Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Guðrún Steindórsdóttir (1901-1999) Forsæludal
Hliðstæð nafnaform
- Guðrún Þuríður Steindórsdóttir (1901-1999) Forsæludal
- Guðrún Þuríður Steindórsdóttir Forsæludal
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
25.7.1901 - 26.2.1999
Saga
Guðrún Þuríður Steindórsdóttir 25. júlí 1901 - 26. feb. 1999. Var í Forsæludal, Undirfellssókn, Hún. 1901. Saumakona Langaskúr á Blönduósi 1933. Verkakona. Síðast bús. í Kópavogi.
Útför hennar fór fram frá Fossvogskapellu þann 8. mars 1999..
Staðir
Forsæludalur; Langiskír á Blönduósi; Kópavogur:
Réttindi
Starfssvið
Hún átti æsku- og uppvaxtarár í Vatnsdal og víðar í Húnaþingi og byrjaði ung að vinna fyrir sér sem vinnukona, m.a. á Sveinsstöðum í Þingi.
Um þrítugt flutti Guðrún tíl Reykjavíkur og starfaði þar sem vinnukona fyrstu árin. Hún eignaðist dótturina Auði Ágústsdóttur með Ólafi Ágústi Guðmundssyni frá Torfustöðum í Miðfirði. Guðrún bjó lengi í Reykjavík og hélt heimili með dóttur sinni og móður en í 34 ár var hún tíl heimilis í Kópavogi hjá Auði dóttur sinni og manni hennar, Jóhannesi Lange.
Guðrún vann yfir 20 ár hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar og vel á þriðja áratug hjá kjötvinnslunni Búrfelli en þar vann hún til 85 ára aldurs. Hún hafði gaman af því að prjóna og gerði mikið af því. Hún naut þess að ferðast um landið sitt og var fróð um það. Hún var virkur félagi í Húnvetningafélaginu í Reykjavík og heiðursfélagi þess. Hún var alla tíð bundin átthögunum sterkum böndum. Guðrún var ákveðin og föst fyrir og hélt sínu fram. Hún lifði langa og starfsama ævi og var lengst af heilsuhraust.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Hólmfríður Eggertsdóttir 14. júní 1864 - 27. maí 1959. Var á Urriðaá, Staðarbakkasókn, Hún. 1870 og 1880. Bústýra í Forsæludal, Undirfellssókn, Hún. 1901. Húsfreyja á Blönduósi 1930 og maður hennar; Steindór Sigvaldason 10. ágúst 1863 -1917. Bóndi í Forsæludal, Undirfellssókn, Hún. 1901. Keypti Bala á Blönduósi 1916.
Guðrún eignaðist 3 systkini sem ekki komust til fullorðinsára.
Barnsfaðir Guðrúnar; Ólafur Ágúst Guðmundsson 12. ágúst 1900 - 9. feb. 1951. Var á Torfustöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1901. Bifreiðarstjóri á Hvammstanga 1930. Járnsmiður á Hvammstanga.
Barn þeirra;
1) Auður Ágústsdóttir 28. apríl 1934 - 6. nóv. 2009. Húsfreyja og matráðskona í Kópavogi. Maður hennar 16.6.1957; Jóhannes Magnússon Lange 6. ágúst 1930 - 7. sept. 2018. Var á Sogabletti 9 við Sogaveg, Reykjavík 1930. Plötu-og ketilsmiður Kópavogi.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Guðrún Steindórsdóttir (1901-1999) Forsæludal
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Guðrún Steindórsdóttir (1901-1999) Forsæludal
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 14.1.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði.
Íslendingabók
Mannalát árið 1999. – Húnavaka, 1. tölublað (01.05.2000), Blaðsíða 169. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6359728