Identity area
Reference code
Title
Date(s)
- 1949-1960 (Creation)
Level of description
Series
Extent and medium
22 bréf.
Context area
Name of creator
Administrative history
Félagið var stofnað árið 1905 og höfðu frumkvæði að stofnun félagsins þeir Guðmundur Ólafsson kennari, er dvaldi einn vetur við kennslu á Nesjum og Benedikt Benediktsson seinna verslunarstjóri á Kálfshamarsvík. Þann 5. jan. 1913 samþykkti félagið tillögu formanns síns, B. B., að byggja fundarhús á Kálfshamarsnesi. 1 stjórn með Benedikt voru þá: Guðlaugur Eiríksson póstur og Sigurður Jónsson, bóndi, Ósi, síðar bóndi á Mánaskál. Þeir E. Hemmert verzlunarstjóri og Karl Berndsen kaupmaður, báðir á Skagaströnd, afhentu félaginu grunnlóð undir húsið endurgjaldslaust á landi, sem þeir áttu á Kálfshamarsnesi. Hófst stjórn félagsins þegar handa og réði yfirsmið að húsinu, Sigmund Benediktsson, nú bónda að Björgum. 1 september sama ár var húsið fullgert. Var það timburhús á hlöðnum grunni. Vígslufagnaður í Samkomuhúsi Nesjamanna var haldinn 19. sept. 1913. Næsta
vetur, 1913—14, var húsið lánað fyrir barnakennslu og mun barnaskólinn hafa verið þar síðan á hverjum vetri. Þetta litla félagsheimili Nesjamanna var hið fyrsta sinnar tegundar í AusturHúnavatnssýslu. Liðu meira en tveir áratugir, þar til tvö önnur æskulýðsfélög í héraðinu byggðu sín fundahús. Ber þetta framtak þeirra Nesjamanna fagurt vitni um framsýni, einhug og fórnarvilja. Samhliða bættum starfsskilyrðum fyrir félagið var barnaskólanum búinn góður samastaður. Fyrir tólf árum síðan var húsið endurbætt og stækkað verulega.
Málfundafélag Nesjamanna barðist fyrir ýmsum umbótamálum í byggðarlaginu, svo sem samgöngubótum og ræktunarframkvæmdum o. fl., sem til framfara horfði.
En hvað hamlaði því, að svona áhugaríkt og athafnasamt félag tæki þátt í heildarsamtökum æskulýðsfélaganna í héraðinu?
Einfaldlega mikil vegalengd og torsótt. Af félagssvæðinu til höfuðstöðva sambandsins á Blönduósi eru um 60 km, og leiðin ekki bílfær fyrr en á fimmta tugi aldarinnar.
Á síðari árum hafa þeir bræður Sigurður og Ólafur Pálssynir í Króksseli og Friðgeir Eiríksson bóndi, Sviðningi, skipað stjórn félagsins.
Friðgeir hefur verið í stjórninni yfir þrjátíu ár. Nú er félag Nesjamanna fámennt, því að byggðin þarna hefur eyðst mjög á síðari árum.
Archival history
Immediate source of acquisition or transfer
Content and structure area
Scope and content
Innkomin bréf.
Útsend bréf.
Appraisal, destruction and scheduling
Accruals
System of arrangement
Conditions of access and use area
Conditions governing access
Conditions governing reproduction
Language of material
- Icelandic
Script of material
Language and script notes
Physical characteristics and technical requirements
Finding aids
Allied materials area
Existence and location of originals
L-c-3
Existence and location of copies
Related units of description
Notes area
Alternative identifier(s)
Access points
Subject access points
Place access points
Name access points
- Málfundafélag Nesjamanna (1905) (Subject)
Genre access points
Description control area
Description identifier
Institution identifier
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Partial
Dates of creation revision deletion
21.2.2022 frumskráning í AtoM, SR
Language(s)
- Icelandic