Guðrún Einarsdóttir (1909-1986) frá Neðri Mýrum

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Guðrún Einarsdóttir (1909-1986) frá Neðri Mýrum

Hliðstæð nafnaform

  • Guðrún Einarsdóttir frá Neðri Mýrum

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

28.2.1909 - 28.12.1986

Saga

Guðrún Einarsdóttir Vestmannaeyjum Fædd 28. febrúar 1909. Dáin 28. desember 1986 Norður í Húnavatnssýslu, austan Blöndu, liggur blómlegt hérað, Engihlíðarhreppur. Í þeirri sveit, á bænum Neðri-Mýrum, fæddist Guðrún Einarsdóttir, hinn 28. febrúar árið 1909. Hún lést í sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 28. desember sl., eftir stranga sjúkdómslegu.
Foreldrar hennar voru þau Einar Guðmundsson, bóndi á Neðri-Mýrum, og kona hans, Guðrún Margrét Hallgrímsdóttir. Þar ólst amma upp næstelst fjögurra systkina. Af þeim systkinum er nú auk hennar eldri bróðirinn, Guðmundur, látinn en hin tvö yngri, Unnur og Hallgrímur, lifa. Þau búa bæði á æskuslóðunum á Neðri-Mýrum.
Blönduós er skammt frá NeðriMýrum og í kvennaskólanum þar stundaði hún gagnfræðanám. Leið hennar lá síðan til Reykjavíkur er hún var átján ára að aldri. Fyrstu árin sem hún starfaði þar hafði hún þann hátt á að fara norður á sumrin og koma aftur að hausti til starfa í Reykjavík. Eftir að hún hóf nám og síðan fullt starf við saumaskap hjá Andrési klæðskera varð aðstaða til norðurferða erfiðari. Síðustu ár sín í Reykjavík annaðist hún heimili fröken Ingibjargar H. Bjarnason, skólastýru Kvennaskólans í Reykjavík. Sú dvöl varð henni lærdómsrík og ánægjuleg og hún minntist frk. Ingibjargar jafnan með miklum hlýhug.

Kaflaskipti urðu í lífi hennar árið 1935. Það sumar lá leið hennar til Vestmannaeyja. Þar hitti hún afa, Jóhannes Gíslason frá Eyjahólum við Hásteinsveg í Vestmannaeyjum, og örlög þeirra voru ráðin. Brúðkaup þeirra fór fram 30. ágúst ári síðar, 1936.

Ég heyrði hana sjaldan hafa orð á því, en sjálfsagt hafa viðbrigðin verið mikil að flytjast úr sveitum Húnavatnssýslu til Vestmannaeyja, þar sem aðstæður allar eru gjörólíkar. Allur þeirra búskapur eftir þetta var í Vestmannaeyjum, ef gostímabilið er frátalið. Dvölin í Reykjavík varð þó ekki lengri en brýnasta nauðsyn krafði. Út í Eyjar voru þau komin aftur í byrjun árs 1974. Hjónabandið var farsælt og samheldnin mikil. Gullbrúðkaup þeirra var orðin staðreynd hinn 30. ágúst á sl. sumri.

Á þeim árum, sem ég man fyrst eftir mér, bjuggu amma og afi enn á Kanastöðum við Hásteinsveg, þarsem búskapur þeirra hófst. Vegalengdir milli húsa í Vestmannaeyjum voru þá ekki eins langar og síðar varð. Það var ekki lengi gengið frá Kirkjubæjarbraut að Kanastöðum. Seinna, eða árið 1963, fluttu þau á Brimhólabraut 31. Börnin urðu tvö, Erna Margrét, gift Sveinbirni Hjálmarssyni í Vestmannaeyjum, og Hjálmar Þór, vélvirki hjá Ísfélaginu hf. Barnabörnin urðu sex og barnabarnabörnin fimm.

