Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Hallárdalur Vindhælishreppi
Hliðstæð nafnaform
- Hallárdalur Vindhælishreppi 20.166667 / 65° 48' 00" N / 20° 10' 00" W
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
874 -
Saga
Hallárdalur gengur upp í fjöllin skammt fyrir innan Höfðakaupstað. Hann er klukkutíma gangur í sæmilegur færi af Kjölunum hjá Kjalarlandi og upp að Þverá. Dalurinn er snjóléttur neðan til og þar er góð útbeit en engjar minni en snjóþungur framar og betri engjar.
Fimm bæir eru í dalnum, Bláland neðst að sunnan, að norðan eru Vakursstaðir, Sæunnarstaðir, Bergsstaðir og Þverá. Dalurinn er fríður að sumrinu og helst á Sæunnarstöðum, þar er engi fallegt og minnir á engjajarðirnar í Vatnsdal. Sæunnarstaðir hafa líka haft mikið orð fyrir engið og þrír bæir hafa átt þar ítök frá fornu fari í skiptum fyrir annað, sem þá hefur verið álitið að Sæunnarstaðir gætu ekki verið án. Þannig átti Bláland í enginu á móti sauðabeit að vetrinum, Vindhæll besta stykki úr enginu móti skipsuppsátri og Hafursstaðir engjateig gegn sölvatekju.
Úr gilum falla feikna ár
fossa gjalla strengir.
Þar eru stallar, gil og gjár
grundir, falleg engi.
Fögur kallast kann hér sveit,
krappur fjallasalur.
Þó hefur galla, það ég veit,
þessi Hallárdalur.
[Baldvin skáldi]
Staðir
Vindhælishreppur:
Réttindi
Hallárdalur is a valley and is located in Northwest, Iceland. The estimate terrain elevation above seal level is 209 metres.
Starfssvið
Lagaheimild
Frá Vindhæli í Húnaþingi um Skaga til Skíðastaða í Skagafirði.
Konrad Maurer reið dalinn frá Skagafirði til Húnaflóa árið 1858. Lýsir myndarlegum býlum í dalnum, sem nú eru öll í eyði, Þverá, Bergsstaðir, Sæunnarstaðir, Vakursstaðir og Bláland. Lýsir votlendi, þegar vestar dregur í dalnum, og forarmýrum: “Eitt sinn sökk Faxi minn upp í kvið og ég varð að snara mér að baki og það var ekki meira en svo, að grassvörðurinn héldi mér. Með hjálp Ólafs tókst að losa klárinn …”.
Förum frá Vindhæli austur Hallárdal. Til austurs sunnan við Bæjarfell, Hrossafell og Réttarfell í 220 metra hæð milli Réttarfells og Sandfells. Frá Sandfelli förum við austur á brún Laxárdals og síðast norðaustur og niður brekkurnar á þjóðveg 745 norðan Skíðastaða. http://www.jonas.is/hallardalur/
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Skriða Hjáleigan Skriða er skráð í manntöl árin 1855 og 1860 og ábúendur annars vegar 5 og síðar 4 (Manntalsvefur Þjóðskjalasafns Íslands. http://manntal.is. Skoðaður þann 08.02.13). Skriða var vestur við merki Sæunnarstaða og Vakursstaða og þar eru töluverðar minjar (sjá nr. 5561).
Haukastaðir Í sýslu – og sóknalýsingum er sagt að sögn sé um að býli hafi verið undir Haukaskarði sem heitið hafi Haukastaðir en síðar er sagt að Haukastaðir undir Haukaskarði sé talið eyðijörð. Í eyðibýla þætti í Húnaþingi III segir að þekkt séu þrjú nöfn á kotum; Haukaskriða, Haukatóftir og Skriða.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Hluti
Skráningardagsetning
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul http://stikill.123.is/blog/record/376336/