Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Elín Jakobsdóttir (1914-2004) frá Litla Ósi
Parallel form(s) of name
- Elín Sigríður Jakobsdóttir (1914-2004) frá Litla Ósi
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
21.1.1914 - 31.8.2004
History
Elín Sigríður Jakobsdóttir fæddist á Litla-Ósi í Miðfirði V-Hún. 21. jan. 1914.
Eftir fráfall föður hennar fluttist Elín til Ingibjargar móðursystur sinnar, húsfreyju á Aðalbreið í Austurárdal í Miðfirði, en 16 ára gömul fór hún með móður sinni og yngsta bróður til Reykjavíkur. Árið 1938 fluttist Elín til Vestmannaeyja, en þá hafði hún kynnst mannsefni sínu, Halldóri Guðjónssyni skólastjóra. Þar bjuggu þau Halldór í sautján ár og þar fæddust börn þeirra. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 31. ágúst 2004. Útför Elínar verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Places
Litli-Ós og Aðalbreið í Miðfirði: Reykjavík: Vestmannaeyjum:
Legal status
Hún lærði matargerð hjá frú Ólsen í Garðastræti 9, en þar var bæði rekin gistiaðstaða og mötuneyti. Síðar vann hún m.a. í danska sendiráðinu.
Functions, occupations and activities
Er Halldór fór á eftirlaun árið 1955 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Hóf Elín þá störf við verslun. Fyrst vann hún í Birkiturni við Birkimel, þá lengi í versluninni Liverpool á Laugavegi. Síðustu árin vann hún við matargerð í Vörðuskóla, en hætti störfum utan heimilis um sjötugt.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar voru hjónin Jakob Þórðarson, bóndi á Litla-Ósi og víðar í Miðfirði, f. 3. 11. 1860, d. 16. apr. 1924 og Helga Guðmundsdóttir, f. 13.12. 1877, d. 6.3. 1958.
Systkini Elínar voru:
1) Jónatan skólastjóri í Fljótshlíð, f. 1907, d. 1996,
2) Marinó bóndi á Skáney í Borgarfirði, f. 1908, d. 1989,
3) Guðrún húsmóðir í Hafnarfirði, f. 1910, d. 1974,
4) Þuríður, f. 1912, d. 1914, Þuríður húsmóðir í Reykjavík, f. 1919, d. 1997,
5) Benedikt verslunarmaður í Reykjavík, f. 1920, d. 2000.
Elín giftist 7. des. 1940 Halldóri Guðjónssyni, skólastjóra í Vestmannaeyjum, f. 30.4. 1895, d. 30. jan. 1997. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Guðnason og Halldóra Halldórsdóttir, Smádalakoti í Flóa, Árn.
Börn Elínar og Halldórs eru:
1) Ragnar Ingi tækniteiknari, f. 17. jan. 1941, d. 8. nóv. 1995, kvæntur Åse M. Sandal, f. 1942, í Noregi, þeirra börn, búsett í Noregi: a) Torbjørg Elín kennari, f. 1963, gift Dag Sverre Ekkje, börn þeirra Ina og Sigurd, og b) Halldór Ingi framkvæmdastjóri, f. 1965, kvæntur Anne Halldorsson, börn þeirra Sigrid, Øysten og Solveig. Ragnar og Åse skildu. Síðar eignaðist Ragnar börnin c) Lilju Dís, f. 1985 og d) Bjartmar, f. 1987 með Stellu Eiríksdóttur, f. 1960.
2) Halldóra Margrét námsráðgjafi, f. 15.12. 1942, gift Heiðari Þ. Hallgrímssyni, verkfr., f. 1939. Þeirra börn: a) Heiðrún Gréta, fiðluleikari, f. 1969, búsett í Þýskalandi, gift Wolfgang Dreier, barn þeirra, Kristjana, f. 2002, b) Þorkell líffræðingur, f. 1970, sambýliskona Arngerður Jónsdóttir, barn þeirra, Jón Heiðar, f. 2002, og c) Elín Hrund, f. 1977, viðskiptafræðingur á sviði ferðamála, búsett á Spáni, sambýlismaður Angel Martín Bernal.
General context
Relationships area
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 17.5.2017
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
®GPJ ættfræði 17.9.2022
Íslendingabók
mbl 7.9.2004. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/817323/?item_num=0&searchid=8a83a15e131da7907c76863831d4038b0ebbc2ff
Maintenance notes
Digital object metadata
Access
Filename
Eln_Jakobsdttir1914-2004_frLitla___si.jpg
Latitude
Longitude
Media type
Image
Mime-type
image/jpeg