Halldór Ingimar Elíasson (1939-2019) prófessor

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Halldór Ingimar Elíasson (1939-2019) prófessor

Hliðstæð nafnaform

  • Halldór Elíasson (1939-2019) prófessor
  • Halldór Ingimar Elíasson (1939-2019) prófessor
  • Halldór Ingimar Elíasson prófessor

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

16.7.1939 - 1.10.2019

Saga

Dr. Hall­dór Ingimar Elías­son, stærðfræðing­ur og pró­fess­or emer­it­us við Há­skóla Íslands (HÍ), lést á Land­spít­al­an­um 1. októ­ber 2019, 80 ára gam­all.
Hall­dór fædd­ist 16. júlí 1939 á Ísaf­irði og ólst upp í Hnífs­dal, á Skaga­strönd og Ak­ur­eyri.

Staðir

Hnífsdalur; Skagaströnd; Reykjavík

Réttindi

Hall­dór lauk stúd­ents­prófi frá MA árið 1959 og hóf um haustið nám í eðlis­fræði og stærðfræði við há­skól­ann í Gött­ingen í Þýskalandi. Hann lauk þaðan diplom­prófi í stærðfræði árið 1963. Doktors­próf í stærðfræði tók Hall­dór við há­skól­ann í Mainz í Þýskalandi árið 1964.

Starfssvið

Að loknu námi kenndi Hall­dór við MR vet­ur­inn 1964-1965. Hann vann að stærðfræðileg­um rann­sókn­um við Institu­te of Advanced Studies í Princet­on í Banda­ríkj­un­um 1965-1966 og var aðstoðarpró­fess­or við Brown-há­skóla á Rhode Is­land í Banda­ríkj­un­um 1966-67.
Hall­dór var sér­fræðing­ur við Raun­vís­inda­stofn­un HÍ 1967-1970 og gesta­pró­fess­or við há­skól­ann í Bonn í Þýskalandi 1970-1971 og við Warwick-há­skóla í Englandi 1971-1972. Hann varð dós­ent í stærðfræði við verk­fræði- og raun­vís­inda­deild HÍ 1972-1973 og pró­fess­or frá 1973.

Lagaheimild

Hall­dór birti marg­ar grein­ar um stærðfræði í viður­kennd­um er­lend­um stærðfræðitíma­rit­um. Hann var rit­stjóri Mat­hematica Scandi­navica fyr­ir hönd Íslands 1973-1997.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Elías Kristján Ingimarsson 11. jan. 1903 - 4. ágúst 1965. Bókhaldari á Bakka, Ísafjarðarssókn, N-Ís. 1930. Frystihússtjóri og kaupfélagsstjóri á Bakka í Hnífsdal, N.-Ís., verksmiðjustjóri á Skagaströnd, síðar yfirfiskimatsmaður og frystihússtjóri á Akureyri, síðast í Reykjavík og kona hans; Guðný Rósa Jónasdóttir 28. des. 1906 - 22. mars 1987. Hjá foreldrum í Ytri-Neslöndum og síðan á Grímsstöðum, Mývatnssveit til 1893. Fór þaðan til Vesturheims 1893.

Systkini hans eru;
1) Jón­as Janus Elíasson pró­fess­or emer­it­us f. 26.5.1938.
2) Þor­varður Rósinkar Elíasson fyrr­ver­andi skóla­stjóri f. 9.7.1940.
3) Elías Bjarni Elíasson fyrr­ver­andi yf­ir­verk­fræðing­ur f. 13.3.1942
4) Mar­grét Elíasdóttir list­mál­ari í Svíþjóð f. 13.12.1946.

Kona Hall­dórs 1970 er; Björg Cortes Stef­áns­dótt­ir, BA, kenn­ari og lækna­rit­ari 2. sept. 1947.

Börn þeirra eru;
1) Stefán Valdimar Halldórsson f .8.12.1968
2) Anna Mar­grét Halldórsdóttir 18. sept. 1973
3) Stein­ar Ingimar Halldórsson 13. maí 1975

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH04660

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Skráningardagsetning

GPJ 4.12.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir