Helga Ingibjörg Helgadóttir (1912-1997) Ölfusá (Selfoss)

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Helga Ingibjörg Helgadóttir (1912-1997) Ölfusá (Selfoss)

Hliðstæð nafnaform

  • Helga Ingibjörg Helgadóttir (1912-1997) Ölfusá (Selfoss)

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Dysta

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

22.6.1912 - 25.9.1997

Saga

Helga Ingibjörg Helgadóttir fæddist í Reykjavík 22. júní 1912. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 25. september síðastliðinn. Helga giftist ekki og átti ekki afkomendur.
Útför Helgu Ingibjargar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Staðir

Reykjavík: Skúmsstaðir Eyrarbakka: Syðra-Sel Hrunamannahreppi: Sunnuhvoll Ölfusá (Selfoss): Kvsk á Blönduósi:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Helga Ingibjörg var dóttir Sigríðar, húsfreyju, (1890¬1975), Oddsdóttur, símstjóra, gullsmiðs og fræðimanns á Eyrarbakka, Oddssonar, og fyrri manns hennar, Helga, vélstjóra, (1876-1918), Magnússonar, bónda á Skúmsstöðum á Eyrarbakka, Ormssonar.

Albræður Helgu voru:
1) Oddur, (1910-1928),
2) Magnús Haukur, (1914-1945), rafvirki og verkstjóri hjá Rafveitu Akureyrar, kvæntur Svövu Ingimundardóttur frá Reykjavík. Þau voru barnlaus.

Síðari maður Sigríðar, (1922) var Páll, (1896-1982), lengi verslunarstjóri og kaupmaður á Akureyri, síðar skrifstofumaður í Reykjavík, Sigurgeirsson frá Stóruvöllum í Bárðardal. Synir þeirra eru:
1) Sverrir, (f. 1924), kennari og síðar skólastjóri við Gagnfræðaskóla Akureyrar. Kona hans er Ellen L. Pálsson, f. Rasmussen, frá Reykjavík, og eiga þau fjögur börn.
2) Gylfi, (f. 1933), ritstjóri og þýðandi, lengi skólastjóri Gagnfræðaskólans í Mosfellssveit. Kona hans er Steinunn Theódórsdóttir frá Reykjavík, og eiga þau sex börn.

Við lát föður síns var Helga tekin í fóstur af móðursystur sinni, Önnu Valgerði Oddsdóttur, (1894-1965), og manni hennar, Helga Ágústssyni frá Birtingaholti, (1891-1977), sem þá höfðu nýlega hafið búskap á Syðra-Seli í Hrunamannahrepp. Þar ólst Helga upp fram undir tvítugsaldur, en haustið 1931 fluttist fjölskyldan til Selfoss, þar sem Helgi tók að sér verslunarstörf við Kaupfélag Árnesinga, sem þá var nýstofnað. Helga var til heimilis hjá fósturforeldrum sínum á Sunnuhvoli, (Sigtúnum 9), meðan þeirra naut við, en þegar þau voru fallin frá, fluttist hún í eigin íbúð að Fossheiði 48, þar sem hún bjó til æviloka.

Fóstursystkini hennar, börn Önnu og Helga, voru:
1) Magnús Ágúst, (1920¬1985), bakari Blönduósi, en mörg ár útsölustjóri Mjólkursamsölunnar í Vestmannaeyjum. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Torfhildur Hannesdóttir frá Eiríksstöðum í Svartárdal, og eignuðust þau tvær dætur. Þau skildu.
Síðari kona hans var Ásta Ársælsdóttir frá Vestmannaeyjum, (d. 1977), en þau voru barnlaus.
2) Oddur Helgi, (f. 1922), fyrrverandi sölustjóri Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, kvæntur Ragnheiði Guðjónsdóttur frá Starmýri í Álftafirði. Þau eiga tvær dætur.
3) Móeiður (f. 1924), húsfreyja á Selfossi, gift Garðari Jónssyni, fyrrverandi skógarverði. Þau eignuðust fjögur börn, og eru þrjú þeirra á lífi.
Helga giftist ekki og átti ekki afkomendur.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Auður Hannesdóttir (1916-1988) Blönduósi (12.8.1916 - 8.1.1988)

Identifier of related entity

HAH02213

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Torfhildur Hannesdóttir (1921-2007) Blönduósi (6.4.1921 - 3.4.2007)

Identifier of related entity

HAH08913

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kvennaskólinn á Blönduósi 1931-1940 (1931-1940)

Identifier of related entity

HAH00115 -31-40

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1934 - 1935

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ásmundur Guðmundsson (1888-1969) biskup (6.10.1888 - 29.5.1969)

Identifier of related entity

HAH01087

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ásmundur Guðmundsson (1888-1969) biskup

is the cousin of

Helga Ingibjörg Helgadóttir (1912-1997) Ölfusá (Selfoss)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01410

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 19.6.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir