Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Guðjón Guðmundsson (1893-1975) Saurbæ í Vesturhópi
Hliðstæð nafnaform
- Guðjón Guðmundsson Saurbæ
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
27.5.1893 - 27.7.1975
Saga
Guðjón Guðmundsson 27. maí 1893 - 27. júlí 1975 Tökubarn á Ytri-Kárastöðum, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Bóndi í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Hvammstangahreppi. Vorið 1919 festi hann kaup á jörðinni Saurbæ á Vatnsnesi og fluttist þangað með eiginkonu sinni Ragnheiði
Staðir
Kárastaðir; Saurbær í Vesturhópi:
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Guðmundur Jónsson 17. desember 1872 - 4. júlí 1899 Dóttursonur hjónanna í Gesthúsi, Reykjavík 1880. Er Guðmundsson í manntalinu 1880. Vinnumaður í Nesi, Reykjavíkursókn, Gull. 1890. Skipasmiður í Austur-Skálanesi í Vopnafirði 1897 og Barnsmóðir hans; Kristrún Jónsdóttir 21.1.1869 - 27. september 1959 Var í Auðnum, Kálfatjarnarsókn, Gull. 1870. Vinnukona í Nesi á Seltjarnarnesi 1890.
Barnsmóðir Guðjóns; Ólöf Magnúsdóttir 21. júlí 1896 - 3. nóvember 1982 Vinnukona á Ásbjarnarstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var í Sólvangi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi.
Kona hans 1914; Ragnheiður Björnsdóttir 14. maí 1890 - 8. apríl 1947 Var á Ósum, Vesturhópshólasókn, Hún. 1890. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, Hún. 1930. Tvö ár bjuggu þau á Syðri-Reykjum i Miðfirði, en síðan á Ytri Kárastöðum þar til þau fluttu að Saurbæ. Bæði voru þau frá Kárastöðum á Vatnsnesi, hún frá Mið-, hann frá Ytri Kárastöðum. Bæði voru ung að árum, ötul og starfsfús, og lágu i engu á liði sinu. Ragnheiður var hin ágætasta kona, dugnaðarforkur til verka, myndar húsfreyja, umhyggjusöm og ástrik manni sinum og börnum.
Börn þeirra;
1) Jónas Þorbergur Guðjónsson 4. nóvember 1916 - 4. desember 2004 Kennari við Laugarnesskólann í Reykjavík í 48 ár, síðast bús. í Reykjavík. Var í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Kona hans 16.5.1942; Ingibjörg Guðrún Jónheiður Björnsdóttir 20. nóvember 1918 - 28. febrúar 2014 Var í Fagranesi, Sauðárkrókssókn, Skag. 1930. Kennari í Reykjavík.
2) Björn Guðjónsson 17. maí 1919 - 27. mars 1989 Var í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Var í Saurbæ, Þverárhr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík. Sambýliskona hans 1949; Vigdís Bjarnadóttir 12. nóvember 1925 - 9. júní 2007 Var á Laugavegi 128, Reykjavík 1930. Var í Saurbæ, Þverárhr., V-Hún. 1957. Húsfreyja í Saurbæ í Þverárhreppi og síðar í Reykjavík.
3) Þorgrímur Guðmundur Guðjónsson 18. nóvember 1920 - 14. apríl 1985 Var í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húsasmíðameistari og heildsali í Reykjavík. Kona hans; Lilja Björnsdóttir 12. mars 1921 - 3. janúar 2003 Var á Neðri-Þverá, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja í Reykjavík.
4) Hólmfríður Þóra Guðjónsdóttir 11. apríl 1922 Var í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Maður hennar; Friðrik Jónsson 21. júlí 1908 - 6. nóvember 1986 Vetrarmaður í Síðumúla, Gilsbakkasókn, Mýr. 1930. Heimili: Öxnadalur, Víðidal, Hún. Bílstjóri,síðast bús. í Reykjavík.
5) Ásdís Margrét Guðjónsdóttir 11. apríl 1922 - 5. janúar 2002 Verslunarmaður, síðast bús. í Reykjavík. Var á Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, Hún. 1930. Hún fór til náms í Kvennaskólann á Blönduósi 1941-1942. Eftir að Ásdís hætti störfum hjá Eimskip hóf hún störf við saumaskap og stofnaði Klæðagerðina Elísu og Elísubúðina ásamt fleirum.
6) Gunnar Guðjónsson 7. ágúst 1925 - 12. febrúar 1995 Eftirlitsmaður. Var í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Reykjavík, bifreiðastjóri. Kona hans; Sólveig Sigurðardóttir 8. ágúst 1922 Var á Ósi, Eydalasókn, S-Múl. 1930.
7) Ólafur Guðjónsson 1. júní 1928 - 12. febrúar 1975 Síðast bús. í Reykjavík. Var í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930, bifvélavirki. Kona hans; Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir 22. júní 1926 - 28. febrúar 2018 Húsfreyja, saumakona og ræstingakona í Reykjavík. Var á Svertingsstöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930.
Samfeðra með barnsmóður;
8) Rósa Guðjónsdóttir 25. apríl 1933 - 3. maí 2006 Var í Sólvangi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. á Hvammstanga. Maður hennar; Magnús Jónsson 6. september 1933 - 15. október 2017 Var í Sólvangi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Bifreiðastjóri, póstur og verslunarstarfsmaður á Hvammstanga.
Almennt samhengi
Æskuárum hans er óþarft að lýsa. Hann óx upp í stórum systkinahópi þar sem hver og einn lagði sinn skerf til aðstoðar á heimilinu eftir sinni getu. Björn hlaut ekki aðra fræðslu en þá sem börn fengu í farskólakennslu á uppvaxtarárum hans. Hann vann öll venjuleg sveitastörf og var traustur hjálparmaður föður síns. Snemma kom í ljós að hann var afburða þrekmaður, rammur að afli og hlífði sér hvergi. Honum var einnig gefin sú fágæta dyggð að rækja öll störf í annarra þágu jafnvel og þau væru fyrirhann sjálfan.
Búsýslan færðist smám saman yfir á herðar Björns. Um 1950 tók hann við jörð og búi. Um sama leyti kom til hans ráðskona, Vigdís Bjarnadóttir. Var hún með tvö börn á sínu framfæri og reyndist Björn þeim vel. Þau eignuðust eina dóttur, Ragnheiði sem var augasteinn og yndi föður síns.
Nokkur ár liðu, en af ýmsum ástæðum seldi Björn jörð sína og bú og flutti suður árið 1963. Fyrsta árið bjó hann í Kópavogi en keyptisíðan íbúð í Karfavogi 39 og átti þar heimili upp frá því. Hér í Reykjavík vann hann lengst af sem handlangari við múrverk. Í því starfi komu bestu kostir hans í ljós, sem voru óvenjumikið vinnuþrek, verklagni og trúmennska. Hann var eftirsóttur þegar beita þurfti lagni og kröftum. Ótalin eru þau handtök sem hann gerði fyrir vini og vandamenn án þess að ætlast til launa. Kappsmál hans var alla tíð að skila eins vel unnu verki og kostur væri, kaupið skipti minna máli. Þannig var Björn, fáskiptinn en traustur til orðs og æðis.
Eins og áður sagði voru síðustuárin honum erfið. Í langvinnum veikindum reyndist Ragnheiður dóttir hans honum frábærlega vel.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 25.7.2018
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3573752