Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Guðrún Helgadóttir (1911-2005) frá Neðra-Núpi
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
27.10.1911 - 6.1.2005
History
Guðrún Helgadóttir fæddist á Neðra-Núpi í Miðfirði 27. október árið 1911. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 6. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi Jónsson frá Huppahlíð, f. 14.7. 1884, d. 2.9. 1965, og Ólöf Jónsdóttir frá Hömrum í Þverárhlíð, f. 15.2. 1880, d. 11.10. 1969.
Guðrún var þriðja í röð átta systkina. Hin voru Jóhannes Ólafur, f. 30.5. 1909, d. 21.3. 1999, kvæntur Jónu Sveinbjarnardóttur, f. 14.9. 1912; Jón, f. 11.9. 1910, d. 20.9. 2000, kvæntur Pertónellu Pétursdóttur f. 9.8. 1911, d. 22.6. 1987; Marinó, f. 4.6. 1913, d. 29.3. 1991, kvæntur Ástu Maríu Jónasdóttur, f. 18.1. 1909, d. 18.6.1967; Jóhann, f. 14.9. 1914, d. 24.11. 2001, kvæntur Jóhönnu D. Jónsdóttur f. 28.12. 1923; Ólöf, f. 30.1. 1918, gift Benedikt Sveinbjörnssyni f. 4.3. 1915, d. 29.12. 1989; Björn, f. 4.7. 1921, kvæntur Jóhönnu Hjaltadóttur, f. 17.8. 1919; og Aðalsteinn, f. 15.10. 1925, var kvæntur Signýju Þ. Óskarsdóttur f. 19.5. 1930.
Guðrún fluttist með fjölskyldu sinni að Hnausakoti árið 1921 þegar foreldrar hennar festu kaup á jörðinni. Hún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1934-35. Eftir að hún fluttist til Reykjavíkur um þrítugt starfaði hún lengst af við gólfteppagerð en síðustu starfsárin vann hún við ræstingar á Borgarspítalanum.
Útför Guðrúnar fór fram frá Háteigskirkju 19. janúar, í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Places
Neðri-Núpur í Miðfirði: Hnausakot: Kvsk á Blönduósi 1934-1935: Reykjavík:
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar voru hjónin Helgi Jónsson frá Huppahlíð, f. 14.7. 1884, d. 2.9. 1965, og Ólöf Jónsdóttir frá Hömrum í Þverárhlíð, f. 15.2. 1880, d. 11.10. 1969.
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 20.5.2017
Language(s)
- Icelandic