Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Hallgrímur Einarsson (1920-1998) Neðri-Mýrum
Hliðstæð nafnaform
- Hallgrímur Mýrmann Einarsson (1920-1998)
- Hallgrímur Mýrmann Einarsson
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
8.7.1920 - 3.4.1998
Saga
Hallgrímur Mýrmann Einarsson var fjórða og yngsta barn Einars Guðmundssonar og Guðrúnar Margrétar Hallgrímsdóttur, búandi hjóna á Neðri-Mýrum í Engihlíðarhreppi á fyrstu áratugum aldarinnar. Að honum stóðu húnvetnskar og austfirskar ættir í bland við ættstofna af Suðurnesjum.
Ævidaga sína átti hann alla á Neðri-Mýrum og kvæntist ei né átti börn. Hann var með hæstu mönnum, 195 sm á hæð og bar sig vel á velli. Snemma kom fram glöggskyggni hans á búfé og lagni að fara vel með hesta.
Hann varð að vera nokkuð á sjúkrahúsum og var síðast á annan mánuð, fyrst á Héraðshælinu á Blönduósi og síðan á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og andaðist nyrðra. Útför Hallgríms var gerð frá Höskuldsstaðakirkju 11. apríl 1998
Staðir
Neðri-Mýrar:
Réttindi
Hallgrímur naut nokkurrar skólagöngu í farskóla Engihlíðarhrepps en var að öðru leyti vel menntaður úr skóla lífsins.
Starfssvið
Um átta ára aldur fór hann með hest fyrir kerru (var kúskur) í vegagerð nærri heimili sínu. Samsumars hóf hann að standa við slátt með orfi og ljá. Með aldri gerðist hann slyngur sláttumaður, með þeim bestu þegar vinnufærni hans var sterkust. Öll búskaparstörf léku í höndum hans. Þegar störf með hestum við jarðyrkju, heyöflun eða hvað annað, sem um var að ræða, náði Hallgrímur frábærum afköstum.
Hallgrímur var gangnaforingi á Langadalsfjalli í um tvo áratugi og fórst það vel enda ávallt vel ríðandi, hestamaður af Guðs náð. Fjölmarga fola vandi hann við taum og til reiðar og einnig til vinnu fyrir plóg, herfi eða sláttuvél og heysleða. Fjármaður var hann einnig glöggur og gætinn, hélt nær 200 kinda hjörð til beitar á vetrardegi að fornum hætti. Lítt gaf Hallgrímur sig að vélum og vélvæðingu en hélt sig við hand og hestunnin störf.
Bóndi á Neðri-Mýrum gerðist hann 1956 og var það fjóra áratugi. Um tvítugt amaði honum mjög bakbilun og aftur um fertugt. Það tók sinn tíma að yfirvinna þau áföll. Síðasta hálfa áratuginn háði honum mjög brjóstbilun og andnauð. Þá sýndi hann færni sína í innanhússstörfum, einkum eftir heilsuáfall Unnar, systur hans.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Einar Guðmundsson 12. febrúar 1875 - 16. janúar 1934 Bóndi og organisti á Neðri-Mýrum og kona hans 19.11.1906; Guðrún Margrét Hallgrímsdóttir 15. október 1885 - 14. september 1956 Húsfreyja á Neðri-Mýrum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Neðri-Mýrum.
Systkini hans;
1) Guðmundur Mýrmann Einarsson 24. júní 1907 - 14. september 1976 Bóndi á Neðri-Mýrum. Var á Neðri-Mýrum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930.
2) Guðrún Einarsdóttir 28. febrúar 1909 - 28. desember 1986 Var á Neðri-Mýrum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Vestmannaeyjum.
3) Unnur Einarsdóttir 6. maí 1911 - 8. júní 1998 Vinnukona á sjúkrahúsinu á Blönduósi 1930. Var á Neðri Mýrum, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Hallgrímur Einarsson (1920-1998) Neðri-Mýrum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Hallgrímur Einarsson (1920-1998) Neðri-Mýrum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Hallgrímur Einarsson (1920-1998) Neðri-Mýrum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 14.7.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði.
Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1999), Blaðsíða 161. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6359452