Guðmundur Theodórs (1880-1972) Stórholti, Saurbæ, Dal

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Guðmundur Theodórs (1880-1972) Stórholti, Saurbæ, Dal

Hliðstæð nafnaform

  • Guðmundur Friðriksson (1880-1972)
  • Guðmundur Friðriksson Theodórs

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

11.12.1880 - 20.8.1972

Saga

Guðmundur Friðriksson Theodórs 11. desember 1880 - 20. ágúst 1972 Var á Efri-Brunná, Hvolssókn, Dal. 1890. Bóndi og hreppstjóri í Stórholti, Saurbæ, Dal. Sýslunefndarmaður.

Staðir

Efri-Brunná Dölum; Stórholt í Saurbæ

Réttindi

Starfssvið

Bóndi og hreppsstjóri:

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Arndís Guðmundsdóttir 6. janúar 1849 - 12. apríl 1928 Húsfreyja á Borðeyri og maður hennar 14.7.1874; Friðrik Theódór Ólafsson 19. apríl 1853 - 8. júní 1906 Var í Reykjavík, Gull. 1860. Verslunarstjóri og kaupmaður á Borðeyri. Verslunarstjóri á Borðeyri, Prestbakkasókn, Strand. 1901.
Systkini hans;
1) Ólafía Sigríður Theodórsdóttir 30. maí 1875 - 26. febrúar 1935 Var á Brjánslæk, Brjánslækjarsókn, V-Barð. 1880. Húsfreyja á Seyðisfirði 1930. Húsfreyja á Seyðisfirði. Maður hennar 9.7.1897; Ágúst Theódór Lárusson Blöndal 5. júlí 1871 - 2. nóvember 1940 Sýsluskrifari á Seyðisfirði 1930. Bóndi og hreppstjóri á Hlaðhamri í Hrútafirði og síðar sýsluskrifari á Seyðisfirði. Barn þeirra Arndís Baldurs (Dúfa) (1899-1990)
2) Ólafur Theodórs 8. september 1876 - 10. desember 1946 Var á Borðeyri 3, Prestbakkasókn, Strand. 1880. Var í Reykjavík 1910. Húsasmiður á Marargötu 7, Reykjavík 1930. Trésmiður í Reykjavík 1945. Kona hans; Sigríður Bergþórsdóttir Theodórs 25. ágúst 1883 - 28. maí 1959 Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Dóttir þeirra Sigríður (1923-2007) maður hennar Ludwig Siemsen kaupmaður (1920-1996) Bróðir hans var Franz (1922-1992) ræðismaður í Lübeck langafi Eyþórs Franzsonar Wechner organista á Blönduósi.
3) Páll Theódórsson 17. nóvember 1882 - 20. desember 1939 Var á Borðeyri, Prestbakkasókn, Strand. 1890. Bóndi á Sveðjustöðum, Miðfirði, V-Hún. Kona hans; Vinbjörg Ásta Jóhannsdóttir 17. ágúst 1893 - 10. janúar 1980 Húsfreyja á Sveðjustöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var að þar 1957. Síðast bús. í Ytri-Torfustaðahreppi.
4) Pétur Theódórsson Theódórs 21. nóvember 1884 - 14. maí 1951 Trésmiður og kaupfélagsstjóri á Blönduósi. Kaupfélagsstjóri í Kaupfélagshúsinu, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Ókvæntur og barnlaus.
5) Elín Theódórs 24. ágúst 1886 - 7. nóvember 1935 Var á Borðeyri, Prestbakkasókn, Strand. 1901. Húsfreyja á Blönduósi. Ekkja á Tjarnargötu 16, Reykjavík 1930. Maður hennar 1905; Skúli Jónsson 23. nóvember 1870 - 25. september 1915 Verslunarmaður á Blönduósi og Hvammstanga, verslunarstjóri á Borðeyri og síðar kaupfélagsstjóri á Blönduósi.
6) Finnbogi Theódórs Theódórsson 10. janúar 1892 - 13. febrúar 1960 Afhendingarmaður í Kaupfélagshúsinu, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Gjaldkeri í Reykjavík. M1 25.8.1934; Guðrún Þórdís Jóhannsdóttir 27. ágúst 1914 - 11. janúar 1990 Húsfreyja í Reykjavík. Var á Laugavegi 13 b, Reykjavík 1930. Fósturmóðir: Þórdís Elín Carlquist. Síðast bús. í Reykjavík. Þau skildu.
Seinni kona Finnboga 23.7.1955; Ingiríður Elísabet Sigfúsdóttir 23. nóvember 1904 - 9. október 1978 Símastúlka og leigjandi á Blönduósi 1930. Húsfreyja á Sólbakka, Hún. Síðast bús. á Seltjarnarnesi. Fyrri maður hennar; Ólafur Jónasson 28. október 1900 - 11. mars 1977 Bifreiðarstjóri Sólbakka á Blönduósi 1934-1955, Ólafshúsi 1933 og síðar í Reykjavík. Þau skildu.
7) Lára Theodórs 25. mars 1894 - 24. september 1963 Ráðskona í Kaupfélagshúsinu, Höskuldsstaðasókn, A-Hún. 1930. Ógift og barnlaus.
na hans 1903; Elínborg Pálsdóttir 22. nóvember 1881 - 15. nóvember 1929 Var á Kollsá, Prestbakkasókn, Strand. 1890. Húsfreyja í Stórholti, Saurbæjarhr., Dal. Nefnd Elenborg í Thorarens en Elínborg P. Theódórs í Almanaki. Faðir hennar; Páll Ólafsson (1850-1928) bróðir Friðriks Theódórs föður Guðmundar.
Þau hjón Guðmundur og Elinborg áttu 9 börn, 5 dóu í bernsku en
 1) Friðrik Theódór Guðmundsson Theódórs 26. janúar 1907 - 7. október 1928. Ókvæntur og barnlaus.
2) Arndís Guðmundsdóttir Theódórs 26. desember 1908 - 19. júlí 1919
3) Páldís Guðmundsdóttir Theódórs 1. júní 1910 - 6. júní 1910
4) Ingibjörg Guðmundsdóttir Theódórs 24. janúar 1914 - 18. september 1915
5) Ingibjörg Guðmundsdóttir Theódórs 7. desember 1916 - 29. júní 1990 Var í Stórholti, Staðarhólssókn, Dal. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
6) Páll Theódórs 18. maí 1919 - 26. febrúar 2010 Bóndi og hreppstjóri í Stóra-Holti i Saurbæjarhreppi, síðar afgreiðslumaður í Reykjavík. Kona hans; Guðbjörg Jónsdóttir 13. september 1921 - 12. apríl 2012 Var á Kollafjarðarnesi, Kollafjarðarnesssókn, Strand. 1930.
Systursonur Guðmundar,
Guðmundur Blöndal, verzlunarmaður hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, ólst upp hjá þeim hjónum.
Konu sína Elinborgu, hina ágætustu konu, missti Guðmundur árið 1929.
1931 kvæntist Guðmundur í annað sinn. Kona hans; Guðborg Ingimundardóttir 20. desember 1896 - 21. ágúst 1931 Húsfreyja.

Almennt samhengi

Þau hjón Guðmundur og Elinborg áttu 9 börn, 5 dóu í bernsku en Theódór, mesti efnispiltur, andaðist 18 ára. Sonur þeirra Páll býr nú stórbúi í Stórholti, en önnur systranna sem á lífi eru býr í Litla-Holti. Systursonur Guðmundar, Guðmundur Blöndal, nú verzlunarmaður hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, ólst upp hjá þeim hjónum. Konu sína Elinborgu, hina ágætustu konu, missti Guðmundur árið 1929. Ári síðar kvæntist Guðmundur í annað sinn Guðborgu Ingimundardóttur, en hún andaðist eftir eins érs sambúð.
Guðmundur byrjaði búskap með lítil efni, en stórhug og framkvæmdaþrá. Stórholt var mikil flutningsjörð og gagnsöm í ýmsa átt, en hafði verið lengi í vanrækslu. Tún kargaþýft og húd öll orðin hrörleg. Hófst Guðmundur þegar handa er þangað kom; réðst í stórfelldar túnasléttur og er þar nú alslétt og útgrætt tún, hið mesta og bezta í sýslunni. Hús öll endurreist og vel vönduð. Bústofn sinn jók Guðmundur og bætti mjög. Fóðraði fénað sinn og hirti prýðilega. Sauðfé hans varð hið arðsamasta og afurðahæst í héraði. Hann bætti og fjárstofninn með kynbótum. Þegar grannar hans sáu afleiðingar hins nýja búskaparlags fylgdu ýmsir dæmi Guðmundar, sáu að það var skaði ef fé var fóðurvana þótt það skrimti af, en hjá Guðmundi fór saman mannúðleg meðferð á skepnum og góður arður þeirra. Var Stórholtsbúið eitt hið fjárflesta í Dalasýslu um skeið. Guðmundur var hestamaður ágætur, ól upp og tamdi margan góðhestinn áður fyrr. Þótt Guðmundur inni, og hlífðist hvergi við, gerðist hann ekki maður auðugur. Bar þar margt til. Feikna kostnaður við húsagerð og jarðabætur, langvarandi heilsuleysi á heimilinu, þrotlaus gestagangur og hjálpsemi húsbænda er aldrei var eftirtalin.
Eins og sjálfsagt var tók Guðmundur þátt í og hafði oft forustu um framfaramál sveitar sinnar. Var hann lengi formaður eða stjórnarnefndarmaður Búnaðarfélags Saurbæinga. Mjög lengi í stjórn Kaupfélags Saurbæinga og nokkur ár kaupfélagsstjóri. Opinber störf hans voru þessi helzt: Hreppstjóri hátt á þriðja tug ára, sýslunefndarmaður nær tuttugu ár og er hvorttveggja enn. Hann var jarðamatsnefndarmaður Dalasýslu, er endurskoðandi Sparisjóðs Dalasýslu, hreppsnefndarmaður í fjölmörg ár, símstjóri og póstafgreiðslumaður o. fl., o. fl.

Tengdar einingar

Tengd eining

Ágúst Theódór Blöndal (1871-1940) Seyðisfirði (5.7.1871 - 2.11.1940)

Identifier of related entity

HAH03502

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Borðeyri (23.12.1846 -)

Identifier of related entity

HAH00144

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Theódór Ólafsson (1853-1906) Borðeyri (19.4.1853 - 8.6.1906)

Identifier of related entity

HAH03468

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Theódór Ólafsson (1853-1906) Borðeyri

er foreldri

Guðmundur Theodórs (1880-1972) Stórholti, Saurbæ, Dal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Elín Theódórs Theódórsdóttir (1886-1935) Kaupfélagshúsinu Blönduósi (24.8.1886 - 7.11.1935)

Identifier of related entity

HAH03206

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Elín Theódórs Theódórsdóttir (1886-1935) Kaupfélagshúsinu Blönduósi

er systkini

Guðmundur Theodórs (1880-1972) Stórholti, Saurbæ, Dal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Finnbogi Theodórsson (1892-1960) (10.1.1892 - 13.2.1960)

Identifier of related entity

HAH03419

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Finnbogi Theodórsson (1892-1960)

er systkini

Guðmundur Theodórs (1880-1972) Stórholti, Saurbæ, Dal

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH04010

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 13.8.2018

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir