Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Erlingur Ingvarsson (1946-2015) Hamri
Hliðstæð nafnaform
- Erlingur Bjartmar Ingvarsson (1946-2015) Hamri
- Erlingur Bjartmar Ingvarsson
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
13.4.1946 - 3.12.2015
Saga
Erlingur Bjartmar Ingvarsson fæddist á Blönduósi 13. apríl 1946. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Blönduósi, 3. desember 2015.
Erlingur ólst upp á Ásum í Langadal. Hann var með fjárbúskap á Hamri frá árinu 1965. Hann keypti Hamar árið 1970, 1976 byggði hann þar íbúðarhús og bjó þar alla sína ævi fyrir utan tvo vetur sem hann varði á höfuðborgarsvæðinu. Erlingur var með fé í 24 ár en sneri sér að skógrækt þegar þeim búskap lauk. Erlingur vann ötullega að skógrækt á Hamri og hlaut viðurkenningu frá Landssamtökum skógareigenda fyrir ötult skógræktarstarf. Erlingur hefur unnið ýmis tilfallandi störf, svo sem vinnu við sláturhús, girðingarvinnu, timburvinnslu, leikskóla og fiskvinnslu svo eitthvað sé upptalið. Erlingur vann í 16 ár á sambýli fyrir fatlaða á Blönduósi. Hann var fyrst og fremst náttúruunnandi og hafði unun af því að umgangast dýr og vera úti í náttúrunni við störf sín.
Útför Erlings fór fram í kyrrþey í Svínavatnskirkju að ósk hans 12. desember 2015.
Staðir
Ásar í Langadal; Hamar:
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Ingvar Ágústsson, f. 12.1. 1906, d. 13.10. 1996, og Sigurlaug Jósefína Sigurvaldadóttir, f. 13.11. 1914, d. 21.1. 1986. Systkini Erlings eru Sigurvaldi Óli, f. 8.3. 1935, d. 15.10. 2012, Sigmar, f. 12.9. 1936, Guðlaug, f. 26.9. 1938, Erla, f. 26.9. 1938, Hreinn, f. 15.6. 1940, d. 15.8. 2014, Hannes, f. 16.1. 1945, Hörður Viðar, f. 28.4. 1949, Guðmundur, f. 24.2. 1951, Sigurlaug, f. 20.10. 1952, og Bára, f. 1.4. 1954.
Erlingur kvæntist Guðrúnu Atladóttur, f. 9.11. 1951, þau skildu. Saman áttu þau soninn
1) Bjartmar Frey Erlingsson, f. 21.4. 1980, maki Nanna María Elfarsdótttir, f. 27.7. 1979, börn þeirra eru Sandra Björk, f. 20.7. 2008, og Tómas Pálmi, f. 1.7. 2010.
Fyrir átti Guðrún þrjú börn:
a) Rósu Vigfúsdóttur, f. 18.8. 1972, maki hennar er Sigursveinn Óskar Grétarsson, f. 14.4. 1975. Börn þeirra eru Vigfús Grétar, f. 8.2. 2014, og Sigurður Grétar, f. 2.3. 2015. Fyrir átti Rósa tvær dætur, Bergþóru Kjartansdóttur Long, f. 11.6. 1995, og Bjargeyju Kjartansdóttur Long, f. 18.1. 1998.
b) Atla Örlygsson, f. 12.12. 1970, maki hans er María Ingibjörg Kristinsdóttir, f. 10.4. 1973, saman eiga þau Guðrúnu Ölmu, f. 30.5. 2001. Fyrir átti María tvo syni, Kristin Hrannar Hjaltason, f. 23.6. 1991, og Bjartmar Frey Hjaltason, f. 23.10. 1994.
c) Írisi Kristinsdóttur, f. 21.5. 1975, maki hennar er Grettir Adolf Haraldsson, f. 29.10. 1975. Saman eiga þau tvo syni, þá Hrafn Unnar, f. 12.4. 2012, og Rökkva Örn, f. 12.4. 2012. Fyrir átti Íris þau Kristin Frey Óskarsson, f. 15.7. 1993, Emilíu Þóru Ólafsdóttur, f. 24.2. 2006, og Ólaf Styrmi Ólafsson, f. 15.4. 2008. Grettir átti áður Arnar Breka, f. 13.1. 2004.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 10.4.2018
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Íslendingabók
mbl 18.12.2015. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1579033/?item_num=1&searchid=8ed2d2b84a18466abbc3ef7bac578585cdf69010
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
Erlingur_Ingvarsson1946-2015Hamri.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg