Haukur Árnason Hafstað (1920-2008) Hafnarfirði

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Haukur Árnason Hafstað (1920-2008) Hafnarfirði

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

23.12.1920 - 29.1.2008

Saga

Jón Haukur Hafstað fæddist í Vík í Skagafirði hinn 23. desember 1920. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 29. janúar síðastliðinn.
Haukur og Áslaug bjuggu í Vík til ársins 1972 en þá fluttu þau til Reykjavíkur þegar Haukur gerðist framkvæmdastjóri Landverndar, en því starfi gegndi hann rúman áratug. Þau fluttu norður aftur árið 1986, í hús sem þau reistu í Víkurlandi og nefndu Hávík. Nyrðra vann hann ýmis störf og var meðal annars eftirlitsmaður Náttúruverndarráðs við byggingu Blönduvirkjunar. Í Hávík bjuggu þau uns þau fluttust á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks árið 2004. Haukur sinnti margvíslegum félagsmálum.Hann starfaði fyrir Sósíalistaflokkinn og sat í flokksstjórn Sósíalistaflokksins og í miðstjórn Alþýðubandalagsins. Hann var í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn og Alþýðubandalagið í Skagafirði og Norðurlandskjördæmi vestra. Sat á Alþingi sem varamaður árið 1972. Hann var formaður Karlakórsins Heimis um árabil og í stjórn Leikfélags Skagafjarðar. Þá var hann áhugamaður um skógrækt og náttúruvernd almennt og starfaði í ýmsum félögum því tengdum.
Útför Hauks í Vík verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Jarðsett verður í Reynistaðarkirkjugarði.

Staðir

Vík Staðarhverfi Skagaf.:

Réttindi

Flensborgarskóli í Hafnarfirði, þar sem hann lauk gagnfræðaprófi.

Starfssvið

Framkvæmdastjóri:

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Árni J. Hafstað, bóndi í Vík, og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir.
Systkini Árna eru:
1) Sigurður Hersteinn 27.7.1916 - 21.2.2003 starfsmaður utanríkis þjónustunnar. Eiginkona Sigurðar frá 12. maí 1944 er Ragnheiður Ragnarsdóttir Kvaran, f. 23.7.1919 9.8.2008.
2) Páll Steinþór 8.12.1917 - 5.9.1987 Skrifstofustjóri Reykjavík. Kona hans 26.10.1946 Ragnheiður Kristjana Baldursdóttir 20.10.1919 - 31.1.2008 Verslunarstúlka og kennari í Reykjavík.
3) Steinunn Alda 19.1.1919 - 8.12.2005 Hótelstýra Selfossi og Hafnarfirði. Steinunn giftist 23.12. 1955 Jóni Guðmundssyni yfirlögregluþjóni, f. 21.10.1905 í Hafnarfirði, d. 19.5.1962.
4) Jón Haukur Árnason Hafstað f. 23.12.1920 - 29.1.2008 Bóndi Vík í Staðarhreppi. Haukur kvæntist árið 1949 Áslaugu Sigurðardóttur f. 27.1.1919. - 20.8.2005. Forstöðukona barnaheimilisins Valhöll í Reykjavík,
5) Ingibjörg Erla 6.12.1921 - 28.9.2000 Bókavörður á Seltjarnarnesi. Eiginmaður Erlu var Indriði Sigurðsson, stýrimaður, f. 7.5.1921 að Hofdölum, Skagafirði, d. 6.11.1986.
6) Sigmar Halldór f. 21.5.1924.
4) Margrét Sigríður f. 1925-1926
8) Sigríður Margrét f. 19.1.1927
9) Guðbjörg f. 25.6.1928 - 2.7.1966 Skarðshreppi.
10) Valgerður Birna f. 1.6.1930 - 9.3.2011. Listmálari í Frakklandi og síðar New York í USA. Árið 1958 giftist hún franska listmálaranum André Énard, f. 15. okt. 1926.
Haukur kvæntist árið 1949 Áslaugu Sigurðardóttur fóstru, d. 20. ágúst 2005. Börn þeirra eru:
1) Þórólfur, f. 1949, maki Þuríður Jóhannsdóttir. Dætur þeirra eru Ásdís og Hrafnhildur.
2) Ingibjörg, f. 1951, maki Sigurður Sigfússon. Sonur þeirra er Jón Árni.
3) Ásdís, f. 1952, maki Sveinn Klausen. Dætur hennar og Grétars Guðmundssonar eru Áslaug Salka og Tinna.
4) Steinunn, f. 1954, maki Eiríkur Brynjólfsson. Sonur hennar er Jón Haukur Árnason og stjúpbörn Guðrún, Einar og Matthildur. Barnabarnabörn Hauks eru fimm.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Áslaug Sigurðardóttir (1919-2005) Vík í Staðarhreppi (27.1.1919 - 20.8.2005)

Identifier of related entity

HAH01085

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1949 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Leikfélagið á Skagaströnd (1895-)

Identifier of related entity

HAH00200

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Árni Hafstað Jónsson (1883-1969) búfræðingur í Vík, Staðarhreppi (23.5.1883 - 22.6.1969)

Identifier of related entity

HAH01067

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Árni Hafstað Jónsson (1883-1969) búfræðingur í Vík, Staðarhreppi

er systkini

Haukur Árnason Hafstað (1920-2008) Hafnarfirði

Dagsetning tengsla

1920 - ?

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01389

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 24.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir