Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Guðrún Jónsdóttir (1863-um 1920) Þingeyrum
Hliðstæð nafnaform
- Guðrún Jónsdóttir Þingeyrum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1.5.1863 - um1920
Saga
Guðrún Jónsdóttir 1. maí 1863 - um 1920. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Dó vestan hafs. [Maður hennar sagður ekkill við komuna til Ellis Island, svo hún virðist hafa látist í hafi. Fóru utan með Gullfossi 1917
Staðir
Ormsstaðir á Fljótsdal: Hólar í Hjaltadal; Þingeyrar; :
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Jón Sigurðsson 5. júlí 1834 - 7. maí 1869. Bóndi á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal. Bóndi á Ormsstöðum, Hallormsstaðarsókn, S-Múl. 1860 og kona hans 21.7.1859; Hólmfríður Jónsdóttir 3. okt. 1841 - 28. des. 1873. Húsfreyja á Ormsstöðum, Hallormsstaðarsókn, S-Múl. 1860. Húsfreyja á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal. Ljósmóðir á Fljótsdalshéraði, mest í Hróarstungu að því er segir í Ljósmæðratali 1865 til dánardags. Hún er ranglega talin látin 28.12.1874 í Ljósmæðratali.
Seinni maður Hólmfríðar 13.9.1870; Sæbjörn Egilsson 22. sept. 1837 - 11. feb. 1894. Var í Hvannstóð, Desjarmýrarsókn, N-Múl. 1845. Vinnumaður á Klyppstað, Klyppstaðarsókn, N-Múl. 1860. Bóndi á Hrafnkelsstöðum, bjó þar „bezta búi“, segir Einar prófastur.
Seinni kona Sæbjörns 19.11.1875; Hallfríður Einarsdóttir 7. mars 1849 - 5. júlí 1914. Frá Skeggjastöðum. Húsfreyja á Hrafnkelsstöðum.
Alsystkini Guðrúnar;
1) Kristrún 1859
2) Sigurður Jónsson 19. maí 1864 - 5. apríl 1932. Prestur að Þönglabakka, S-Þing. 1893-1902 og Lundi í Lundarreykjadal, Borg. 1902-1932. Prestur í Lundi, Lundarsókn, Borg. 1930. Kona hans 6.7.1894; Guðrún Metta Sveinsdóttir 14. júlí 1875 - 25. apríl 1940. Húsfreyja í Lundi, Lundarsókn, Borg. 1930.
Systkini sammæðra;
3) Magnús Sæbjörnsson 9. des. 1871 - 22. nóv. 1924. Héraðslæknir í Flatey á Breiðafirði lengst af 1903-23. Bóndi á hluta af Flatey 1906-24. Kona hans; 15.10.1900; Anna Frederikke Sæbjörnsson 21. ágúst 1869 - 1. jan. 1922. Húsfreyja í Brooklyn í New York, Bandaríkjunum og síðar í Flatey á Breiðafirði. Faðir: Niels Nielsen, f. 8.5.1829, smiður Holbæk Sjálandi í Danmörku og Maren Kirstine Nielsen, f. 10.3.1841, d. 8.10.1909. Sonur þeirra Sæbjörn (1903-1944) faðir Önnu (1928-1998) konu Rúriks Haraldssonar leikara. Bróðir Rúriks var Friðrik stofnandi Ömmubaksturs.
Fyrri maður Önnu: Niels Hansen dáinn 2.2.1899, garðyrkjumaður í Brooklyn, New York, danskrar ættar.
4) Jón Sæbjörnsson 22.1.1873 - 28.10.1873.
Maður hennar 13.6.1888. Hermann Jónasson 22. nóv. 1858 [22.10.1858] - 6. des. 1923. Skólastjóri á Hólum í Hjaltadal. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Nefndur „hinn draumspaki“ í Laxdælum. Rithöfundur. Var í Vesturheimi 1917-22.
Börn þeirra:
1) Sigríður Hermannsdóttir 19. ágúst 1889 - 29. júlí 1921. Var í Reykjavík 1910.
2) Hallgrímur Hermannsson 24. mars 1892. Var í Reykjavík 1910. Fór til Ameríku.
Almennt samhengi
Hermann Jónasson 22. nóv. 1858 [22.10.1858] - 6. des. 1923. Skólastjóri á Hólum í Hjaltadal. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Nefndur „hinn draumspaki“ í Laxdælum. Rithöfundur. Var í Vesturheimi 1917-22.
Fæddur í Víðikeri í Bárðardal 22. október 1858, dáinn 6. desember 1923. Foreldrar: Jónas Hallgrímsson (fæddur 28. janúar 1822, dáinn 13. apríl 1870) bóndi þar og kona hans Sigríður Jónsdóttir (fædd 30. október 1826, dáin 22. júlí 1894) húsmóðir.
Maki (13. júní 1888): Guðrún Jónsdóttir (fædd 1. maí 1863, dáin vestan hafs) húsmóðir. Foreldrar: Jón Sigurðsson og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir.
Börn þeirra:
1) Sigríður (1889),
2) Hallgrímur (1892).
Búfræðipróf Hólum 1884. Var síðan í Danmörku um skeið, við nám í landbúnaðarháskólanum þar í sex mánuði.
Vinnumaður og lausamaður til 1882. Skólastjóri Alþýðuskólans í Hléskógum í Höfðahverfi 1887–1888. Skólastjóri Búnaðarskólans á Hólum 1888–1896. Bóndi á Þingeyrum 1896–1905. Ráðsmaður Laugarnesspítala 1905–1910. Lagði síðan stund á ritstörf. Dvaldist í Ólafsvík og Reykjavík til skiptis 1910–1917, í Vesturheimi 1917–1922 og síðan í Reykjavík til æviloka.
Var erlendis veturinn 1903–1904, sendur af Búnaðarfélagi Íslands til þess að kynna sér meðferð á saltkjöti og leita því markaðar. Stofnandi Búnaðarritsins 1887. Yfirskoðunarmaður landsreikninganna 1906 og 1907.
Alþingismaður Húnvetninga 1900–1908 (Heimastjórnarflokkurinn).
Samdi rit um drauma og dulrúnir og greinar um búnaðarmál.
Ritstjóri: Búnaðarrit (1887–1899).
https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=248
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er barn
Guðrún Jónsdóttir (1863-um 1920) Þingeyrum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er barn
Guðrún Jónsdóttir (1863-um 1920) Þingeyrum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er maki
Guðrún Jónsdóttir (1863-um 1920) Þingeyrum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 27.11.2018
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði