Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Dýhóll Blönduósi og nokkur örnefni
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(1930)
Saga
Kleifatúnið nær nú upp með neðri Lyngmóum, en á milli hólanna voru merkin milli Hnjúka og Blönduóss og í hamar við ána sem heitir Fálkanöf. Þetta eru þá hin gömlu merki milli Hjaltabakka og Hnjúka. Síðan heitir Dýhóll þar sem heitavatnsleiðslan liggur niður og vatnsbólin eru undir. Þar ofar heitir Miðhorn og Efstahorn. Þarna voru útihús Agnars Braga Guðmundssonar.
Staðir
Örnefni á svæðinu;
Kópalagnir efri og neðri. Þær skaga nokkuð fram í ána.
Klöppin í miðri ánni heitir Kast-Jónsklöpp.
Klappirnar hjá Einarsnesi: Neðstaklöpp, Efstaköpp og Miðklöpp.
Upp með ánni voru svo Klifakot og Klifakotslækurinn.
Stór gjá er svo neðst í Klifinu og þar er sagt að hafi verið aftökustaður — farið fram hengingar.
Fyrsta rafstöðin á þessum slóðum var fyrir neðan bergið. Klifakotslækurinn sem var ekki notaður beint, heldur var farið með hann niður með veginum og sameinaður læk, sem kom úr Dýhólnum, og það var einmitt við þann læk, sem Thomsen var drepinn.
Þarna var vond kelda og ekki hægt að komast nema með ánni, eða þá niður melana og Miðholtið. Landinu hallaði inn frá ánni, og þar voru mógrafir og afleitt foræði, t.d. var mótekja þar sem nú er læknisbústaðurinn.
Þar ofar heitir Miðhorn og Efstahorn. Var það sjaldan nefnt og er nú horfið vegna malartöku. Þar á móti ofan við lækinn, sem beygir niður með Kleifatúninu og veginum, er lítill hóll strýtumyndaður, sem heitir Arnarhóll.
Ef við höldum í vestur frá Dýhólnum komum við á Miðholtið og Skógargata heitir slóð, sem liggur núna vestan við flugvöllinn. Móarnir hafa allir verið kjarri vaxnir og þetta var vegur í gegnum þá.
Önnur leið var austar og yfir Laxá rétt ofan við hitaveitustokkinn. Hún lá neðan frá Klaufunum.
Svo var lestavegurinn, en hann var mikið ofar, og bar þess merki að hafa verið mikið farinn, margar samhliða götur. Maður sá fyrir veginum upp með Hnjúkatjöminni að norðan og alla leið að Hrafnseyrarvaði við Blöndu (Neðan við Björnólfsstaði).
Reiðmannaklauf lá í gegnum melana austan við Hnjúkatjörnina. Þessi vegur er frá landnámstíð. Í Vatnsdælasögu er talað um að maður frá Hnjúkum hafi verið drepinn í nágrenni Hrafnseyrarvaðs. Þessi vegur lá alla leið neðan frá Húnsstaðahorni. [Þá virðast hafa verið tvær með þessu nafni, Hin lá þar sem neðribyggðarvegur liggur að Blönduósi. Aths mín GPJ]
Háabrekka fyrir ofan Miðholtið við gömlu ruslahaugana.
Litlidalur og Litlidalslækurinn, sem kemur úr Miðholtsmýrinni. Dalurinn hefði nú alveg eins mátt heita Ástadalur. Þetta var eina afdrepið hér til þess að hittast frá báðum áttum.
Draugagilið, en það urðu merkin á milli Blönduóss og Hjaltabakka.
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Mjög þægilegt að hrinda manni fram af og í gjá neðst í Klifinu og hann var dauður um leið. Sögn er til um það að ef mistókst að hengja mann á Svarthamri, sem er beint austur af Kagaðarhóli, þá hafi verið farið með hann þarna ofan á Klifið, í gjána.
Við Draugagil rak kvenmann frá Fremstagili, sem hafði fyrirfarið sér í Blöndu. Þetta mun hafa verið milli 1880-1890, og líkið var flutt heim að Hjaltabakka. Hannes nokkur var vetrarmaður á Hjaltabakka og hann fann stúlkuna. Stúlkan launaði Hannesi fyrir björgunina. Skömmu seinna vantaði hann fjórar kindur og það gerði stórhríð um nóttina. Hannes vaknaði við að stúlkan kallaði: „Hanni, Hanni, það er komin hríð". Hannes brá við, klæddi sig og fór til húsanna. Kindurnar voru þar þá.
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Blö
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 28.5.2019
Tungumál
- íslenska