Eva Þórsdóttir (1923-2011) frá Bakka í Svarfaðardal

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Eva Þórsdóttir (1923-2011) frá Bakka í Svarfaðardal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

10.6.1923 - 28.11.2011

Saga

Eva Þórsdóttir var fædd á Bakka í Svarfaðardal 10. júní 1923. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 28. nóvember 2011.
Eva ólst upp á Bakka, stundaði hefðbundið skólanám og var á Húsmæðraskólanum á Blönduósi.
Eva og Daníel bjuggu öll sín búskaparár í Reykjavík og nánast allan tímann í Laugarneshverfinu. Eva var fyrst og fremst húsmóðir en starfaði á ýmsum stöðum við umönnunarstörf, eldhússtörf og þrif. Eva var áhugasöm um listir og handverk og sótti fjölda námskeiða í ýmsum listgreinum. Hún sinnti einnig félagsmálum aðallega fyrir Styrktarfélag vangefinna og var einnig um tíma í kvenfélagi Laugarneskirkju.

Útför Evu fór fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. desember 2011, og hófst kl. 13.

Staðir

Bakki í Svarfaðardal: Kvsk á Blönduósi: Reykjavík

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Engilráð Sigurðardóttir, f. 1.6. 1896, d. 10.8. 1993 og Þór Vilhjálmsson, f. 13.3. 1893, d. 6.12. 1975.
Systkini Evu voru
1) Kristín, f. 1919, d. 2009,
2) Ósk, f. 1921, d. 2008,
3) Helga, f. 1927, d. 2008,
4) Rannveig, f. 1929, d. 2000,
5) Vilhjálmur, f. 1930.

Eva giftist 9.7. 1950 Daníel G. Einarssyni tæknifræðingi f. 9. júlí 1921, d. 13. ágúst 2007. Foreldrar hans voru Einar Teitsson f. 21.2. 1890, d. 25.11. 1932 og Sigríður Ingimundardóttir f. 20.4. 1896, d. 3.10. 1989.
Börn Evu og Daníels eru:
1) Kristinn Vilhjálmur, f. 16.9. 1953, tæknifræðingur, kvæntur Unni Garðarsdóttur, f. 1954. Dóttir þeirra er: a) Ásdís, f. 1990 í sambúð með Berglindi Magnúsdóttur. Dætur Unnar og fósturdætur Kristins eru: b) Fanney Egilsdóttir, f. 1975, gift Ágústi Eiríkssyni, þau eiga tvö börn, og c) Guðný Lára Egilsdóttir, f. 1978, sambýlismaður Þorbergur Bjarni Jónsson, hún á fjögur börn.
2) Sigríður Ingibjörg, f. 15.7. 1956, þroskaþjálfi, gift Þórði Róbert Guðmundssyni, f. 1950. Börn þeirra eru: a) Haukur, f. 1978, kvæntur Helenu Dögg Magnúsdóttur, þau eiga þrjú börn, b) Daníel, f. 1981, sambýliskona Sigurlaug Rúna Guðmundsdóttir og c) Eva Sólveig, f. 1986.
3) Þór Ingi, f. 4.8. 1959, myndlistarkennari, kvæntur Anneli Planman, f. 1962. Börn þeirra eru: a) Alvin Erik, f. 1988, b) Ylva Sóley, f. 1995 og c) Ívan Ólafur, f. 1996.
4) Einar, f. 19.8. 1962, kerfisstjóri, kvæntur Kristjönu Sigurðardóttur, f. 1967. Börn þeirra eru Hildur Eva, f. 2006 og Sigurður Kári f. 2009
5) Helga Sólveig, f. 4.11. 1964, d. 16.2. 1984.
Sonur Daníels er
6) Sigurberg Hraunar, f. 15.10. 1942, var kvæntur Oddrúnu Guðmundsdóttur, f. 1936, d. 2001. Börn þeirra eru: a) Guðmundur Gunnar, f. 1964, b) Kristján Daníel, f. 1966 c) Ingibjörn, f. 1967 d) Laufey, f. 1972.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01216

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 17.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir