Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Guðlaug Einarsdóttir (1939)
Hliðstæð nafnaform
- Guðlaug Kristrún Einarsdóttir (1939)
- Guðlaug Kristrún Einarsdóttir
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
30.1.1939 -
Saga
Guðlaug Kristrún Einarsdóttir 30. janúar 1939 Var á Svalbarði, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Vestmannaeyjar; Kópavogur:
Staðir
Svalbarð á Blönduósi; Vestmannaeyjar; Kópavogur:
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Guðmunda Margrét Kristjánsdóttir 3. september 1915 - 10. janúar 1994 Húsfreyja á Akureyri. Nefnd Guðmundína í Mbl. og Æ.A-Hún.
Maður Guðmundu 1949; Björn Guðmundsson 27. júlí 1919 - 13. júní 2011 Vann ýmis störf, síðast verkstjóri hjá Sláturhúsi KEA. Tökubarn í Hringveri, Húsavíkursókn, S-Þing. 1930.
Fyrri maki Guðmundu; Einar Jónsson 17. apríl 1911 - 30. apríl 1981. Var á Hásteinsvegi 10, Vestmannaeyjum 1930. Sjómaður. Síðast bús. í Vestmannaeyjum. Seinni kona Einar 1952; Jónína Lilja Guðmundsdóttir 21. maí 1920 - 14. febrúar 2004 Var á Krumshólum, Borgarsókn, Mýr. 1930. Heimili: Bjargarsteinn, Stafholtstungum.
Alsystkini Guðlaugar.
1) Jón Einarsson 29. júlí 1936 - 27. desember 2012 Reykjavík
2) Hjálmar Húnfjörð Einarsson 3. nóvember 1943 - 25. febrúar 1980 Sjómaður á Bíldudal. Drukknaði, fórst með rækjubátnum Vísi frá Bíldudal. Hjálmar ólst upp í Vestmannaeyjum hjá föður sínum og stjúpu, Lilju Guðmundsdóttur úr Borgarfirði. Kona hans 1966; Margrét Guðný Einarsdóttir 9. júní 1943, frá Kaldrananesi í Mýrdal.
Í óveðrinu misstu 19 börn feður sína.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1525234
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4243760
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3420278
Systkini sammæðra;
1) Sigurbjörg Guðný Björnsdóttir, f. 3. janúar 1951, maður hennar 26.12.1971; Guðbrandi Jóhannssyni, f. 23. maí 1949, d. 20. ágúst 2005,
2) Ólöf Gunnlaug Björnsdóttir, 21. janúar 1952, maki Eyþór Sævar Jóhannsson, f. 27. mars 1944,
3) Pálmi Helgi Björnsson, f. 10. mars 1953, kvæntur Hjördísi Sigurbjörgu Hauksdóttur, f. 5. janúar 1952,
4) Magga Kristín Björnsdóttir, f. 12. febrúar 1956, gift Birni Snæbjörnsyni, f. 29. janúar 1953,
5) Birna Aðalbjörg Björnsdóttir, f. 6. janúar 1957, gift Helga Helgasyni, f. 23. september 1948,
6) Guðmundur Björnsson, f. 24. október 1959, kvæntur Rósu Knútsdóttur, f. 20. júní 1959.
Systkini samfeðra;
1) Axel Gunnar Einarsson 3. september 1952
2) Jóhann Sigurvin Einarsson 18. mars 1959
Fyrri maður Lilju 1945; Axel Sveinsson 6. júní 1912 - 9. júlí 1950 Sjómaður á Siglufirði og víðar. Var á Siglufirði 1930. Sjómaður í Vestmannaeyjum er hann lést af slysförum.
1) Ármann Guðlaugur Axelsson 5. janúar 1946
Maður Guðlaugar; Helgi Þórarinn Guðnason 4. nóvember 1937 - 30. júní 2017 Járnsmíðameistari og vélsmiður í Vestmannaeyjum og síðar í Kópavogi.
Börn þeirra;
1) Bryndís Helgadóttir 17. desember 1959 - 29. ágúst 2010 Húsfreyja, leikskólastarfsmaður og stuðningsfulltrúi í Neskaupstað. Maður hennar 25.12.1984; Jón Grétar Guðgeirsson 7. ágúst 1957
2) Guðnýju Helgadóttir, f. 2.3. 1963,
3) Lindu Björk Helgadóttir, f. 22.6. 1971.
Almennt samhengi
Mánudaginn 25. febrúar sl. gengu yfir landið óvenju hörð veðraskil. Fyrirvaralítið og á skammri stund snerist vindáttin frá landsuðri og gerði aftakaveður af útsuðri. Þrír vestfirskir rækjubátar með tveimur mönnum hver náðu ekki höfn. Tveir þeirra hurfu í ísafjarðardjúp, einn í Arnarfjörð. Sex vaskir sjómenn í blæoma lífsins voru kallaðir burt í einu vetfangi, og fleiri mannslíf tók þetta voðaveður. Það er mikill missir fyrir landið okkar en sárastur missirinn og dýpstur harmurinn þeim, sem næstir standa, eiginkonur og börn, foreldrar og systkini og aðrir ástvinir. Guð styrki þau í sorginni. Á föstudaginn langa, 4. apríl fer fram minningarathöfn í Bíldudalskirkju um sjómennina tvo, sem fórust á Arnarfirði með rækjubátnum Vísi frá Bíldudal, Pétur Valgarð Jóhannsson, Dalbraut 18, Bíldudal, eiganda bátsins og stjórnanda, og Hjálmar Húnfjörð Einarsson, Dalbraut 26, sem hér verður minnst með fáeinum orðum. Hjálmar var fæddur 3. nóvember 1943 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Einar Jónsson, sjómaður ættaður úr Vestmannaeyjum og Guðmunda Kristjánsdóttir frá Blönduósi. Faðir Hjálmars liggur nú á sjúkrahúsi í Reykjavík. Hjálmar ólst upp í Vestmannaeyjum hjá föður sínum og stjúpu, Lilju Guðmundsdóttur úr Borgarfirði. Haustið 1955 fór Hjálmar til vetrarvistar að Presthúsum í Mýrdal til Ingveldar Tómasdóttur og Guðjóns Guðmundssonar. Dvölin í Presthúsum varð lengri en einn vetur. Hér átti Hjálmar heimili sitt að mestu þar til hann kvæntist. Hin góðu hjón Ingveldur og Guðjón reyndust Hjálmari sem bestu foreldrar. Árið 1966 gekk Hjálmar að eiga eftirlifandi konu sína, Margréti Guðnýju Einarsdóttur frá Kaldrananesi í Mýrdal. Börn þeirra fjögur eru þessi: Ingveldur Lilja, f. 1966; Sverrir Halldór, f. 1969; Petrína Guðrún, f. 1978 og Klara Berglind f. 1979, yngsta barnið ekki orðið Vfe árs. Margrét átti son áður en hún giftist Hjálmari, Einar Steinsson, f. 1963. Hann hefur alist upp hjá afa sínum og ömmu í Kaldrananesi en er við menntaskólanám í Reykjavík. Hjálmar og Margrét hófu búskap í Vík, Mýrdal og bjuggu eitt ár í Kaldrananesi. Árið 1971 fóru þau til Bíldudals um skamma hríð að þau ætluðu. Svo vel féll þeim staðurinn og fólkið, að þau settust þar að og undu sérþar með agætum æ síðan. Hjónin voru samhent í besta máta, samtaka í öllu utan húss sem innan. Þau voru langt komin með að byggja sér myndarlegt steinhús að miklu leyti ein en með góðri aðstoð vina sinna á Bíldudal. Hjálmar var einstakt prúðmenni, gætinn í orðum og grandvar, hýr og hlýr í viðmóti. Hann kom sér alls staðar vel. Mikill er missir Margrétar og barnanna hennar að traustum og elskulegum eiginmanni og föður. Ómetanleg hefur þeim öllum verið og gert þeim léttbærari en ella þessa miklu raun sú dæmafáa vinátta, hlýja og hjálpsemi sem hjónin Sigríður Ágústsdóttir og Gunnar Þórðarson hafa auðsýnt. Sama er að segja um þann mikla samhug og stuðning, sem vinir þeirra aðrir á Bíldudal hafa veitt. Fyrir þetta þökkum við aðstandendur á öðru landshorni.
Halldóra og Sigurður Grafarholti.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1525234
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 31.7.2018
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði