Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Gyða Sigurðardóttir (1892-1971) Pálsbæ á Seltjarnarnesi
Hliðstæð nafnaform
- Gyða Sigurðardóttir
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
6.9.1892 - 4.12.1971
Saga
Gyða Sigurðardóttir 6. sept. 1892 - 4. des. 1971. Húsfreyja í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910.
Gyða fæddist í Pálsbæ á Seltjarnarnesi 1892, yngst ellefu barna hjónanna Sigríðar Jafetsdóttur, gullsmiðs Einarssonar Johnsens og Sigurðar Einarssonar, Hjartarsonar, útvegsbónda í Bollagörðum. Amma sleit barnsskóm sínum í Litla-Seli í faðmi foreldra og systkina. Reisn var yfir heimilishaldi í Litla-Seli; Sigurður dugnaðarmaður hinn mesti og Sigríður annáluð búsýslukona. Sigurður fellur frá 1906 og fer Gyða þá til systur sinnar Þorbjargar og manns hennar Sigfúsar Bergmanns kaupmanns í Hafnarfirði. Hjá þeim hjónum er amma sín unglingsár, allt þar til hún verður gjafvaxta. Svo einkennilega sem það kann að hljóma þá er það til Hafnarfjarðar sem afi nær í konuefni sitt og færir aftur á Vesturgötuna þar sem búskapur þeirra stóð síðan alla tíð.
Heimilið á Vesturgötu 36 a var einkar glæsilegt. Fóru þar saman af smekkvísi fagrir listilega unnir hannyrðamunir húsfreyjunnar, virðuleg málverk, húsgögn og húsbúnaður. Andblær heimilisins einkenndist af hressum léttleika. Þar var mikið sungið, tekið í spil og spaugilegar hliðar tilverunnar dregnar fram. Þar var fagurt en jafnframt fjörlegt mannlíf. Jón Otti og Gyða voru hrókar alls fagnaðar og sannir vinir vina sinna. Heimili þeirra stóð ávallt opið fjölmörgum heimilisvinum og ekki síst okkur barnabörnunum.
Staðir
Litla-Sel Reykjavík; Pálsbær á Seltjarnarnesi; Reykjavík:
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Sigurður Einarsson 28. feb. 1850 - 31. jan. 1906. Útvegsbóndi í Litla-Seli við Reykjavík og Pálsbæ á Seltjarnarnesi. Var í Bollagörðum, Reykjavíkursókn, Gull. 1860 og kona hans 18.5.1872; Sigríður Jafetsdóttir 19. ágúst 1849 - 13. febrúar 1915.
Systir Sigurðar; Guðrún Einarsdóttir (1848-1921) Miðgili. Móðir þeirra; Anna Jónsdóttir (1830-1916) Bollagörðum
Systkini Gyðu;
1) Gróa Sigurðardóttir 22. febrúar 1873 - 16. janúar 1929. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Önnur kona Gísla. Voru barnlaus.
2) Jafet Sigurðsson 3. ágúst 1874 - 7. desember 1945. Var í Reykjavík 1910. Húsbóndi á Bræðraborgarstíg 29, Reykjavík 1930. Skipstjóri í Reykjavík 1945. Síðar kaupmaður í Reykjavík. Kona hans; Guðrún Kristinsdóttir 12. feb. 1872 - 15. ágúst 1938. Húsfreyja í Reykjavík 1910.
3) Þorbjörg Bergmann Sigurðardóttir 13. apríl 1876 - 29. maí 1952. Var í Norður-Gröf, Brautarholtssókn, Kjós. 1930. Heimili: Reykjavík. Húsfreyja í Hafnarfirði. Maður hennar 1900; Sigfús Bergmann Þorsteinsson 2. des. 1872 - 9. nóv. 1918. Var í Dældarkoti, Helgafellssókn, Snæf. 1890. Kaupmaður og útgerðarmaður í Hafnarfirði.
4) Einar eldri Sigurðsson 3. september 1877 - 4. janúar 1964. Sjómaður í Ívarsseli í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Verkamaður á sama stað 1930.
5) Einar yngri Sigurðsson 12. júlí 1879 - 8. september 1935. Prentari, fyrst á Ísafirði, svo á Bessastöðum, síðast í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Prentari á Baldursgötu 16, Reykjavík 1930.
6) Anna Sigurðardóttir 10. janúar 1881 - 1. janúar 1962. Húsfreyja í Viðvík, Viðvíkursókn, Skag. 1930. Húsfreyja í Viðvík og á Hofsósi. Maður hennar 3.10.1908; Guðbrandur Björnsson 15. júlí 1884 - 30. apríl 1970. Prestur í Viðvík í Viðvíkursveit 1908-1934 og Felli í Sléttuhlíð fra 1934 en Viðvík samhliða til 1940. Bóndi og prestur í Viðvík, Viðvíkursókn, Skag. 1930. Prófastur í Viðvík og á Hofsósi.
7) Guðrún Sigurðardóttir 13. júní 1883 - 23. júlí 1968. Litlaseli 1901. Húsfreyja í Kaupmannahöfn og síðar í Reykjavík. M: Johan Emil Thorvald Larsen f. 1878 í Danmörku, d. 1946.
8) Nikólína Hildur Sigurðardóttir 8. nóvember 1885 - 28. janúar 1965. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Óðinsgötu 8 a, Reykjavík 1930. Systurdóttir: Sigrún Guðbrandsdóttir. Systurdóttir: Sigríður Svanhvít Larssen. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Maður hennar; Guðmundur Helgi Guðnason 6. jan. 1884 - 10. mars 1953. Gullsmiður í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Gullsmiður á Óðinsgötu 8 a, Reykjavík 1930. Gullsmiður í Reykjavík 1945.
8) Guðlaug Sigurðardóttir 13. mars 1888 - 22. janúar 1950. Húsfreyja í Norður-Gröf, Brautarholtssókn, Kjós. 1930. Húsfreyja í Norðurgröf á Kjalarnesi og síðar í Reykjavík.
Maður hennar; Jón Otti Vigfús Jónsson 3. sept. 1893 - 23. júlí 1973. Skipstjóri í Reykjavík. Var í Reykjavík 1910. Skipstjóri í Hafnarfirði 1930. Heimili: Vesturg. 36a, Reykjavík.
Börn þeirra;
1) Vigdís Jónsdóttir 6. nóv. 1918 - 7. jan. 2014, húsfreyja í Reykjavík.
M1; Ólafur Ottósson 20. okt. 1915 - 26. jan. 2001. Síðast bús. í Reykjavík, þau skildu.
M2 1946; Hallgrímur Júlíus Stefánsson 27. sept. 1915 - 4. feb. 2000, frá Fitjum í Skorradal fyrrverandi lögregluvarðstjóri.
Vigdís á þrjá syni, níu barnabörn og fimm barnabarnabörn.
2) Sigurður Jónsson fyrrverandi yfirtollvörður í Reykjavík. Fæddur 20. desember 1922.
Kona 1) Kristjana Sigrún Jakobsdóttir 20. feb. 1928 - 17. maí 1958, frá Ólafsvík.
Kona 2) Sigurborg Ólafsdóttir 16. júlí 1930, frá Geirakoti í Fróðárhreppi þau skildu.
Sigurður á tvær dætur, tvo syni, sex barnabörn og tvö barnabarnabörn.
3) Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík. Fædd 22. desember 1925, dáin 5. mars 1989.
Maður 1) Gísli Einarsson 26. des. 1922 - 25. jan. 1992, hæstaréttarlögmaður þau skildu.
Maður 2) Matthías Jónsson, kennari. Sigríður átti þrjá syni, tíu barnabörn og fjögur barnabarnabörn.
4) Jón Otti Jónsson prentari í Reykjavík. Fæddur 17. janúar 1930, ókvæntur og barnlaus.
Almennt samhengi
Jón Otti fæddist 1893 í steinbænum á Vesturgötu 36. Faðir hans var Jón Þórðarson skipstjóri og skipasmiður, Jónssonar í Gróttu og Engey, Péturssonar í Engey, Guðmundssonar Jónssonar í Skildinganesi og Lágafelli. Móðir Jóns var Vigdís Magnúsdóttir frá Mið-Seli við Seljaveg, Vigfússonar frá Grund í Skorradal og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur í Hlíðarhúsum, Þórðarsonar af svonefndri Borgarabæjarætt.
Andspænis Stýrimannastíg standa tvö reisuleg steinhús númer 36 a og 36 b. Húsin voru byggð á árunum 1924 og 1926 og þykja glæsileg bæði hvað varðar útlit og stíl enda setja þau sterkan svip á húsaröð Vesturgötunnar. Þetta voru skipstjóraheimili Jóns Otta og Gyðu annars vegar og Kristjáns Schram og konu hans Láru, systur Jóns Otta hins vegar. Húsin voru reist á lóð litla steinbæjarins sem stóð út við götuna fram á sjötta áratuginn er hann var rifinn.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Gyða Sigurðardóttir (1892-1971) Pálsbæ á Seltjarnarnesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Gyða Sigurðardóttir (1892-1971) Pálsbæ á Seltjarnarnesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Gyða Sigurðardóttir (1892-1971) Pálsbæ á Seltjarnarnesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Gyða Sigurðardóttir (1892-1971) Pálsbæ á Seltjarnarnesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Gyða Sigurðardóttir (1892-1971) Pálsbæ á Seltjarnarnesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Gyða Sigurðardóttir (1892-1971) Pálsbæ á Seltjarnarnesi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 22.1.2019.
Tungumál
- íslenska