Elín Sigríður Jakobsdóttir (1914-2004) frá Litla Ósi

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Elín Sigríður Jakobsdóttir (1914-2004) frá Litla Ósi

Hliðstæð nafnaform

  • Elín Sigríður Jakobsdóttir (1914-2004) frá Litla Ósi

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

21.1.1914 - 31.8.2004

Saga

Elín Sigríður Jakobsdóttir fæddist á Litla-Ósi í Miðfirði V-Hún. 21. jan. 1914. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jakob Þórðarson, bóndi á Litla-Ósi og víðar í Miðfirði, f. 3. 11. 1860, d. 16. apr. 1924 og Helga Guðmundsdóttir, f. 13.12. 1877, d. 6.3. 1958. Systkini Elínar voru: Jónatan skólastjóri í Fljótshlíð, f. 1907, d. 1996, Marinó bóndi á Skáney í Borgarfirði, f. 1908, d. 1989, Guðrún húsmóðir í Hafnarfirði, f. 1910, d. 1974, Þuríður, f. 1912, d. 1914, Þuríður húsmóðir í Reykjavík, f. 1919, d. 1997, og Benedikt verslunarmaður í Reykjavík, f. 1920, d. 2000.
Elín giftist 7. des. 1940 Halldóri Guðjónssyni, skólastjóra í Vestmannaeyjum, f. 30.4. 1895, d. 30. jan. 1997. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Guðnason og Halldóra Halldórsdóttir, Smádalakoti í Flóa, Árn. Börn Elínar og Halldórs eru: 1) Ragnar Ingi tækniteiknari, f. 17. jan. 1941, d. 8. nóv. 1995, kvæntur Åse M. Sandal, f. 1942, í Noregi, þeirra börn, búsett í Noregi: a) Torbjørg Elín kennari, f. 1963, gift Dag Sverre Ekkje, börn þeirra Ina og Sigurd, og b) Halldór Ingi framkvæmdastjóri, f. 1965, kvæntur Anne Halldorsson, börn þeirra Sigrid, Øysten og Solveig. Ragnar og Åse skildu. Síðar eignaðist Ragnar börnin c) Lilju Dís, f. 1985 og d) Bjartmar, f. 1987 með Stellu Eiríksdóttur, f. 1960. 2) Halldóra Margrét námsráðgjafi, f. 15.12. 1942, gift Heiðari Þ. Hallgrímssyni, verkfr., f. 1939. Þeirra börn: a) Heiðrún Gréta, fiðluleikari, f. 1969, búsett í Þýskalandi, gift Wolfgang Dreier, barn þeirra, Kristjana, f. 2002, b) Þorkell líffræðingur, f. 1970, sambýliskona Arngerður Jónsdóttir, barn þeirra, Jón Heiðar, f. 2002, og c) Elín Hrund, f. 1977, viðskiptafræðingur á sviði ferðamála, búsett á Spáni, sambýlismaður Angel Martín Bernal.
Eftir fráfall föður hennar fluttist Elín til Ingibjargar móðursystur sinnar, húsfreyju á Aðalbreið í Austurárdal í Miðfirði, en 16 ára gömul fór hún með móður sinni og yngsta bróður til Reykjavíkur. Hún lærði matargerð hjá frú Ólsen í Garðastræti 9, en þar var bæði rekin gistiaðstaða og mötuneyti. Síðar vann hún m.a. í danska sendiráðinu. Árið 1938 fluttist Elín til Vestmannaeyja, en þá hafði hún kynnst mannsefni sínu, Halldóri Guðjónssyni skólastjóra. Þar bjuggu þau Halldór í sautján ár og þar fæddust börn þeirra. Er Halldór fór á eftirlaun árið 1955 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Hóf Elín þá störf við verslun. Fyrst vann hún í Birkiturni við Birkimel, þá lengi í versluninni Liverpool á Laugavegi. Síðustu árin vann hún við matargerð í Vörðuskóla, en hætti störfum utan heimilis um sjötugt.
Útför Elínar verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Staðir

Litli-Ós og Aðalbreið í Miðfirði: Reykjavík: Vestmannaeyjum:

Réttindi

Starfssvið

Matreiðslumaðuur

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01193

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 17.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir