Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Gunnfríður Jónsdóttir (1889-1968) frá Ytra-Hóli á Skagaströnd
Hliðstæð nafnaform
- Gunnfríður Matthildur Jónsdóttir (1889-1968) frá Ytra-Hóli á Skagaströnd
- Gunnfríður Matthildur Jónsdóttir frá Ytra-Hóli á Skagaströnd
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
26.12.1889 - 28.6.1968
Saga
Gunnfríður Matthildur Jónsdóttir 26. des. 1889 - 28. júní 1968. Var á Ytra-Hóli, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1890. Húsfreyja á Lauganesspítala, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
Gunnfríður Jónsdóttir lézt í Reykjavík 28. júlí 1968. Að eigin ósk var hún jarðsett hjá Strandakirkju í Selvogi.
Staðir
Kirkjubær í Norðurárdal; Ytri-Hóll; Kaupmannahöfn; Stokkhólmur; París; Ítalía; Grikkland; Laugarnessspítali; Ásmundarsalur Reykjavík:
Réttindi
Kvsk á Blönduósi 1909-1910.
"Það er í þessum húsakynnum, [Laugarnessspítala] sem Gunnfríður nær loks áttum til listsköpunarinnar. "Hinn 18. júlí 1931, klukkan hálf tvö, kom ég inn, tók fjöl sem fyrir mér varð, lagði á hana leir og tók að gera lágmynd." Þar með varð ekki aftur snúið. Neistinn var orðinn að báli.
Starfssvið
Fatasaumur Kaupmannahöfn 1919; Myndhöggvari:
Lagaheimild
Gunnfríður bjó við sjúkdómsfár í bernsku og fram á æskuár, en var gædd sterkum lífsvilja og stóð allt af sér af dugnaði og hörku. Hún tók snemma þann pól í hæðina að verða ekki ellidauð í túninu heima, heldur brjótast sjálf fram til síns hugar; nítján ára fór hún á kvennaskóla á Blönduósi og síðan í klæðskeranám á Akureyri og í Reykjavík. Og útþráin knúði hana áfram; haustið 1919 sigldi hún með Gullfossi til Kaupmannahafnar, þar sem hún vann sem fyrr að fatasaum.
Í samtali við Loft Guðmundsson segir Gunnfríður: "Já, það gerðist ýmislegt þennan fyrri vetur minn í Kapmannahöfn. Meðal annars trúlofaðist ég ungum, íslenzkum listamanni, sem hafði orðið mér samskipa út um haustið og var við nám í Kaupmannahöfn þennan vetur. Hann fór svo til Stokkhólms til náms haustið eftir, en ég sat um kyrrt við sauma í kóngsins Kaupmannahöfn þennan vetur allan og fram undir haustið. Þá hélt ég líka til Stokkhólms."
Þessi ungi íslenzki listamaður var Ásmundur Sveinsson myndhöggvari. Þau skruppu heim til Íslands sumarið 1924 og voru gefin saman í hjónaband af séra Haraldi Níelssyni.
Síðan lá leiðin aftur til Stokkhólms og þaðan til Parísar, en þegar þau stefndu skónum heim aftur, taldi útivist Gunnfríðar og Ásmundar líka tíu ár.
Þótt Gunnfríður væri listasaumakona og saumaði allt sem heiti hefur, var ekki eins og hún kúrði lon og don yfir saumaskapnum. Einhver fyrirboði felst í atburði sem varð á hennar öðru kvöldi í Kaupmannahöfn og hún lýsir svo:
"Ég var á gangi skammt frá þar sem ég hafði fengið herbergi, og stend þá allt í einu frammi fyrir hinni frægu mynd Rodins, "Borgararnir frá Calais", sem stendur þar á bletti við götuna. Vitanlega hafði ég ekki hugmynd um hvaða listaverk þetta væri, eða eftir hvern. En svo sterk áhrif hafði myndin á mig, að þarna stóð ég sem í leiðslu og starði á meistaraverkið - og þegar ég svo loks rankaði við mér, fann ég að ég hafði týnt öllum áttum og var rammvillt orðin."
Með hjálp lögregluþjóns náði Gunnfríður áttum til að komast heim þetta kvöld, en það liðu tólf ár þar til hún náði þeim áttum að leggja sjálf út á listabrautina. Í millitíðinni var hún tíður gestur á listasöfnum og sýningum og lagðist í listræn ferðalög með manni sínum, m.a. til Ítalíu og Grikklands.
Til Íslands komu þau í júlílok 1929 og fengu fyrst inni í Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi, en þar um segir Björn Th. Björnsson: "Vegna fækkunar sjúklinga hafði allmikið húsnæði losnað, og beindi dóms- og kirkjumálaráðherra, Jónas Jónsson, þangað ýmsum vegalausum lista- og vísindamönnum, svo líkara varð akademíu en opinberu húsaskjóli."
Það er í þessum húsakynnum, sem Gunnfríður nær loks áttum til listsköpunarinnar. "Hinn 18. júlí 1931, klukkan hálf tvö, kom ég inn, tók fjöl sem fyrir mér varð, lagði á hana leir og tók að gera lágmynd." Þar með varð ekki aftur snúið. Neistinn var orðinn að báli.
Gunnfríður lýsir þessu svo í samtali við Steinunni S. Briem: "Þegar ég kom heim frá útlöndum sótti að mér þunglyndi, því að ég sá, að ég hafði látið tækifærin ganga mér úr greipum alltof lengi og notað lífið vitlaust, og þá ákvað ég að byrja heldur strax en bíða eftir að ég væri búin að hálfdrepa mig, og um leið og ég var byrjuð fór mér að líða betur."
Og við Loft Guðmundsson segir Gunnfríður: "Ég gerði eina eða tvær eftirlíkingar og búið. Eftir það tók ég að móta eftir lifandi fyrirmyndum. Önnur tilraun mín varð myndin "Dreymandi drengur", sem víða hefur farið á sýningar og vakið mikla athygli. Hana hafði ég með mér til Kaupmannahafnar, ásamt mynd af Sigurjóni Péturssyni á Álafossi og Margréti skólameistarafrú á Akureyri, og þessar þrjár myndir dugðu mér til þess að ég fékk inngöngu í myndlistarháskólann, akademíuna, sem aukanemandi. Ætli ég hafi ekki verið þar þrjá eða fjóra mánuði. Það var allt mitt eiginlega myndlistarnám."
Björn Th. Björnsson segir m.a. um verk Gunnfríðar: "Það er enda sannast sagna, að þrátt fyrir kunnáttuskort og margvíslegan klunnaskap, koma fyrir í myndum Gunnfríðar svo furðulega góðir hlutir, að manni verður trúað með henni á upprunalega hæfileika."
Það stóðst nokkurn veginn á endum, að þegar þau Ásmundur höfðu reist íbúðar- og vinnustofuhús á horni Mímisvegar og Freyjugötu tók að skilja sundur með þeim. Þau slitu samvistir og skiptu húsinu með sér.
Þegar Gunnfríður er þar með að fullu orðin sjálfrar sín, færist hún fleira í fang en andlitsmyndir og skapar nú eitt sitt þekktasta verk; Landsýn, sem síðar var gjört í granít og stendur við Strandakirkju. Af öðrum verkum má nefna Landnámskonu og Biskup, Síldarstúlkurnar og Á Heimleið, sem stendur í Tjarnargarðinum. Hún tók þátt í samsýningum hér heima og erlendis.
Björn Th. Björnsson segir, að Gunnfríður hafi verið "stórgerð í sýn og lund". Steinunn S. Briem lýsir henni svo: "Hún situr á gamalli tröppu í vinnustofunni, sérkennileg kona með dökkt slétt hár skipt í miðju, brún augu sem leiftra þegar hún talar, sterkt andlit, dimma rödd. Í baksýn eru tvær háar hvítar styttur: landnámskonan og klerkur á bæn. Hún er mælsk og hefur mikið að segja, hver sagan rekur aðra án tillits til samhengis eða tímaröðunar. Hún heitir Gunnfríður Jónsdóttir og er ein hinna fáu íslenzku kvenna sem lagt hafa fyrir sig höggmyndalist."
Baldur Óskarsson segir, að haustið 1965 hafi hann unnið í hjáverkum fyrir Myndlistarskólann í Reykjavík, sem þá var til húsa í Ásmundarsal, og þá kynnzt Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara. Hún bjó í suðurparti hússins. Gunnfríður gerði boð fyrir Baldur og vildi tala við hann um Ásmund og Einar Ben.
"Hún skipaði mér við hlið sér á dívaninum og gaf mér kaffi, reri fram í gráðið, lét móðan mása, og einu sinni sýndi hún mér mynd af sér á yngri árum og hafði þá verið glæsileg. Verkum sínum hélt hún lítt fram. Hún leyfði mér þó einu sinni að skyggnast inn í vinnustofuna og kallaði mig svo til sín hálf feimnislega... Hitt skildist mér í Ásmundarsal að þar hafði ég kynnst við einmanaleikann eins og hann verður sárastur."
Björn Th. Björnsson segir m.a. um verk Gunnfríðar: "
Það er enda sannast sagna, að þrátt fyrir kunnáttuskort og margvíslegan klunnaskap, koma fyrir í myndum Gunnfríðar svo furðulega góðir hlutir, að manni verður trúað með henni á upprunalega hæfileika."
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Jón Jónsson 4. feb. 1859 - 12. okt. 1935. Bóndi í Kirkjubæ í Norðurárdal, A-Hún. 1890 og Skúfi 1920. Var á Siglunesi, Siglufirði 1930 og kona hans; Halldóra Margrét Einarsdóttir 24. jan. 1865 - 6. sept. 1957. Húsfreyja í Kirkjubæ í Norðurárdal, A-Hún. Var á Siglufirði 1930. Síðst bús. í Reykjavík.
Systkini Gunnfríðar;
1) Jónína Ingibjörg Jónsdóttir 22. júlí 1891 - 6. mars 1981. Húsfreyja á Skúfi í Norðurárdal, A-Hún. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Þóra Aðalbjörg Jónsdóttir 23. ágúst 1895 - 23. okt. 1966. Var í Kirkjubæ, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Siglunesi, Siglufirði 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Skáld frá Kirkjubæ.
3) Einara Andrea Jónsdóttir 8. feb. 1902 - 27. mars 1986. Húsfreyja á Njálsgötu 4, Reykjavík 1930. Saumakennari, síðast bús. í Reykjavík.
Maður Gunnfríðar 1924; Ásmundur Sveinsson 20. maí 1893 - 9. desember 1982. Myndhöggvari í Reykjavík.
Seinni kona Ásmundar 1949; Ingrid Håkanson Sveinsson 20. apríl 1904 - 2. apríl 1976. Síðast bús. í Reykjavík.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the associate of
Gunnfríður Jónsdóttir (1889-1968) frá Ytra-Hóli á Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the associate of
Gunnfríður Jónsdóttir (1889-1968) frá Ytra-Hóli á Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Gunnfríður Jónsdóttir (1889-1968) frá Ytra-Hóli á Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Gunnfríður Jónsdóttir (1889-1968) frá Ytra-Hóli á Skagaströnd
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 21.1.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/678008/