Staðir

Neðri-Mýrar í Refasveit: Kvsk Blönduósi: Reykjavík: Vestmannaeyjar 1935:

Réttindi

Klæðskeri:

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar; Einar Guðmundsson 12. febrúar 1875 - 16. janúar 1934 Bóndi og organisti á Neðri-Mýrum og kona hans 19.11.1906; Guðrún Margrét Hallgrímsdóttir 15. október 1885 - 14. september 1956 Húsfreyja á Neðri-Mýrum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja á Neðri-Mýrum.
Systkini hennar;
1) Guðmundur Mýrmann Einarsson 24. júní 1907 - 14. september 1976 Bóndi á Neðri-Mýrum. Var á Neðri-Mýrum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Kona Guðmundar 28.8.1949; Guðrún Hólmfríður Sigurðardóttir 20. júní 1915 - 18. september 2002 Var í Mánaskál, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Mánaskál, Vindhælishr., A-Hún. 1957.
2) Unnur Einarsdóttir 6. maí 1911 - 8. júní 1998 Vinnukona á sjúkrahúsinu á Blönduósi 1930. Var á Neðri Mýrum, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957.
3) Hallgrímur Mýrmann Einarsson 8. júlí 1920 - 3. apríl 1998 Var á Neðri-Mýrum, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Neðri Mýrum, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Bóndi. Síðast bús. í Engihlíðarhreppi.

Maður hennar; Jóhannes Gunnar Gíslason 14. júlí 1906 - 2. jan. 1995. Verzlunarmaður á Hásteinsvegi 20 , Vestmannaeyjum 1930. Verslunarmaður í Vestmannaeyjum.
Börn þeirra;
1) Erna Margrét Jóhannesdóttir 2. jan. 1937 - 22. maí 2017. Húsfreyja, saumakona og umboðsmaður Happdrættis Háskóla Íslands. Bús. í Vestmannaeyjum. Maður hennar; Sveinbjörn Hjálmarsson 11. sept. 1931 - 27. okt. 2016. Vélstjóri, bæjargjaldkeri og síðar útibússtjóri Skeljungs hf. í Vestmannaeyjum. Gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum.
2) Hjálmar Þór Jóhannesson 23. sept. 1940. Kona hans; Helga Katrín Sveinbjörnsdóttir 31. okt. 1943. Vestmannaeyjum, þau skildu.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Neðri-Mýrar í Refasveit ((1920))

Identifier of related entity

HAH00206

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kvennaskólinn á Blönduósi 1921-1930 (1921 - 1930)

Identifier of related entity

HAH00115 -21-30

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Kvennaskólinn á Blönduósi 1921-1930

is the associate of

Guðrún Einarsdóttir (1909-1986) frá Neðri Mýrum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Hallgrímsdóttir (1885-1956) Neðri-Mýrum (15.10.1885 - 14.9.1956)

Identifier of related entity

HAH04402

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðrún Hallgrímsdóttir (1885-1956) Neðri-Mýrum

er foreldri

Guðrún Einarsdóttir (1909-1986) frá Neðri Mýrum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Einarsson (1907-1976) Neðri-Mýrum (24.6.1907 - 14.9.1976)

Identifier of related entity

HAH04103

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Einarsson (1907-1976) Neðri-Mýrum

er systkini

Guðrún Einarsdóttir (1909-1986) frá Neðri Mýrum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Unnur Einarsdóttir (1911-1998) Neðri-Mýrum (6.5.1911 -8.6.1998)

Identifier of related entity

HAH02095

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Unnur Einarsdóttir (1911-1998) Neðri-Mýrum

er systkini

Guðrún Einarsdóttir (1909-1986) frá Neðri Mýrum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hallgrímur Einarsson (1920-1998) Neðri-Mýrum (8.7.1920 - 3.4.1998)

Identifier of related entity

HAH04751

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Hallgrímur Einarsson (1920-1998) Neðri-Mýrum

er systkini

Guðrún Einarsdóttir (1909-1986) frá Neðri Mýrum

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Anna Guðrún Guðmundsdóttir (1876-1968) Kárahlíð (9.7.1876 - 14.12.1968)

Identifier of related entity

HAH023335

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Anna Guðrún Guðmundsdóttir (1876-1968) Kárahlíð

is the cousin of

Guðrún Einarsdóttir (1909-1986) frá Neðri Mýrum

Dagsetning tengsla

1909 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Anna Jónsdóttir (1830-1916) Bollagörðum á Seltjarnarnesi. (3.3.1830 - 14.8.1916)

Identifier of related entity

HAH02361

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Anna Jónsdóttir (1830-1916) Bollagörðum á Seltjarnarnesi.

is the grandparent of

Guðrún Einarsdóttir (1909-1986) frá Neðri Mýrum

Dagsetning tengsla

1909 - ?

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01312

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 20.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir