Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Guðrún Jónsdóttir (1935-2016) arkitekt frá Þingeyrum
Hliðstæð nafnaform
- Guðrún Ólafía Jónsdóttir (1935-2016) arkitekt frá Þingeyrum
- Guðrún Ólafía Jónsdóttir arkitekt frá Þingeyrum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
20.3.1935 - 2.9.2016
Saga
Guðrún Ólafía Jónsdóttir 20. mars 1935 á Blönduósi - 2. sept. 2016 á Landspítalanum við Hringbraut 2. september 2016, 81 árs að aldri.
Arkitekt í Reykjavík. Gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum.
Útför Guðrúnar fór fram í Dómkirkjunni 16. september 2016. og hófst kl. 13.
Staðir
Þingeyrar; Reykjavík:
Réttindi
Guðrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og námi í arkitektúr frá Konunglegu akademíunni í Kaupmannahöfn 1963. Eftir útskrift vann hún á teiknistofu prófessors Viggo Möller Jensen og Tyge Arnfred til 1966.
Eftir að hafa flust búferlum til Íslands, rak Guðrún teiknistofuna Höfða ásamt Stefáni Jónssyni og Knúti Jeppesen til 1979. Hún var forstöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavíkur, síðar Borgarskipulags Reykjavíkur 1980-1984. Frá 1984 rak hún TGJ Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur allt til dauðadags.
Guðrún sat í stjórn Arkitektafélags Íslands 1969-1973 og var formaður 1970-1972, hún var formaður Torfusamtakanna 1972-1979, sat í ráðgjafanefnd um menningarmál á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar 1972-1984, í framkvæmdastjórn Listahátíðar 1974-1976, í Skipulagsstjórn ríkisins 1985-1990, í Náttúruverndarráði 1993-1996 og í faghópi vegna Rammaáætlunar 1999-2003. Hún var varaborgarfulltrúi Nýs vettvangs 1990-1994 og Reykjavíkurlista 1994-2002, sat í skipulagsnefnd Reykjavíkur 1990-1998, var formaður menningarmálanefndar Reykjavíkur 1994-2002, formaður byggingarnefndar Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og formaður stjórnar Búmanna hsf. frá 1998-2015. Þá var hún virkur félagi í Zonta-klúbbi Reykjavíkur frá 1971 til dauðadags og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Zonta-regluna bæði hér heima og á erlendri grundu. Guðrún var kjörin heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands 2015.
Starfssvið
Arkitekt:
Lagaheimild
Sá um skipulagsverkefni á Blönduósi,
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Jón Sigurður Pálmason f. 29. júlí 1886 - 19. nóvember 1976. Bóndi á Þingeyrum. Verslunarstjóri á Sauðárkróki um tíma. Bóndi á Þingeyrum í Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla og kona hans; Hulda Árdís Stefánsdóttir f. 1.1.1897 – 25.3.1989 skólastjóri Kvsk á Blönduósi.
Uppeldisbróðir;
1) Þórir Jónsson 18. apríl 1922 - 14. júlí 2012. Var á Þingeyrum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Kona Þóris í nær hálfa öld var Sigríður Hanna Guðmannsdóttir f. í Reykjavík 18. júní 1932. Hún lést 8. júlí 2008. Foreldrar hennar voru Guðmann Hannesson f. 8. janúar 1912 - 25. desember 1994. Verkamaður á Grettisgötu 55 a, Reykjavík 1930. Bifreiðarstjóri í Reykjavík 1945 og Rannveig Filippusdóttir f. 6. október 1900 - 29. janúar 1953 Húsfreyja í Reykjavík 1945.
Maður hennar var Knútur Jeppesen 10. desember 1930 - 15. júní 2011 Arkitekt. Hét áður Knud Eigil Jeppesen. For: Else Marie Rigmor Jensine Jeppesen og Nikolajs Reinholt Jeppesen. K1: Ritha Jensen, barn þeirra: Andre Tim Löfgren, f. 14.2.1951 í Kaupmannahöfn. K2: Ulla Rosenvænge Jacoksen, f. 30.5.1934 í Fredericia, barn þeirra: Hanna Kejser Brinkmann, f. 5.8.1954 í Kaupmannahöfn. Knútur og Guðrún skildu skildu 1972
Börn hennar eru;
1) Hulda Sigríður Jeppesen f. 2.4.1958 kjördóttir Knúts, faðir hennar var Ómar Árnason f. 9. apríl 1936 - 11. júní 2011. Framkvæmdastjóri HÍK og síðar Félags framhaldsskólakennara. Einn af stofnendum Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga. Faðir hans; Árni Stefán Björnsson (1898-1978).
2) Anna Salka Knútsdóttir f. 8.2.1961,
3) Stefán Jón Knútsson f. 4.10.1967
4) Páll Jakob Líndal f. 14.12.1973, faðir hans var Páll Jakob Theodórsson Líndal f. 9. desember 1924 - 25. júlí 1992. Borgarlögmaður og síðar ráðuneytisstjóri í Reykjavík. Var í Bergstaðastræti 76, Reykjavík 1930. Stud. jur. í Reykjavík 1945.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Guðrún Jónsdóttir (1935-2016) arkitekt frá Þingeyrum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Guðrún Jónsdóttir (1935-2016) arkitekt frá Þingeyrum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er maki
Guðrún Jónsdóttir (1935-2016) arkitekt frá Þingeyrum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Guðrún Jónsdóttir (1935-2016) arkitekt frá Þingeyrum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Guðrún Jónsdóttir (1935-2016) arkitekt frá Þingeyrum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS-HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 17.12.2018
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Arkitektablaðið. https://ai.is/andlat-gudrun-jonsdottir-arkitekt/
mbl 16.9.2016. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1610394/?item_num=4&searchid=a92a2b3f23ae115857d114d172ebfb10ea570da1