Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir (1934-1998) forsetfrú
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
14.8.1934 - 12.10.1998
Saga
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú lést á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum skömmu fyrir miðnætti 12. október. Hún var 64 ára gömul þegar hún lést. Guðrún Katrín hafði í rúmt ár barist við alvarlegan sjúkdóm. Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var við sjúkrabeð konu sinnar við lát hennar ásamt dætrum þeirra.
Guðrún Katrín fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1934. Guðrún Katrín ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur í skjóli móður sinnar, en föður sinn missti hún sjö ára gömul. Hún fór í Menntaskólann í Reykjavík og varð stúdent árið 1955. Á árunum 1956¬1963 starfaði Guðrún Katrín sem fulltrúi á Náttúrufræðistofnun Íslands. Frá 1965¬1973 bjó hún á Hvammstanga, í Danmörku og Svíþjóð. Hún las fornleifafræði við Gautaborgarháskóla skólaárið 1971¬1972. Eftir að Guðrún Katrín kom heim settist hún á skólabekk og nam þjóðfélagsfræði við Háskóla Íslands frá 1973¬1975.
Árið 1979 tók Guðrún Katrín við starfi framkvæmdastjóra Póstmannafélags Íslands. Starfinu gegndi hún til ársins 1988 þegar hún setti á stofn verslunina Garn gallerí við Skólavörðustíg í Reykjavík. Verslunina rak hún til ársins 1991 þegar hún tók aftur við starfi framkvæmdastjóra Póstmannafélagsins og gegndi því til ársins 1996. Um tíma var Guðrún Katrín dagskrárfulltrúi hjá Sjónvarpinu og hún var framkvæmdastjóri verkefnisins Þjóðþrif.
Guðrún Katrín sat í bæjarstjórn Seltjarnarness frá 1978¬-1994. Frá 1991 sat hún í stjórn Minja og sögu, vinafélags Þjóðminjasafns Íslands.
Guðrún Katrín bjó yfir ríkum listrænum hæfileikum og vann alla tíð mikið að sauma- og prjónaskap. Prjónauppskriftir eftir hana hafa birst í blöðum bæði heima og erlendis. Hún hafði fágaða framkomu og vakti hvarvetna aðdáun fyrir glæsileik.
Guðrún Katrín tók virkan þátt í kosningabaráttu með eiginmanni sínum Ólafi Ragnari Grímssyni þegar hann bauð sig fram til embættis forseta Íslands árið 1996. Eftir að hann var kjörinn forseti fylgdi hún honum í fjölmargar heimsóknir hér heima og erlendis.
Í september 1997 greindist Guðrún Katrín með bráðahvítblæði og gaf forseti Íslands út yfirlýsingu um veikindi hennar 17. september það ár þar sem sagði að hún myndi ekki geta gegnt starfsskyldum á opinberum vettvangi næstu mánuði. Gekk hún í gegnum erfiða sjúkdómsmeðferð um veturinn á Landspítalanum. Árangur af meðferðinni virtist í fyrstu vera góður og kom hún fram opinberlega með eiginmanni sínum á fyrri hluta þessa árs. Í júní sl. kom í ljós að sjúkdómurinn hafði tekið sig upp að nýju og hélt hún til Seattle í Bandaríkjunum 23. júní þar sem hún gekkst undir beinmergsaðgerð.
Í síðasta mánuði veiktist Guðrún Katrín alvarlega af lungnabólgu og var lögð inn á gjörgæsludeild. Hún lést skömmu fyrir miðnætti 12. október. Ólafur Ragnar Grímsson og dætur þeirra, Guðrún Tinna og Svanhildur Dalla, voru hjá henni við andlátið.
Staðir
Reykjavík: Hvammstangi: Kaupmannahöfn: Bessastaðir:
Réttindi
Forsetafrú:
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru Guðrún Símonardóttir Bech húsmóðir og Þorbergur Friðriksson skipstjóri.
Systkini Guðrúnar Katrínar eru Auður Þorbergsdóttir borgardómari, Þór Þorbergsson búfræðingur og Þorbergur Þorbergsson verkfræðingur.
Fyrri maður Guðrúnar Katrínar var Þórarinn B. Ólafsson læknir, en hann lést fyrr á þessu ári. Þau eignuðust tvær dætur, en þær eru Erla myndlistarmaður, fædd 22. september 1955 og Þóra kennari, fædd 6. júlí 1960.
Guðrún Katrín giftist Ólafi Ragnari Grímssyni 14. nóvember 1974. Þau eignuðust tvær dætur 30. ágúst 1975, tvíburana Guðrúnu Tinnu, sem lauk námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands í vor, og Svanhildi Döllu sem stundar nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er maki
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir (1934-1998) forsetfrú
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir (1934-1998) forsetfrú
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 21.5.2017
Tungumál
- íslenska