Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Eggert Gilfer Guðmundsson (1892-1960) skákmeistari
Hliðstæð nafnaform
- Eggert Gilfer (1892-1960)
- Eggert Gilfer Guðmundsson
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
12.2.1892 - 24.3.1960
Saga
Eggert Guðmundsson Gilfer 12. febrúar 1892 - 24. mars 1960 Píanisti á Hverfisgötu 32, Reykjavík 1930. Hljómlistarmaður og skákmeistari. Ókvæntur og barnlaus.
Staðir
Reykjavík:
Réttindi
Starfssvið
Hljómlistarmaður; Skákmeistari:
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Þuríður Þórarinsdóttir 28. ágúst 1862 - 26. maí 1943 Var á Helgastöðum, Reykjavík-kaupstað 1, Gull. 1870. Húsfreyja í Reykjavík og maður hennar 27.5.1884; Guðmundur Jakobsson 16. janúar 1860 - 3. september 1933 Bóndi á Sauðafelli í Miðdölum, Dal. 1884-85. Trésmíðameistari, byggingafulltrúi, hafnarvörður og hljóðfærasmiður í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Bókhaldari á Hverfisgötu 32, Reykjavík 1930. Þuríður var systir sra Árna Þórarinssonar.
Systkini Eggerts;
1) Anna Petrea Guðmundsdóttir 6. júní 1887 - 12. apríl 1982 Húsfreyja í Árósum, síðar í Kaupmannahöfn. M.1.5.1912: Frederik Marius Bendtsen.
2) Jakob Guðmundsson 26. ágúst 1888 - 31. desember 1966 Innheimtumaður á Smiðjustíg 4, Reykjavík 1930. Söngvari og verslunarmaður í Reykjavík.
3) Magnea Jórunn Guðmundsdóttir 12. september 1889 - 8. maí 1974 Var í Miklaholti, Miklaholtssókn, Hnapp. 1890. Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Kaupmannahöfn.
4) Þórarinn Guðmundsson 27. mars 1896 - 25. júlí 1979 Tónskáld og fiðluleikari í Reykjavík. Fiðluleikari og kennari á Tryggvagötu 39, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík. Kona hans; Anna Kristjana Ívarsdóttir 12. febrúar 1896 - 2. desember 1978 Húsfreyja á Tryggvagötu 39, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
5) Guðmundur Guðmundsson 12. desember 1898 - 23. október 1968 Héraðslæknir í Miðjanesi, Reykhólasókn, A-Barð. 1930. Héraðslæknir í Reykhólahéraði. Síðast bús. í Reykjavík.
6) Guðrún 1900 Reykjavík 1901
Almennt samhengi
"Á síðastliðnu ári sótti stjórn Taflfélags Reykjavíkur um styrk í heiðursskyni fyrir Gilfer af fé því sem veitt er árlega úr ríkissjóði til listamanna. Þessi umsókn var send án vitundar Gilfers sjálfs, að ég held ég megi fullyrða. Mátt hefði ætla að þessari málaleitan yrði vel tekið, því hér var um mann að ræða, sem hafði helgað skapandi list allt sitt líf og það fremur tveimur listgreinum en einni, og staðið a.m.k. í annarri þeirra i allra fremstu röð, já verið þar meira að segja i sérflokki um tíma.
Af svo mikilli ástríðu hafði hann þjónað listinni að honum hafði gleymzt að afla sér þeirra verðmæta, sem af flestum eru talin undirstaða og skilyrði sannrar lífsvelferðar þ.e. fjölskyldu og heimilis. Með afrekum sínum á skákborðinu hafði hann varpað ljóma á nafn Íslands meðal milljónaþjóða. Það mátti því ætla að hinir opinberu úthlutunarmenn myndu grípa fegins hendi þetta tækifæri til að veita hinum aldna listamanni viðurkenningu fyrir afrek sín.
Svo varð þó eigi. Eggert Gilfer var neitað um viðurkenningu fyrir listræn afrek á því herrans ári 1959. Ýmsum kann að finnast óþarft að rifja þetta upp nú, og ekki er það sársaukalaust. En er ekki hæpið að láta þögnina skýla því, sem endast skyldi til viðvörunar um langan aldur? Munu sagnfræðingar framtíðarinnar vafalaust setja stórt spurningarmerki við þennan fáheyrða atburð í menningarsögu 20. aldarinnar."
Sveinn Kristinsson.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Eggert Gilfer Guðmundsson (1892-1960) skákmeistari
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the grandparent of
Eggert Gilfer Guðmundsson (1892-1960) skákmeistari
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 6.2.2018
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði