Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Haraldur Guðnason (1894-1961) sútari og grafari Akureyri
Hliðstæð nafnaform
- Haraldur Guðnason sútari og grafari Akureyri
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
19.7.1894 - 12.6.1961
Saga
Haraldur Guðnason 19. júlí 1894 - 12. júní 1961. Fóstursonur Otto Tulinius á Akureyri, Eyj. 1901. Sútari á Akureyri 1920. Grafari á Akureyri 1930.
Haraldur var fæddur á Eskifirði og tekinn þar í fóstur af Gerðu og O. Tulinius og fluttist með þeim hingað til Akureyrar 6 ára gamall.
Staðir
Eskifjörður 1894; Akureyri 1900:
Réttindi
Á árunum 1916—1920 dvaldist hann í Noregi og Danmörku og lagði þar stund á sútun skinna.
Starfssvið
Eftir að hann kom aftur heim til Akureyrar, rak hann sútunarverkstæði um nokkur ár, en var jafnframt um nokkur sumur við verkstjórn hér í bæ og úti í Hrísey.
Lagaheimild
Haraldur var góðum íþróttum búinn í æsku, meðal annars glímumaður svo að til var tekið. Hann var alla tíð fastlyndur og óvílinn, raungóður og greiðasamur, hvort sem kunnugir eða ókunnugir áttu í hlut. Góður heimilisfaðir og trúr verkmaður. Síðustu árin, meðan heilsan leyfði, vann hann hjá Akureyrarbæ að ýmsum störfum.
Grafari á Akureyri 1930.
Innri uppbygging/ættfræði
Móðir hans; Svanlaug Elísabet Sigurðardóttir 12. okt. 1867 - 22. jan. 1948. Var í Neðstabæ, Höskuldsstaðarsókn, Hún. 1870. Húsfreyja á Eskifirði. Húsfreyja þar 1894 og 1896. Var í Jakobsenshúsi, Eskifjarðarsókn, S-Múl. 1901. Var á Eskifirði 1930.
Haraldur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans; Hrefna Sigurjónsdóttir, 10. mars 1898 - 30. des. 1925. Var á Akureyri 1910 og 1920. Voru þau barnlaus.
Seinni kona hans var Dagmar Jenný Sigurjónsdóttir 14. sept. 1902 - 4. apríl 1953. Húsfreyja á Akureyri 1930.
Eignuðust þau 3 syni;
1) Ragnar Valgarður Haralds Haraldsson 19. jan. 1929.
2) Gunnar Kristján Haraldsson 16. maí 1931 - 20. des. 2006.
3) Kristinn Edward Haraldsson 7. maí 1942. Faðir: Major Wilfred Edward Holdswoth, d. 31.12.1945 í Egyptalandi, herlæknir á Akureyri.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 4.11.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Íslendingabók
Íslendingur, 21. tölublað (16.06.1961), Blaðsíða 5. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5167664