Hafsteinn Þorvaldsson (1931-2015) Selfossi

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Hafsteinn Þorvaldsson (1931-2015) Selfossi

Hliðstæð nafnaform

  • Guðmundur Hafsteinn Þorvaldsson (1931-2015)
  • Guðmundur Hafsteinn Þorvaldsson

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

28.4.1931 - 26.3.2015

Saga

Guðmundur Hafsteinn Þorvaldsson 28. apríl 1931 - 26. mars 2015 Forstöðumaður og síðar framvæmdastjóri sjúkrahússins á Selfossi. Gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum. Hlaut hin íslensku fálkaorðu.
Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 26.3. 2015.
Útför Hafsteins Þorvaldssonar verður gerð frá Selfosskirkju í dag, 10. apríl 2015, og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Staðir

Hafnarfjörður; Syðri-Gróf Villingaholtshreppi; Selfoss;

Réttindi

Hafsteinn nam við Íþróttaskólann í Haukadal 1946-1948. Hann lauk fyrri hluta Lögregluskólans 1964 og kennaranámskeiði í hjálp í viðlögum hjá RKÍ 1968. Þá sótti hann ýmis námskeið m.a. í Stjórnunarskóla Íslands og endurmenntun.

Starfssvið

Hafsteinn var starfsmaður Selfosshrepps, lögreglumaður og sölumaður 1961-1967. Hann var forstöðumaður Sjúkrahússins á Selfossi 1967-1981 og framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands og Heilsugæslustöðvar Selfoss 1982-1995.
Hafsteinn tók mikinn þátt í félagsmálum og gegndi þar mörgum ábyrgðarstörfum. Hann var formaður Umf. Vöku 1950-1961 og Umf. Selfoss 1962-1963, ritari HSK 1961-1970 og UMFÍ 1965-1969 og formaður UMFÍ 1969-1979. Hann var formaður Æskulýðsráðs ríkisins 1974-1978 og sat í stjórn Frjálsíþróttasambandsins, Íþróttakennaraskólans og Íþróttamiðstöðvar á Laugarvatni og var fulltrúi UMFÍ í Íþróttanefnd ríkisins. Hann sat 14 ár í sveitarstjórn á Selfossi og var forseti bæjarstjórnar eitt kjörtímabil. Hann sat á Alþingi sem varaþingmaður Framsóknarflokksins 1972. Þá sat hann í fjölmörgum nefndum og ráðum á vegum UMFÍ, ríkis og sveitarfélaga. Hann var framkvæmdastjóri landsmóts UMFÍ á Laugarvatni 1965. Hafsteinn var fjögur ár í stjórn Landssambands eldri borgara og formaður Hörpukórsins á Selfossi í tíu ár. Hann var kjörinn heiðursfélagi Umf. Vöku, Umf. Selfoss, HSK og UMFÍ og var sæmdur fálkaorðunni 2009. Síðustu sex árin átti Hafsteinn í góðu og gefandi vinasambandi við Ingunni Pálsdóttur frá Búrfelli.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Þorvaldur Guðmundsson 25. september 1900 - 26. júní 1975 Var í Jaðarkoti, Villingaholtshr., Árn. 1910. Verkamaður í Hafnarfirði 1930. Bóndi í Syðri-Gróf, Villingaholtshr., Árn., síðast bús. í Selfosshreppi og kona hans; Lovísa Aðalbjörg Egilsdóttir 7. september 1908 - 8. febrúar 1994 Húsfreyja í Hafnarfirði 1930. Húsfreyja í Syðri-Gróf, Villingaholtshr., Árn., síðast bús. á Selfossi.
Bræður Hafsteins eru
1) Eysteinn Þorvaldsson 23. júní 1932 Kona hans; Gerður Petra Kristjánsdóttir 17. desember 1934
2) Svavar Þorvaldsson 5. ágúst 1937
3) Gunnar Kristinn Þorvaldsson 5. ágúst 1945 - 12. júlí 2009 Rafvirki á Eyrarbakka 1972-77, fangavörður og bílstjóri á Litla-Hrauni 1977-78, rafmagnseftirlitsmaður á Suðurlandi 1978-96. Rafvirki í Noregi 1997-2004, starfaði síðast hjá Ljósgjafanum á Akureyri. Hafði einkaflugmannspróf. Kona hans; Sigríður Kristjánsdóttir 27. nóvember 1946 - 25. nóvember 2016 Starfaði lengst af sem veitingamaður, bús. á Selfossi, Eyrarbakka og loks í Kópavogi. Þau skildu, dóttir þeirra er Brynja (1965) dóttir hennar Gréta Morthens tónlistamaður.
Kona Gunnars er Guðríður Steindórsdóttir, f. 9.12. 1956.

Kona Hafsteins 27.5.1951; Ragnhildur Ingvarsdóttir 13. ágúst 1929 - 16. desember 2006 frá Hvítárbakka í Biskupstungum. Var í Halakoti, Bræðratungusókn, Árn. 1930. Skrifstofustarfsmaður á Selfossi. Meðlimur í fjölmörgum kórum.
Síðustu sex árin átti Hafsteinn í góðu og gefandi vinasambandi við Ingunni Pálsdóttur f. 30. mars 1933 frá Búrfelli.
Útför Hafsteins Þorvaldssonar verður gerð frá Selfosskirkju í dag, 10. apríl 2015, og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Börn þeirra;
1) Þorvaldur Guðmundsson 13. maí 1950, bæjarfulltrúi Selfossi, Kona hans; Kristín Hjördís Leósdóttir 4. janúar 1950 hjúkrunarfræðingur og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn.
2) Ragnheiður Inga Hafsteinsdóttir 10. mars 1952 maður hennar; Birgir Þór Guðmundsson 21. júlí 1949 mjólkurbússtjóri á Selfossi. Kjörbörn: Sigurður Rúnar Birgisson f.24.7.1986 og Ragnhildur Kristjana Birna Birgisdóttir f.18.10.1988.
3) Þráinn Hafsteinsson 6. september 1957 íþróttaþjálfari, kona hans; Þórdís Lilja Gísladóttir 5. mars 1961 og eiga þau tvær dætur.
4) Aðalbjörg Hafsteinsdóttir 11. janúar 1959, gift Ólafi Ó. Óskarssyni og eiga þau eina dóttur.
5) Vésteinn Hafsteinsson 12. desember 1960 kastþjálfari, Kona hans; Anna Birgitta Östenberg 2. maí 1962 og eiga þau þrjú börn.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Böðvar Pálsson (1937-2018) Búrfelli (11.1.1937 - 3.3.2018)

Identifier of related entity

HAH02971

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Diðrik Diðriksson (1908-2006) Selfossi (6.12.1908 - 24.8.2006)

Identifier of related entity

HAH03800

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH04039

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 12.9.2018

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir