Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Guðmundarhús borgara 1881-1887
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1881 - 1887
Saga
Á milli Skagfjörðshúss (Bjargs, en aðeins ofar og nær ánni en Friðfinnshús) og Pósthússins (Gistihúsið Glaðheimar).
Byggt haustið 1881.
Staðir
Blönduós gamlibærinn.
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Lóðarsamningur frá 15.7.1881 segir: Frá lóð kaupmanns Munchs að austan og til lóða Jóns Skagfjörðs að vestan er 10 faðmar niður undir árbakkann og er þetta breidd þeirrar verslunarlóðar sem nú er útmæld. Frá árbakkanum til suðurs, eða uppundir melbrekkuna eru 29 faðmar útmældir, en þar frá ganga aftur af árbakkanum 4 faðmar sem alfaravegur. Húslóð þess er á suðurkantinn, einnig að norðan 10 faðmar og er þá útmælt handa borgara Guðmundi Jónssyni 250 ferfaðmar.
Guðmundur var fluttur í hús sitt fyrir jól. Talsvert hefur verið lagt í þetta hús enda ætlaði Guðmundur að reka verslun í því. Ekki stóð húsið lengi, því það var rifið 1887 og flutt til Akureyrar.
Guðmundur var þó farinn áður. Kona hans var Una Gísladóttir sem Unuhús í Garðastræti var kennt við.
Guðmundur bjó í húsi sínu í fáein ár, en eftir hann bjuggu í húsinu; Jón Friðrik Friðriksson smiður frá 1884 og Níels Jóhannesson, sem er líklega sá sami og er á fiskveiðum fyrir Möller eitt sumar á erlendri skútu.
Segir frá þessu í ævisögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði sem hann skrifaði í Gimli 1911, íslensk útgáfa 1914 er til á lestu.is í rafrænuformi.
Guðmundarhús stóð aðeins nær ánni en Friðfinnshús er reis þar allnokkru síðar.
Guðmundarhús borgara 15.7.1881-1887. Lóðin var frá lóð Munch kaupmanns að austan og að lóð Jóns Skagfjörð að vestan 10 faðmar niður undir árbakkann og er þetta breidd þeirrar lóðarsem nú er útmæld. Frá árbakkanum til suðurs, eða uppundir melbrekkuna, eru 29 faðmar útmældir, en þar frá ganga aftur af árbakkanum 4 faðmar sem alfaravegur [Blöndubyggð].
Húslóð þessi er á suðurkantinn einnig að norðan 10 faðmar [16.70 m] og er þá útmælt handa Guðmundi Jónssyni 250 ferfaðmar [697 m2].
Innri uppbygging/ættfræði
1881- Guðmundur Jónsson f. 11. okt. 1851 d. 23. maí 1899, borgari, lyfsali, maki: 24. ágúst 1876; Una Gísladóttir f. 30. okt. 1854 d. 7. des. 1924, Unuhúsi Rvík (systir Maríu í Helgahúsi). Börn þeirra;
1) Skúli Sigurður (1877-1893),
2) Björg Friðrika (1879-1895),
3) María Auður (1885-1906),
4) Anna Margrét (1886)
5) Erlendur Hafsteinn (1892-1947) Unuhúsi.
1884- Jón Friðrik Friðriksson smiður, f. 15. okt. 1851, d. 7. júní 1910 drukknaði, maki 30. sept. 1878; Margrét Björnsdóttir f. 20. sept. 1850 d. 28. febr. 1926. Grund og Tjarnargarðshorni (Laugahlíð) Svarfaðardal
Börn þeirra;
1) Björn Haraldur (1878-1898). Hjá foreldrum í Tjarnargarðshorni, Tjarnarsókn, Eyj. 1880 og 1898. Var á Grund, Tjarnarsókn, Eyj. 1890. Drukknaði.
2) Soffía Jóhanna (1882-1970). Tjarnargarðshorni
3) Sigríður (1884-1977) Ólafsfirði
4) Þorvaldur (1887-1896). Var á Grund, Tjarnarsókn, Eyj. 1890.
5) Snjólaug (1891-1928). Dalvík
6) Friðrik (1894-1974). Útvegsbóndi Dalvík
Níels Frímann Jóhannesson f. 23. febr. 1851, d. 30. nóv. 1926, vinnumaður Víðidalstungu 1880 og Krossanesvík Ef 1901.
Sjómaður á erlendri skútu sem veiddi fyrir Möller.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Blö
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 14.5.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ Býlaskrá Blönduóss 1876 - 1957
Upplýsingar um lóðamörk eru fengnar frá Jóni Arasyni (1949) í Skuld.
Skilningur á staðsetningu er alfarið minn. GPJ