Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Erlendur Klemensson (1922-1987) Bólstaðarhlíð
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
24.6.1922 -4.8.1987
Saga
Erlendur var fæddur í Bólstaðarhlið 24. júní 1922, sonur hjónanna Elísabetar Magnúsdóttur frá Kjartansstöðum í Skagafirði og Klemensar Guðmundssonar óðalsbónda í Bólstaðarhlíð. Þar ólst hann upp ásamt bræðrum sínum, Guðmundi og Ævari, og fósturbróður þeirra og frænda, Herbert Sigurðssyni. Uppvaxtarár þeirra munu hafa liðið við bústörfin og einhverja upplyftingu ef svo bar undir eins og títt varum börn og unglinga á þeim árum. Erlendur þótti nokkuð skapstór og óstýrilátur sem barn og unglingur en stilltist með árunum. Var fríður sýnum og framkoman einörð og geðfelld. Hafði gaman af að hreifa víni á góðum stundum og kunni vel með að fara. Hann leitaði sér ekki menntunar utan skyldunáms í barnaskóla. Gæddur var hann farsælum og hagnýtum gáfum og skrifaði fallega rithönd. Langar fjarverur frá heimaslóðum voru honum ekki að skapi. Bar órofatryggð til Bólstaðarhlíðar og sveitar sinnar. Það mun vart hafa hvarflað að honum að leita eftir öðru lífsstarfi en því sem jörðin og sveitin veitti og bjó sig undir það. Keypti hálfa Bólstaðarhlíð af föður sínum og fjölgaði skepnum. Erlendur kvæntist Þórönnu Kristjánsdóttur ættaðri úr Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 3. okt. 1947 og hófu búskap á hálflendunni það sama ár. Þeim búnaðist strax vel. Byggðu íbúðarhús og skömmu síðar hlöðu við fjárhús þar upp á túninu. Bú skapur þeirra einkenndist af varfærnu öryggi í fjármálum og snyrtimennsku úti og inni svo á orði var haft. Skepnur voru ávallt vel fóðraðar og skiluðu góðum arði enda umgengnar af alúð og nærfærni manns, sem vel kunni til verka. Erlendur var víða kunnurfyrir hestamennsku og átti alltaf góða og fallega reiðhesta. Hann tók oft galdna fola af mönnum í tamningu og mun oftar en hitt hafa tekist að gera úr þeim meðfærilega reiðskjóta. Hestamennskan var hans líf og yndi. Félagsmálum sinnti hann lítt svo mér sé kunnugt. Starfaði þó af áhuga í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps meðan heilsan entist. Hann hafði sterka og bjarta tenórrödd. Þau eignuðust tvo syni, Kolbein, sem nú er bóndi í Bólstaðarhlíð, kvæntur Sólveigu Friðriksdóttur frá Laugahvammi í Skagafirði, og Kjartan, bifvélavirkja á Sauðárkróki, kvæntur Stefaníu Stefánsdóttur frá Skriðu í Breiðdal. Erlendur og Þóranna slitu samvistir 1967 og fengu sonum sínum jörðina og búið í hendur.
Staðir
Bólstaðarhlíð A-Hún.
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Bóndi
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Klemenz Guðmundsson 14. mars 1892 - 8. júní 1986 Bóndi í Bólstaðarhlíð, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Bóndi, póstafgreiðslumaður, símstöðvarstjóri og kennari í Bólstaðarhlíð. Var á Botnastöðum, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957 og kona hans 17.6.1916; Elísabet Magnúsdóttir 27. apríl 1891 - 3. apríl 1964 Húsfreyja í Bólstaðarhlíð, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Húsfreyja í Bólstaðarhlíð, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1922.
Bræður hans;
1) Guðmundur Klemensson 9. janúar 1918 - 25. janúar 1926
3) Guðmundur Magnús Klemenzson 18. febrúar 1927 - 24. desember 1998 Var í Bólstaðarhlíð, Bergstaðasókn, A-Hún. 1930. Kennari í Húnaveri í Bólstaðarhlíð og Varmahlíð í Skagafirði. Var í Bólstaðarhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Bólstaðarhlíðarhreppi 1994. Ógiftur barnlaus.
4) Magnús Ævar Klemensson 28. apríl 1930 - 13. febrúar 2000 af slysförum. Var í Bólstaðarhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Dalvík. Kona hans 26.12.1954; Jónína Jónsdóttir 29. desember 1932 Var í Bólstaðarhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957.
Uppeldisbróðir
5) Herbert Sigurðsson 13. jan. 1921 - 5. feb. 2002. Fósturbarn í Bólstaðahlíð, Bergsstaðasókn, Hún. 1930. Húsasmíðasmeistari í Reykjavík.
Kona hans 23.10.1947; Kristjánsdóttir 23. okt. 1926 - 14. jan. 2008. Var á Lýtingsstöðum, Mælifellssókn, Skag. 1930. Var í Bólstaðarhlíð, Bólstaðarhlíðarhr., A-Hún. 1957. Verkakona og sjúkrahússtarfsmaður á Sauðárkróki.
Börn þeirra;
1) Kolbeinn, f. 2.6. 1948, kvæntur Sólveigu Friðriksdóttur, f. 5.1. 1952. Börn þeirra: a) Erlendur Ingi, f. 28.6. 1970, unnusta Christine Weinert, f. 21.11. 1982. b) Einar, f. 5.9. 1973, kvæntur Hafdísi Vilhjálmsdóttur, f. 18.3. 1972. Börn þeirra Atli, Alma og Dögun.
2) Kjartan, f. 9.9. 1949, kvæntur Stefaníu Ósk Stefánsdóttur, f. 31.12. 1952. Börn þeirra: a) Arnar, f. 15.4. 1971, unnusta Sólveig Olga Sigurðardóttir, f. 31.12. 1973. Dóttir þeirra Katrín Sif. Sonur Arnars frá fyrra sambandi er Orri, dóttir Sólveigar frá fyrra sambandi Sunna Líf. b) Vignir, f. 10.3. 1976, unnusta Áslaug Helga Jóhannsdóttir, f. 9.1. 1975, börn þeirra Víkingur Ævar og Vigdís Kolka. c) Elísabet, f. 25.8. 1980, gift Páli Hlífari Bragasyni, f. 15.8. 1975. Synir þeirra Styrmir og Hrannar, sonur Páls frá fyrra sambandi Kristján Már.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Erlendur Klemensson (1922-1987) Bólstaðarhlíð
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Erlendur Klemensson (1922-1987) Bólstaðarhlíð
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Erlendur Klemensson (1922-1987) Bólstaðarhlíð
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er maki
Erlendur Klemensson (1922-1987) Bólstaðarhlíð
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Erlendur Klemensson (1922-1987) Bólstaðarhlíð
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 17.5.2017
Tungumál
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
mbl 23.8.1987. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/6499/?item_num=0&searchid=961b050ef334d9bd378b444415ecadbd66fd7fd2
Húnavaka 1988 bls. 221.