Elín Aradóttir (1918-2000) Brún í Reykjadal

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Elín Aradóttir (1918-2000) Brún í Reykjadal

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

3.11.1918 - 25.10.2000

History

Elín Aradóttir fæddist að Grýtubakka í Höfðahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu hinn 3. nóvember 1918.
Hún bjó með manni sínum á Brún í Reykjadal 1940-43, í Saltvík í Reykjahreppi 1943-51, og síðan aftur á Brún uns Teitur lést. Síðustu tvö árin bjó hún ein í húsi sínu á Brún.
Hún varð bráðkvödd á ferðalagi innanlands hinn 25. október 2000. Útför Elínar Aradóttur fer fram frá Einarsstaðakirkju í Reykjadal í dag, laugardag 4. nóvember 2000, og hefst athöfnin kl. 14.

Places

Brún í Reykjadal S-Þing: Saltvík:

Legal status

Elín Aradóttir stundaði nám í húsmæðraskólanum á Laugum í Þingeyjarsýslu 1938-39.

Functions, occupations and activities

Bóndi

Mandates/sources of authority

Elín var formaður Kvenfélags Reykdæla frá 1956, alls í 18 ár, og formaður orlofsnefndar húsmæðra í Suður-Þingeyjarsýslu 1962-72. Einnig var hún um skeið formaður skólanefndar Húsmæðraskólans á Laugum og formaður Styrktarfélags aldraðra í Þingeyjarsýslu. Í 20-30 ár var hún í stjórn Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga. Hún var formaður Sambands norðlenskra kvenna 1976-90. Elín hlaut á nýársdag 1986 riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir félagsmálastörf

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Árnadóttir frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði, f. 18. september 1896, d. 27. apríl 1941, og Ari Bjarnason á Grýtubakka, f. 24. ágúst 1893, d. 11. mars 1965. Þau Sigríður og Ari bjuggu allan sinn búskap á Grýtubakka og eignuðust sjö börn, af þeim var Elín elst;
1) Bjarni, f. 3.7. 1921;
2) Árni, f. 6. 9. 1923, d. 17.7. 1999;
3) Arnbjörg, f. 22.9. 1925;
4) Steingrímur, f. 7.11. 1927;
5) Snjólaug, f. 25.9. 1929;
6) Guðmundur, f. 11.12. 1935.

Elín giftist 29. júní 1940 Teiti Björnssyni, f. 14.10. 1915, d. 26.10. 1998. Foreldrar hans voru hjónin Björn Sigtryggsson bóndi á Brún í Reykjadal og kona hans Elín Tómasdóttir. Börn Elínar og Teits eru sex:
1) Björn, f. 11.10. 1941, skólameistari á Ísafirði, maki Anna G. Thorarensen.
2) Ari, f. 13.3. 1943, búnaðarráðunautur og formaður Bændasamtaka Íslands, Hrísum, Reykjadal, maki Elín Magnúsdóttir, börn þeirra: a) Elín, sambýlismaður Ingvar Björnsson; b) Magnús, sambýliskona Elísabet Eik Guðmundsdóttir; c) Teitur.
3) Sigríður, f. 6.2. 1946, sérkennari, Kópavogi, maki Eggert Hauksson, börn þeirra: a) Elín; b) Haukur; c) Lára Bryndís.
4) Erlingur, f. 6.2. 1946, bóndi, Brún, maki Sigurlaug Laufey Svavarsdóttir, barn þeirra: a) Teitur.
5) Helga, f. 8.8. 1947, kennari og garðyrkjubóndi, Högnastöðum í Hrunamannahreppi, maki Jón Hermannsson, dætur þeirra: a) Katrín, gift Magnúsi Má Þórðarsyni, þau eiga dótturina Sögu; b) Elín Una, sambýlismaður Óskar Hafsteinn Óskarsson; c) Edda. 6) Ingvar, f. 2.2. 1951, læknir, Akureyri, maki Helen Margaret f. Barrett, börn þeirra: a) Þóra; b) Teitur.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01189

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 16.05.2017

Language(s)

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places