. Ógift.
8) Jónína Þorbjörg (1925-1991). Var á Blönduósi 1930. Var á Björnshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Starfsstúlka á Blönduósi. Ógift.

1940- Vilborg Ívarsdóttir (1908-1988). Húsfreyja á Hamri á Bakásum. Var á Blönduósi 1930. Heimili: Hamar, Svínavatnshr.

Almennt samhengi

Árið 1877 þegar Fr. Hillebrandt eldri lét reisa verslunarhús á Blönduósi, stóð verslun hans á Hólanesi fremur höllum fæti. Sonur hans og nafni var þá verslunarstjóri á báðum stöðum. Fr. Hillebrandt eldri hafði upphaflega stofnað verslunina árið 1835 á Hólanesi ásamt Ferdinand Bergmann. Hólanesverslun var fyrsta beina samkeppnisverslunin við Húnaflóa við gömlu Skagastrandarverslunina. Mjög stutt var á milli þeirra, þótt venja hafi verið að tala um „Hólanes og Höfða" sem tvo aðskilda verslunarstaði. Gamli verslunarstaðurinn á Skagaströnd var ýmist nefndur eftir Spákonufellshöfðanum eða sveitinni. Brugðust Skagastrandarmenn þá illa við nágrönnum sínum, en gátu þó ekki hindrað það að þeir fengju verslunarleyfi. Hólanesverslunin þótti ganga vel framan af og þótti jafnvel betri en Skagastrandarverslunin.

Árið 1850 gekk Bergmann út úr fyrirtækinu og Hillebrandt eignaðist það einn. Sama ár þurfti hann að taka lán til að halda verslun sinni gangandi og var þá einnig kominn með útibú í Reykjafirði. Rúmum áratug seinna, veturinn 1862, birtist frétt í Þjóðólfi þess efnis að „Hildebrandt á Skagaströnd" hefði selt bú sitt gjaldþrota í Kaupmannahöfn. Þetta mun þó ekki vera rétt. Þennan vetur varð Skagastrandarverslun aftur á móti gjaldþrota. Það voru „Sören Jacobsens sönner" sem boðnir voru upp, og Gudmann kaupmaður á Akureyri keypti verslun þeirra.

Um þetta leyti þurfti Hillebrandt hins vegar að taka stórt lán í Danmörku til að halda sinni verslun gangandi, og var umboðsaðili lánardrottinsins þar J. Chr. V. Bryde. Þar er kominn sá hinn sami og átti seinna eftir að lána Hillebrandt umtalsverðar fjárhæðir. Þetta er einnig sá sami sem lét honum í té verslunarlóðina á Blönduósi, þar sem Hillebrandtshúsið stendur nú. Kaupmaðurinn Fr. Hillebrandt eldri, bjó alla tíð í Kaupmannahöfn og hafði verslunarstjóra yfir versluninni á Íslandi. Sonur hans og nafni, sá Hillebrandt sem Húnvetningar þekktu, mun fyrst hafa komið til Íslands um 1860. Kom hann oft eftir það, oftast bara yfir sumartímann. Frits Berndsen kaupmaður í Karlsminni, sem var skammt frá verslunarstaðnum á Skagaströnd, þekkti Hillebrandt yngra vel. Frits var beykir hjá Skagastrandarverslun þegar hann dvaldi hér mikið á sumrin og segir að Hillebrandt hafi þar löngum verið „en ugelig gjest".

Árið 1866 hjálpaði faðir hans honum til að koma á fót verslun í Kaupmannahöfn, en hún gekk ekki lengi. Árið 1874 setti Hillebrandt eldri son sinn sem verslunarstjóra Hólanesverslunar sinnar. Þá hafði þáverandi verslunarstjóri látist. En í millitíðinni „lánaði" Bryde kaupmaður einn starfsmanna sinna frá Borðeyri, J.G. Möller, þar til Hillebrandt yngri kom til landsins. Bróðir hans Konráð kom einnig til Hólaness, var þar í tvö ár og stytti sér svo aldur. Þriðji bróðirinn, Julius Hillebrandt, mun einnig hafa komið til landsins. Hann var skipstjóri á einu skipa Hólanesverslunar árið 1878, en það strandaði. Hann var að sögn ólíkur bræðrum sínum og föður, glaðlegur og vingjarnlegur. Hillebrandt þótti fremur sérstakur, og hefur Magnús Björnsson frá Syðra-Hóli skráð lýsingu á honum: Hár maður, grannur, útlimalangur, hendur stórar. Allur hrikalegur. Ljóshærður? Ljóst skegg (alskegg). Stórskorinn í andliti og óaðlaðandi, enda mállaus (talaði dönsku alla tíð). Prúðmenni í framgöngu og mesta góðmenni, en drykkfeldur mjög; drakk oft einn. Mjög illa við, að menn hans drykkju. En er hann trúlofaðist og giftist Lucindu Thomsen hætti hann að drekka og varð sem nýr og betri maður þá tíð sem þau nutust.

