Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Elín Aradóttir (1918-2000)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
3.11.1918 - 25.10.2000
Saga
Elín Aradóttir fæddist að Grýtubakka í Höfðahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu hinn 3. nóvember 1918. Hún varð bráðkvödd á ferðalagi innanlands hinn 25. október 2000. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Árnadóttir frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði, f. 18. september 1896, d. 27. apríl 1941, og Ari Bjarnason á Grýtubakka, f. 24. ágúst 1893, d. 11. mars 1965. Þau Sigríður og Ari bjuggu allan sinn búskap á Grýtubakka og eignuðust sjö börn, af þeim var Elín elst; þá kom Bjarni, f. 3.7. 1921; síðan Árni, f. 6. 9. 1923, d. 17.7. 1999; næst er Arnbjörg, f. 22.9. 1925; þá Steingrímur, f. 7.11. 1927; síðan Snjólaug, f. 25.9. 1929; og yngstur er Guðmundur, f. 11.12. 1935.
Elín giftist 29. júní 1940 Teiti Björnssyni, f. 14.10. 1915, d. 26.10. 1998. Foreldrar hans voru hjónin Björn Sigtryggsson bóndi á Brún í Reykjadal og kona hans Elín Tómasdóttir. Börn Elínar og Teits eru sex: 1) Björn, f. 11.10. 1941, skólameistari á Ísafirði, maki Anna G. Thorarensen. 2) Ari, f. 13.3. 1943, búnaðarráðunautur og formaður Bændasamtaka Íslands, Hrísum, Reykjadal, maki Elín Magnúsdóttir, börn þeirra: a) Elín, sambýlismaður Ingvar Björnsson; b) Magnús, sambýliskona Elísabet Eik Guðmundsdóttir; c) Teitur. 3) Sigríður, f. 6.2. 1946, sérkennari, Kópavogi, maki Eggert Hauksson, börn þeirra: a) Elín; b) Haukur; c) Lára Bryndís. 4) Erlingur, f. 6.2. 1946, bóndi, Brún, maki Sigurlaug Laufey Svavarsdóttir, barn þeirra: a) Teitur. 5) Helga, f. 8.8. 1947, kennari og garðyrkjubóndi, Högnastöðum í Hrunamannahreppi, maki Jón Hermannsson, dætur þeirra: a) Katrín, gift Magnúsi Má Þórðarsyni, þau eiga dótturina Sögu; b) Elín Una, sambýlismaður Óskar Hafsteinn Óskarsson; c) Edda. 6) Ingvar, f. 2.2. 1951, læknir, Akureyri, maki Helen Margaret f. Barrett, börn þeirra: a) Þóra; b) Teitur.
Elín Aradóttir stundaði nám í húsmæðraskólanum á Laugum í Þingeyjarsýslu 1938-39. Hún bjó með manni sínum á Brún í Reykjadal 1940-43, í Saltvík í Reykjahreppi 1943-51, og síðan aftur á Brún uns Teitur lést. Síðustu tvö árin bjó hún ein í húsi sínu á Brún. Elín var formaður Kvenfélags Reykdæla frá 1956, alls í 18 ár, og formaður orlofsnefndar húsmæðra í Suður-Þingeyjarsýslu 1962-72. Einnig var hún um skeið formaður skólanefndar Húsmæðraskólans á Laugum og formaður Styrktarfélags aldraðra í Þingeyjarsýslu. Í 20-30 ár var hún í stjórn Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga. Hún var formaður Sambands norðlenskra kvenna 1976-90. Elín hlaut á nýársdag 1986 riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir félagsmálastörf.
Útför Elínar Aradóttur fer fram frá Einarsstaðakirkju í Reykjadal í dag, laugardag 4. nóvember 2000,
og hefst athöfnin kl. 14.
Staðir
Brún í Reykjadal S-Þing: Saltvík:
Réttindi
Húsmæðraskóli
Starfssvið
Bóndi
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 16.05.2017
Tungumál
Leturgerð(ir)
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
El__n_Aradttir1918-2000Brn____Reykjadal.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg