Guðmunda Benediktsdóttir (1888-1941)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Guðmunda Benediktsdóttir (1888-1941)

Hliðstæð nafnaform

  • Guðmunda Ágústa Benediktsdóttir (1888-1941)
  • Guðmunda Ágústa Benediktsdóttir

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

28.4.1888 - 1941

Saga

Guðmunda Ágústa Benediktsdóttir 28. apríl 1888 - 1941 Eftir lát móður sinnar var hún hjá Hafliða hreppstjóra, en í Höfn 1894-1897. Fór til Noregs.

Staðir

Efri-Skúta á Siglufirði; Höfn; Hóll; Siglunes; Noregur:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar; Margrét Bjarnadóttir 19. febrúar 1850 - 5. júlí 1890 Húsfreyja í Efri-Skútu í Siglufirði. Vinnukona í Höfn, á Hóli og á Siglunesi í Siglufirði. Var á Staðarhóli, Hvanneyrarsókn, Eyj. 1860 og maður hennar 12.10.1877; Benedikt Jónsson 31. ágúst 1848 - 4. janúar 1900 Var á Rifi, Ásmundarstaðasókn, Þing. 1855. Bjó á Hvanneyri og reisti bú í Efri-Skútu og bjó þar 1879-1886, í Stóra-Holti í Fljótum 1886-1887 og aftur í Efri-Skútu. Dó úr brjóstveiki. Var í Núpskötlu, Presthólasókn, N-Þing. 1860.
Fósturforeldrar hennar frá 2ja ára aldri; Hafliði Guðmundsson 2. desember 1852 - 12. apríl 1917 Hreppstjóri og smiður á Siglufirði og kona hans 9.4.1880; Sigríður Pálsdóttir 5. nóvember 1855 - 14. október 1932 Húsfreyja á Siglufirði. Var í Holti, Reykjavík, 1870.
Systkini hennar;
1) Jón Filippus Benediktsson 1. maí 1880 - 24. mars 1883 Var í Efri-Skútu, Hvanneyrarsókn, Eyj. 1880.
2) Sigríður Jónína Benediktsdóttir 1. febrúar 1883 - 1967 Hún fór að Víðinesi í Hjaltadal eftir lát móður sinnar og var þar til fullorðinsára. Barnsfaðir hennar var Einar Fugleseth frá Örsta í Noregi, síldveiðisjómaður. Árið 1912 fór Sigríður til Noregs, giftist þar ári síðar Petter Tobiasen Mykleburst og átti með honum tvö börn.
Svanborg Rannveig Benediktsdóttir 3. maí 1885 - 24. ágúst 1946 Húsfreyja á Siglufirði 1930. Húsfreyja á Siglufirði. Svanborg „var glaðlynd, geðgóð og stillt í fasi, fróðleiksfús og bókhneigð, ljóðelsk og söngvin“ segir í Skagf.1850-1890 IV. Maður hennar 1905; Einar Halldórsson 30. mars 1853 - 5. júní 1941 Bóndi í Háakoti í Stíflu og víðar í Fljótum, Skag. Síðar fiskmatsmaður á Siglufirði. Tómthúsmaður á Siglufirði 1912. Fyrri kona Einars 7.6.1874; Guðrún Steinsdóttir (1846-1902)
Uppeldissystkini;
1) Helgi Hafliðason 27. ágúst 1880 - 10. mars 1938 Kaupmaður og útgerðarmaður á Siglufirði. Kaupmaður á Siglufirði 1930. Kona hans; Sigríður Jónsdóttir 15. október 1883 - 8. júní 1960 Húsfreyja á Siglufirði. Var á Siglufirði 1930. Fósturbarn á Þrasastöðum í Stíflu, Skag 1890.
2) Kristín Ragnheiður Hafliðadóttir 1. október 1881 - 7. maí 1948 Húsfreyja á Siglufirði. Verzlunarkona á Siglufirði 1930. Maður hennar 1906; Halldór Jónasson 7. nóvember 1875 - 29. ágúst 1928 Var á Grísará, Akureyrarsókn, Eyj. 1880. Vinnudrengur í Vallakoti og á Breiðumýri í Reykjadal 1889-93. Flutti þá til Akureyrar. Verslunarmaður þar 1900. Hjú á Kljáströnd, Grenivíkursókn, S-Þing. 1901. Verslunarmaður og kaupmaður á Siglufirði frá 1906.
3) Guðmundur Hafliðason , kaupmaður í Siglufirði, giftur Theodóru Pálsdóttur Jónssonar Árdals skálds á Akureyri.
4) Andrjes Hafliðason verslunarmaður í Siglufirði, giftur Ingibjörgu Jónsdóttur, æltaðri af Akureyri.
5) Ólöf Andrésdóttir, gift Sophusi verslunarstjóra Björnssyni, Gunnlaugssonar Blöndal á Siglufirði. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2291715
Maður hennar 1911; Edvin J. Jakobsen kaupmanni og útgerðarmanni í Fosnavaag. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3151142
Jacobsen var í hópi hinna fyrstu Norðmanna, er komu til Siglufjarðar 1904 með hið nýja veiðitæki þeirra tíma, herpinótina. Þetta veiðarfæri olli byltingu í síldveiðinni. Aður en herpinótin kom til sögunnar voru síldveiðar takmarkaðar við veiðar í lagnet og landnætur inni á fjörðum og víkum, og reknetin voru þá lítt þekkt og reynd og þóttu misfiskin, ýmist sukku vegna ofveiði eða glötuðust, ef veður spilltust.
Þau eignuðust fjögur börn;
1) Sigrid Erdland Fædd 24. desember 1911 Dáin 12. nóvember 1993 maður hennar 12.4.1938; Otto Erdland 6.12.1907 - 25.12.1981. Eigandi „Otto Erhard Import Export“, bjuggu í Niendorf, sem er í útjaðri Hamborgar. Þau hjónin eignuðust tvær dætur og er sú eldri, Gudrun, fædd 25. september 1942. Hún er barnalæknir og rekur sína eigin lækningastofu í Völklingen í Þýskalandi. Hún er gift Heinz Wahl, sem einnig starfar við læknastofuna. Yngri dóttirin er Sólveig, fædd 12. febrúar 1946. Hún býr í Thierachern í Sviss. Maður hennar er Kurt Waser starfsmaður líftryggingafélags og eiga þau eina dóttur, Solveigu.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Björn Gunnlaugsson Blöndal (1865-1927) læknir Blönduósi 1899-1901 (19.9.1865 - 27.9.1927)

Identifier of related entity

HAH02826

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH03954

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 7.8.2018

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir