Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Elísabet Hafliðadóttir (1903-1979) Brúarlandi Blönduósi
Parallel form(s) of name
- Guðríður Elísabet Hafliðadóttir (1903-1979) Brúarlandi Blönduósi
- Guðríður Elísabet Hafliðadóttir Brúarlandi Blönduósi
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
5.8.1903 - 25.9.1979
History
Guðríður Elísabet Hafliðadóttir 5. ágúst 1903 - 25. september 1979 Var á Núpi, Hofssókn, A-Hún. 1930. Fósturforeldrar Jón Guðmundsson (1877-1959) og Sigurlaug Halla Guðmundsdóttir (1876-1963). Var á Núpi, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Brúarlandi Blönduósi 1976. Nefnd Elísabet Guðríður í Hún.
Þann 25. september 1979 andaðist hún á Héraðshælinu á Blönduósi,
Elísabet Hafliðadóttir var jarðsett á Höskuldsstöðum 6. október 1979.
Places
Neðra-Núpi Efri-Núpssókn; Núpur á Laxárdal fremri; Bræðraborg á Blönduósi; Brúarland:
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar; Ingibjörg Guðmundsdóttir 23.5.1866 - 10. mars 1905 Var á Ytri-Kárastöðum, Kirkjuhvammssókn, Hún. 1870. Dóttir hans í Valdarásseli, Víðidalstungusókn, Hún. 1880. Bústýra í Fosskoti, Efra-Núpssókn, Hún. 1890. Húsfreyja í Neðri-Núpi, Efri-Núpssókn, Hún. 1901. Lést af barnsförum og maður hennar 28.8.1898; Hafliði Guðmundur Jónasson 6. nóvember 1866 Var í Neðrinúpi, Efrinúpssókn, Hún. 1870. Bóndi þar 1901.
Systkini Elísabetar;
1) Pálína Ragnhildur Hafliðadóttir 26. júlí 1900 - 25. janúar 1980 Verkakona á Nýlendugötu 19 a, Reykjavík 1930. Var í Neðri-Núpi, Efri-Núpssókn, Hún. 1901. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Guðmundur Salómon Hafliðason 10. janúar 1902 - 20. mars 1987 trésmiður Ísafirði, síðast bús. í Reykjavík. Fósturforeldrar hans; Jón Jónsson (1855-1950) og kona hans; Ólöf Jónasdóttir (1862-1943) Torfustöðum. Kona Salómons; Sigurbjörg Helga Sigurvinsdóttir 4. október 1902 - 3. júní 1995 .
Maður hennar; Jón Sigurðsson 24. júní 1911 - 20. september 1990 Var í Mánaskál, Hofssókn, A-Hún. 1930. Smiður á Brúarlandi á Blönduósi. Þau barnlaus.
General context
Er hún var eins árs gömul missti hún móður sína og tveggja ára var henni komið í fóstur til móðurbróður síns Jóns Guðmundssonar bónda á Núpi á Laxárdal og konu hans Sigurlaugar Höllu Guðmundsdóttur. Hjá þessum ágætis hjónum ólst Elísabet upp ásamt einkasyni þeirra, Þorvaldi Laxdal er var nokkru yngri en Elísabet.
Þá tóku þau hjón á Núpi barn í fóstur á fyrsta ári er ólst upp þar til fullorðins ára, Jökul Sigtryggsson fæddan 1926.
Árið 1957 flutti Jökull Sigtryggsson fóstursonur þeirra hjóna til þeirra með konu sína Valgerði Kristjánsdóttur frá Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði ásamt börnum þeirra og hófu þau búskap á Núpi, reistu hús og ræktuðu landið.
Þá var það árið 1964 á framanverðu ári að Elísabet Hafliðadóttir flutti frá Núpi til Blönduóss. Mátti segja að hún stæði nú á krossgötum æfi sinnar. Um þessar mundir var búsettur á Blönduósi gamall og góður nágranni Elísabetar. Þetta var Jón Sigurðsson, smiður frá Mánaskál. Var nokkuð jafnt á með þeim komið, bæði höfðu þau verið stoð og stytta síns heimilis, hún innanhúss á Núpi, hann í búskapnum og rafvæðingu á Mánaskál. Hann átti íbúð í Bræðraborg á Blönduósi. Bæði voru þau einfarar á lífsæfi sinni. Nú mættust þessir sveitungar og settu saman heimili sem var þeim til gæfu og skapaði þeim betri lífshagi.
Eftir níu vetra dvöl fluttu þau inn fyrir á, að Brúarlandi og bjuggu þar í fjóra vetur. Gerði Jón húsi þessu mikið til góða og ræktaði blettinn. Þá saumaði Elísabet mikið út, eins og það er orðað. Var mikil húsmóðir, guðhrædd og vel hugsandi kona og gerði mörgum gott. Þessi búskaparár þeirra Elísabetar Hafliðadóttur og Jóns Sigurðssonar voru þeim til blessunar og velferðar í lífi þeirra. Elísabet Hafliðadóttir var jarðsett á Höskuldsstöðum 6. október 1979.
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the sibling of
Elísabet Hafliðadóttir (1903-1979) Brúarlandi Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is controlled by
Elísabet Hafliðadóttir (1903-1979) Brúarlandi Blönduósi
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 25.10.2018
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði
Húnavaka, 1. tölublað (01.05.1980), Blaðsíða 150. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6346789