Hans Klingenberg Jörgensson (1912-2001) skólastjóri Vesturbæjarskóla í Reykjavík

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Hans Klingenberg Jörgensson (1912-2001) skólastjóri Vesturbæjarskóla í Reykjavík

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

5.6.1912 - 24.10.2001

Saga

Hans Jörgensson fæddist í Merkigerði á Akranesi 5. júní 1912. Hann lést á Heilsustofnuninni í Hveragerði 24. október síðastliðinn.
Hans ólst upp á Akranesi. Hann tók sveinspróf í húsasmíði 1932, stundaði nám við Alþýðuskólann á Laugarvatni 1932-34, tók íþróttakennarapróf 1936 og tók kennarapróf 1938. Hann lauk meistaraprófi í húsasmíði 1937 og öðlaðist réttindi til að teikna hús til byggingar á Akranesi 1948. Hans var kennari við Barnaskólann á Akureyri 1938-40, við Bændaskólann á Hvanneyri 1940-43 og Barnaskólann á Akranesi 1943-58. Hann var skólastjóri Vesturbæjarskóla í Reykjavík 1958-80.
Hans var byggingarfulltrúi á Akranesi 1944-47 og bæjarfulltrúi þar 1950-58, í rafveitustjórn og formaður 1946-58. Hann sat í fræðsluráði 1950-58, stofnaði Námsflokka Akraness 1957 og var formaður tónlistarfélags Akraness 1957. Hann stjórnaði karlakór á Akranesi í tvö ár og starfaði í leikfélagi þar. Hann var formaður Átthagafélags Akraness 1962-66, formaður Skátafélags Akraness 1952-56, einn af stofnendum St. Georgsgildis Reykjavíkur 1959 og gildismeistari 1961-66. Hann vann að stofnun St. Georgsgildisins á Íslandi 1963, var landsgildismeistari 1969-1971 og stofnaði Akranesgildið í Reykjavík 1971. Hans var formaður Skólastjórafélags Íslands frá stofnun þess 1960-76. Hann var fulltrúi þess félags við sameiningu félaga skólastjóra og yfirkennara árið 1977. Hann var framkvæmdastjóri og formaður Samtaka aldraðra árin 1977-1990 og stóð m.a. fyrir byggingarframkvæmdum félagsins. Hann var sæmdur íslensku fálkaorðunni fyrir störf að félagsmálum 1. janúar 1992.
Útför Hans fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Staðir

Akranes:

Réttindi

Sveinspróf í húsasmíði 1932: Alþýðuskólinn á Laugarvatni 1932-1934: Íþróttakennarapróf 1936: Kennarapróf 1938: Meistarapróf í húsasmíði 1948:

Starfssvið

Kennari við Barnaskólann á Akureyri 1938-40, við Bændaskólann á Hvanneyri 1940-43 og Barnaskólann á Akranesi 1943-58. Hann var skólastjóri Vesturbæjarskóla í Reykjavík 1958-80.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Jörgen Hansson, vélstjóri og smiður, frá Elínarhöfða við Akranes, f. 20. nóv. 1881, d. 8. febrúar 1953, og Sigurbjörg Halldórsdóttir, f. 13. júní 1891 á Austurvöllum á Akranesi, d. 2. sept. 1977. Hans var næstelstur sex systkina. Þau eru Halldór, smiður og útfararstjóri á Akranesi, Sigrún, Björgvin kennari, Ingibjörg og Guðrún, húsmóðir og skrifstofumaður. Öll eru þau látin nema Guðrún.
Árið 1943 kvæntist Hans Sigrúnu Ingimarsdóttur, handavinnukennara frá Litla-Hóli í Eyjafirði. Foreldrar hennar voru Ingimar Hallgrímsson bóndi þar og kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir.
Synir þeirra eru:
1) Jörgen Ingimar Hansson, verkfræðingur, kvæntur Guðrúnu Eyjólfsdóttur. Börn þeirra eru: Sigrún kennari, Björgvin rafeindavirki, Dóra þroskaþjálfi og María líffræðingur.
2) Snorri rafeindavirki, kvæntur Sigrúnu Jósteinsdóttur. Börn þeirra eru: Jósteinn bifreiðarstjóri, Hans Rúnar leiðbeinandi, Heimir, rafeindavirki, Erla húsmóðir og Snorri nemi. Stjúpbörn:
1) Bryndís Steinþórsdóttir hússtjórnarkennari.
2) Örn Steinþórsson prentari, d. 1980, kvæntur Helgu Kristínu Magnúsdóttur. Börn þeirra eru: Guðfinna Ásdís fóstra, Sigrún Ingibjörg, fata- og textílkennari, Erna Sigurbjörg hárgreiðslumeistari og Magnús Þór vélfræðingur.
Langafabörnin eru 22 og langalangafabörnin tvö.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01382

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 23.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir