Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Guðmundur Sigurðsson (1889-1960) Rútsstöðum
Hliðstæð nafnaform
- Guðmundur Sigurðsson Rútsstöðum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
28.9.1889 - 13.11.1960
Saga
Guðmundur Sigurðsson [Mundi] 28.9.1889 - 13.11.1960 í British Columbia. Var á Rútsstöðum, Auðkúlusókn, Hún. 1890. Fór til Ameríku
Staðir
Rútsstaðir; Holt í Svínadal; Brekka á Fljótsdal; Lundar Manitoba; High Prairie, Alberta; Widewater; Langley British Columbia:
Réttindi
Starfssvið
Settist hann fyrst að á Lundar, Manitoba, þar sem hann fékk atvinnu við aktýgjasmíði. Minkaræktandi Widewater, Alberta og Langley í British Columbia,
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Sigurður Árnason 18. ágúst 1857 Var í Litladal, Auðkúlusókn, Hún. 1860. Bóndi á Rútsstöðum í Svínadal í Húnaþingi, ekkill þar 1901 og kona hans 11.9.1880; Jóhanna Guðmundsdóttir 4.7.1852 - 1901
Systkini Guðmundar;
1) Árni Sigurðsson 17.6.1881 - 7.1.1883
2) Steinunn Sigurðardóttir 7. júní 1882 Hjú í Flögu, Undirfellssókn, Hún. 1901. Fór til Vesturheims 1904 frá Blöndósi, Torfalækjarhreppi, Hún. Quebec City júlí 1904.
3) Jónas Sigurðsson 27.6.1884 - 8.6.1885
4) Árni Sigurðsson 19. ágúst 1886 - 5. júlí 1958 Bóndi á Kúskerpi, útgerðarmaður og síðar verkamaður á Akri í Hrísey. Búfræðingur frá Ólafsdalsskóla. Smali á Rútstöðum, Auðkúlusókn, Hún. 1901. Útgerðarmaður í Árnahúsi, Hríseyjarsókn, Eyj. 1930.
5) Sigríður Sigurðardóttir 22. október 1886 Bústýra á Gunnfríðarstöðum, síðar bús. í Vesturheimi. Fór vestur 1913.
Sigríður og Steinunn systir hennar eru þjónustustúlkur hjá rússneska innflytjandanum Samuel Wodlinger (1866) 1916
Kona hans 1913; Sigrún [Rúna] Björnsdóttir Austmann 12.5.1889 - 23.4.1985. Fór til Vesturheims 1901 frá Stóra Steinsvaði, Hjaltastaðahreppi, N-Múl.
Synir þeirra sem allir eru giftir Kanadískum konum;
1) Magnús, býr skammt frá heimili foreldra sinna.
2) Jóhann Sigurður í Widewater, Alberta
3) Marino Valtýr í Widewater, Alberta.
4) Björn Victor býr í Lethbridge, Alberta.
5) Lawrence Gordon, er í Portland, Oregon.
Einnig lifa afa sinn 13 barnabörn.
Almennt samhengi
Tólf ára gamall missti hann móður sína. Fór hann þá til vinafólks foreldra sinna, Guðmundar og Bjargar í Holti, og dvaldist hjá þeim næstu tvö árin. Þaðan fór hann til Jónasar læknis Kristjánssonar, náfrænda síns, sem þá bjó á Brekku á Fljótsdalshéraði. Vildi Jónas mennta hann, en Mundi eirði illa innisetum miklum. Kaus heldur að vinna sig áfram á annan hátt og af eigin ramleik.
Fór hann þá, eftir tveggja ára dvöl hjá Jónasi, til Akureyrar og nam þar söðlasmíði og stundaði þá iðn þar til hann fór til Ameríku, árið 1910. Var hann þá 21 árs að aldri. Árið 1913 kvæntist hann Sigrúnu Björnsdóttur Austmann og settu þau saman bú við Lundar og bjuggu þar til ársins 1930. Seldu þau þá bú sitt og fluttust til High Prairie, Alberta. Eftir 16 ára búskap þar seldu þau aftur bú sitt og byrjuðu á minkarækt í Widewater, Alberta. Störfuðu þau að minkaræktinni þar næstu 23 árin, eða til ársins 1953, og farnaðist vel. En þá tóku þau sig enn upp og fluttust vestur til Langley í British Columbia, og héldu þar áfram minkaræktinni, þar til hann dó hinn 13. nóvember 1960.
Mundi og Rúna, eins og þau voru nefnd af vinum sínum, eignuðust fimm syni. Eru þeir nú allir fullorðnir menn og allir kvæntir hérlendum konum. Magnús, sá elzti, býr skammt frá heimili foreldra sinna. Jóhann Sigurður og Marino Valtýr eiga heima í Widewater, Alberta. Björn Victor býr í Lethbridge, Alberta. Hinn yngsti, Lawrence Gordon, er í Portland, Oregon. Einnig lifa afa sinn 13 barnabörn.
Guðmuridur sál. var maður harðduglegur, myndarlegur við hvað sem hann reyndi að gera, og smiður bæði á tré og járn. Hann var ástríkur og góður eiginmaður og faðir og sérlega greiðvikinn við hvern sem til hans leitaði. Hanri var frjálslyndur í trúarskoðunum, og bók sú, er hann mat mest allra bóka, var kvæðabók Þorsteins Erlingssonar. Kona hans, synir og tengdadætur, er voru honum sem hans eigin dætur, kenna sárs saknaðar við burtför hans, en eru jafnframt þakklát fyrir ástríka samveru við hann um svo mörg liðin ár. En það eru einnig fleiri, sem sakna Munda.
Það vottaði allfjölmennur hópur granna og vina, sem viðstaddir voru hinar síðustu kveðjur, er fóru fram frá Columbia Funeral Service í Langley.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Guðmundur Sigurðsson (1889-1960) Rútsstöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 3.10.2018
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2226873