Við fráfall hennar hvarf lífshamingja hans á ný; hneigðist hann þá enn meir til drykkjuskapar og lifði ekki glaðan dag úr því. Ári eftir að þau giftu sig lést Lucinda af barnsförum, í janúar 1877. Næsta vor reisti Hillebrandt verslunarhúsið á Blönduósi. En ekki var liðið ár þegar kaupmennirnir Munch og Bryde keyptu Hólanesverslunina með öllu tilheyrandi, bæði á Hólanesi, Blönduósi og Borðeyri, auk tveggja skipa og annarra lausamuna. Er ekki annað að sjá en Hillebrandt hafi skuldað þeim orðið andvirði hluta eigna sinna. Hillebrandt yngri hélt samt starfi sínu áfram sem verslunarstjóri á báðum stöðum, var mest á Blönduósi á sumrin og á Hólanesi á veturna.

Magnús Björnsson á Syðra Hóli segir svo frá þessari sölu: Nú skiftu þeir faðir Hillebrandt's og Bryde á Borðeyri (eigendurnir að versluninni á Hólanesi). Bryde sest á Borðeyri. Munck gyðingur keypti þá verslunina á Hólanesi og jafnframt lét hann byggja á Blönduósi verslunarhús.

Ekki er vel ljóst hvernig skilja ber viðskipti þeirra Hillebrandts og Bryde. Til er þinglýstur sölusamningur, og ekki annað að sjá en að þar sé um sölu á eignum Hólanesverslunar að ræða. Greinilegt er þó að mikil tengsl hafa verið milli Hólanesverslunar og Bryde kaupmanns, og síðan „Munch og Bryde". Ekki er þó ljóst á hvern hátt þau voru. Skulduðu Hillebrandtar þeim e.t.v. stórar fjárhæðir, og hlupu þeir þess vegna undir bagga með þeim með byggingalóðir, starfsmenn og peningalán? Munch og Bryde áttu Hólanesvershmina á Blönduósi ekki lengi. Munch keypti Bryde út árið 1881. Tveimur árum síðar var Tryggvi Gunnarsson eigandi hennar. Árið eftir keypti J. G. Möller húsið til að nota sem pakkhús með verslun sinni. Þar með lauk hlutverki hússins sem krambúðar. Lítum nánar á hina upphaflegu krambúð á verslunarstaðnum á Skagaströnd.

Tengdar einingar

Tengd eining

Skagaströnd / Höfðakaupsstaður ((1930))

Identifier of related entity

HAH00438

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hólanesshúsin Höfðakaupsstað (1733 -)

Identifier of related entity

HAH00444

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Blönduós- Gamlibærinn (26.6.1876 -)

Identifier of related entity

HAH00082

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Birna Elísabet Björnsdóttir Stelling (1919-1978) (15.4.1919 - 31.5.1978)

Identifier of related entity

HAH02631

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Vilborg Ívarsdóttir (1908-1988) (30.9.1908 - 2.2.1988)

Identifier of related entity

HAH02123

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Björn Ágúst Einarsson (1886-1967) Björnshúsi (Hillebrandtshúsi) (8.8.1886 - 9.4.1967)

Identifier of related entity

HAH02770

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Björn Ágúst Einarsson (1886-1967) Björnshúsi (Hillebrandtshúsi)

controls

Hillebrantshús Blönduósi 1877, Blöndubyggð 2

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hallbera Jónsdóttir (1881-1962) Björnshúsi (17.2.1881 - 14.4.1962)

Identifier of related entity

HAH04628

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Hallbera Jónsdóttir (1881-1962) Björnshúsi

er eigandi af

Hillebrantshús Blönduósi 1877, Blöndubyggð 2

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00104

Kennimark stofnunar

IS HAH-Blö

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 15.5.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876 - 1957
Upplýsingar um lóðamörk eru fengnar frá Jóni Arasyni (1949) í Skuld.
Skilningur á staðsetningu er alfarið minn. GPJ

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir