Guðrún María Teitsdóttir (1900-1992) Geitafelli Vatnsnesi

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Guðrún María Teitsdóttir (1900-1992) Geitafelli Vatnsnesi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

12.12.1900 - 17.7.1992

Saga

Sú aldraða kona, hét Guðrún María Teitsdóttir og var frá Bergsstöðum á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Þar fæddist hún á aldamótaárinu og ólst upp í stórum systkinahópi við harða lífsbaráttu og þau kröppu kjör sem tíðkuðust hjá smábændum þeirra tíma. Hún var komin af harðduglegu og vinnusömu fólki sem lét ekki deigan síga fyrr en fullreynt var. Alla sína löngu æfi var það siður hennar sjálfrar að skila sínu dagsverki þannig að sómi væri að. Náið sambýli við húsdýrin og náttúruna hefur án efa mótað skapferli hennar þegar í æsku og skerpt athyglisgáfuna. Ung taldi hún sig sjá og heyra hluti, sem öðrum var ekki gefið að nema, og sambýli við álfa og huldufólk var henni ekki síðri veruleiki en það sem gaf að líta í þessum heimi. Skömmu eftir tvítugt fór Guðrún úr foreldrahúsum og dvaldi síðan í nokkur ár hjá vinafólki sínu í Saurbæ á Vatnsnesi. Þar vann hún við almenn sveitastörf, en flutti síðar að Geitafelli í sömu sveit og þar mun hún hafa verið einyrki um nokkurra ára skeið. Breyting varð í fábreyttu lífi hennar þegar hún fluttist til Hvammstanga og tengdist fjölskyldu Björns Sigurðssonar, læknis, og konu hans Sólveigar Sigurbjörnsdóttur. Í skjóli þeirra og síðan barna þeirra hefur hún síðan verið. Sagan segir að Björn læknir hafi sótt Guðrúnu fárveika um miðja nótt út að Geitafelli og flutt í sjúkraskýlið á Hvammstanga til meðferðar. Meðan á sjúkralegunni stóð tókst mikil vinátta með henni og eldri börnum Björns. Eftir þessi veikindi gat Guðrún ekki búið ein lengur og fluttist hún þá að Höfða við Hvammstanga til Jakobínu systur sinnar. Sambandið við fjölskyldu Björns treystist, hún tók að sér ýmis verk fyrir heimilið og fluttist loks í læknisbústaðinn sem heimilismaður haustið 1942. Þegar Björn flutti svo til Keflavíkur árið 1945 fylgdi Guðrún með fjölskyldunni og bjó þar til ársins 1960 er hún fylgdi augasteininum sínum, yngri dóttur Björns, í skóla til Reykjavíkur árið 1960. Þá keypti hún sér lítið hús á Njálsgötunni og varð þá aftur einbúi. Síðustu árin bjó hún svo í lítilli íbúð við Efstaland í Reykjavík. Alveg ein var Guðrún þó aldrei, því að litla heimilið hennar varð fljótt vinsæll áningarstaður vina og vandamanna, sem leið áttu um.

Í Keflavík vann Guðrún fyrst á heimili Björns, en tók brátt að sér ýmis trúnaðarstörf á lækningastofu hans og í litlu apóteki sem læknirinn rak þar. Hún sá meðal annars um ljósböð fyrir börn, annaðist nudd, stuttbylgjumeðferð og fleira þess háttar og gaf einnig sprautur þegar á þurfti að halda. Komin um sextugt hóf hún störf í sláturhúsi hjá Sláturfélagi Suðurlands í Reykjavík og síðar vann hún við ullariðnað hjá félaginu Framtíðinni. Starfsþrekið var ekki aldeilis á þrotum þegar komið var að sjötugu, því að þá tók hún að sér að sjá um kaffi og hreingerningar í litlu fyrirtæki og sinnti því fram undir áttrætt. Kappsemi hennar og vinnuharka varð að sögn ekki alltaf til að afla henni vinsælda meðal samstarfsmanna, en réttlætistilfinning hennar var svo rík að allt annað en að leggja sig af alhug í starfið varð að skoða sem vinnusvik.
Foreldrar Guðrúnar bjuggu við mikla fátækt og oft var mjög þröngt í búi þótt heldur væri farið að rætast úr eftir að þau fluttust að Bergsstöðum árið 1897. Þegar Guðrún fæddist voru ekki aðrir fullorðnir á heimilinu en móðir hennar og 17 ára dóttir og tók hún á móti Guðrúnu með tilsögn móður sinnar. Guðrún var snemma tápmikil og þegar árin og getan leyfðu fór hún að hjálpa til við heimilisstörfin og þá einkum utanhúss en Guðrúnu féll alltaf vel að vinna útistörf enda harðdugleg og sterk svo að hún gaf karlmönnum ekki eftir. Gekk hún hiklaust í hin erfiðustu karlmannsverk og leysti þau vel af hendi. Guðrún sá að klæðnaður karla hentaði betur við útiverkin og það var því snemma sem hún braut allar hefðir í klæðaburði og klæddist karlmannsfötum við störf sín. Guðrún var á Bergsstöðum til ársins 1923 en þá réðist hún til starfa að Saurbæ á Vatnsensi og var þar til ársins 1930 er hún fluttist að Geitafelli í sömu sveit og hóf þá búskap sjálfstætt. Árið 1941 hætti hún búskap og flutti að Höfða við Hvammstanga og byggði þar hús yfir nokkrar kindur. Um þessar mundir varð Gurðún fyrir því að veikjast og þurfti að fara á sjúkrahúsið á Hvammstanga. Þá kynntist hún læknishjónunum Birni Sigurðssyni og Sólveigu Sigurbjörnsdóttur.

Staðir

Bergsstaðir til 1923 og Saurbær á Vatnsnesi til 1930 A-Hún.: Hvammstangi til 1960: Reykjavík.

Réttindi

Vinnukona:

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar; Teitur Halldórsson 26. sept. 1856 - 31. mars 1920. Bóndi á Skarði, Vatnsnesi, V-Hún. og Bergstöðum og kona hans 12.7.1886; Ingibjörg Árnadóttir 25. ágúst 1863 - 22. okt. 1957. Var á Bergstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja á Bergsstöðum.

Systkini hennar;
1) Davíð Teitsson f. 24. jan. 1881 - 27. sept. 1915,
2) Helga Marsibil Teitsdóttir 10. júní 1883 - 30. janúar 1974 Húsfreyja á Hvammstanga 1930. Var á Mellandi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi.
3) Daníel Teitsson 28. nóvember 1884 - 22. febrúar 1923 Var á Bergstöðum, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1901. Bóndi á Bergstöðum á Vatnsnesi. Kona hans 12.9.1915; Vilborg Árnadóttir 30. mars 1895 - 11. febrúar 1993 Húsfreyja á Bergstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var á Bergsstöðum, Kirkjuhvammshr., V-Hún. 1957. Húsfreyja. Síðast bús. í Hvammstangahreppi. Dætur þeirra Fanney (1913-1968) Miðhúsum og Ingibjörg (1922-2016) kona Pálma Jónssonar Lárussonar Kvæðamanns, sá sem byggði Brautarholt á Blönduósi.
4) Guðríður Anna Teitsdóttir 27. desember 1885 - 6. júlí 1968 Húsfreyja í Viðey. Síðast bús. í Reykjavík. Ekkja í Pálshúsi á Bráðræðisholti, Reykjavík 1930.
5) Sigurbjörn Teitsson 27. júlí 1887 - 9. ágúst 1975 Var í Gufunesi, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Hvammstangahreppi.
6) Hólmfríður Margrét Teitsdóttir 3. október 1888 - 17. desember 1914 Var á Skarði, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1890. Vinnukona á Akureyri 1910.
7) Einar Teitsson 21. febrúar 1890 - 25. nóvember 1932 Járn- og trésmiður á Siglufirði 1930.
8) Friðrik Teitsson 8. september 1891 - 29. september 1966 Járnsmiður í Bolungarvík 1930. Vélsmiður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Kona hans; Karítas Guðmunda Bergsdóttir 7. nóvember 1889 - 6. júní 1977 Húsfreyja í Bolungarvík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
9) Jóhannes Teitsson 2. júní 1893 - 1. nóvember 1976. Bifreiðarstjóri í Bolungarvík 1930. Verkstjóri og kennari í Bolungarvík. Húsasmíðameistari. Kona hans um 1919; Guðrún Magnúsdóttir 15. september 1884 - 2. júlí 1963 Húsfreyja í Bolungarvík 1930. Kennari og skáldkona í Bolungarvík. Fósturdóttir: Guðlaug Kristín Árnadóttir, f. 22.9.1930.
10) Karl Teitsson f 27. apríl 1905 - 12. apríl 1998. Lausamaður á Bergstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Var á Bergsstöðum, Kirkjuhvammshr., V-Hún. 1957.
11) Baldvin Teitsson 4. október 1896 - 11. febrúar 1928 Fórst í snjóflóði á Óshlíð.
12) Jakobína Kristín Teitsdóttir f. 5. mars 1903 - 1. mars 1980. Húsfreyja á Hvammstanga 1930. Var í Höfða, Kirkjuhvammshr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Kirkjuhvammshreppi.
13) Haraldur Teitsson 1. mars 1907 - 14. okt. 2001. Sjómaður á Bergstöðum, Kirkjuhvammssókn, V-Hún. 1930. Heimili: Grímstunga, Vatnsdal. Kona hans; Sigurbjörg Kristjánsdóttir 14. des. 1907 - 4. des. 1991. Bús. á Sauðadalsá, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1930, en stödd í Norðurkoti á Vatnsleysuströnd. Síðast bús. í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Guðný Eyjólfsdóttir og Kristján Eiríksson. Fyrri maður Sigurbjargar var Benedikt Karl Eggertsson 20. sept. 1903 - 7. mars 1975. Sjómaður á Sauðadalsá, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1930, en staddur í Norðurkoti á Vatnsleysuströnd. Var á Syðri-Sauðadalsá 1957.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Bergsstaðir-Torfnes Vatnsnesi ((1950))

Identifier of related entity

HAH00494

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Árnadóttir (1863-1957) Bergsstöðum á Vatnsnesi (25.8.1863 - 22.10.1957)

Identifier of related entity

HAH06650

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ingibjörg Árnadóttir (1863-1957) Bergsstöðum á Vatnsnesi

er foreldri

Guðrún María Teitsdóttir (1900-1992) Geitafelli Vatnsnesi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Haraldur Teitsson (1907-2001) Grímstungu (1.3.1907 - 14.10.2001)

Identifier of related entity

HAH04834

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Haraldur Teitsson (1907-2001) Grímstungu

er systkini

Guðrún María Teitsdóttir (1900-1992) Geitafelli Vatnsnesi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Karl Teitsson (1905-1998) Bergsstöðum á Vatnsnesi (27.4.1905 - 12.4.1998)

Identifier of related entity

HAH06645

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Karl Teitsson (1905-1998) Bergsstöðum á Vatnsnesi

er systkini

Guðrún María Teitsdóttir (1900-1992) Geitafelli Vatnsnesi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Sigurbjörn Teitsson (1887-1975) Gufunesi Hvammstanga (27.7.1887 - 9.8.1975)

Identifier of related entity

HAH06647

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Sigurbjörn Teitsson (1887-1975) Gufunesi Hvammstanga

er systkini

Guðrún María Teitsdóttir (1900-1992) Geitafelli Vatnsnesi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Pétur Teitsson (1895-1991) Bergsstöðum á Vatnsnesi (31.3.1895 - 24.8.1991)

Identifier of related entity

HAH06648

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Pétur Teitsson (1895-1991) Bergsstöðum á Vatnsnesi

er systkini

Guðrún María Teitsdóttir (1900-1992) Geitafelli Vatnsnesi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jakobína Kristín Teitsdóttir (1903-1980) Höfða Hvammstanga (5.3.1903 - 1.3.1980)

Identifier of related entity

HAH06649

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jakobína Kristín Teitsdóttir (1903-1980) Höfða Hvammstanga

er systkini

Guðrún María Teitsdóttir (1900-1992) Geitafelli Vatnsnesi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Daníelsdóttir (1922-2016) Bergstöðum (3.3.1917 - 15.8.2016)

Identifier of related entity

HAH03782

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ingibjörg Daníelsdóttir (1922-2016) Bergstöðum

is the cousin of

Guðrún María Teitsdóttir (1900-1992) Geitafelli Vatnsnesi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Geitafell á Vatnsnesi

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

stigveldi

Type of relationship

Geitafell á Vatnsnesi

er stjórnað af

Guðrún María Teitsdóttir (1900-1992) Geitafelli Vatnsnesi

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01336

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 21.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir