Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Djöflasandur við Búrfjöll
Hliðstæð nafnaform
- Búrfjöll 966 m
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(1880)
Saga
Búrfjöll eru fjallgarður úr móbergi sem liggur norðaustur af Langjökli á milli Hundavatna og Seyðisárdranga í nokkurs konar framhaldi af Þjófadalafjöllum, en milli þeirra er Djöflasandur. Hæsti tindur Búrfjalla er 966 metrar yfir sjávarmáli.
Árið 1973 fórst í Búrfjöllum flugvélin Vor með öllum farþegum.
Oddnýjarhnjúkur er nokkuð brattur en þó auðveldur uppgöngu. Hann er álíka hár og Rauðkollur og útsýnið líkt en héðan sést yfir nyrsta hluta þess svæðis sem hér er fjallað um. Graslendi eins og Seyðisárdrög, Beljandatungur, Biskupstungur og Tjarnadalir breiða úr sér í norðaustri og austri. Gufan á Hveravöllum er beint í austri og sýnir afstöðu til vel þekktra staða í nágrenninu.
Miklu nær í sömu stefnu sést niður eftir stóru gili sem nær alveg vestur undir hnúkinn. Það heitir Oddnýjargil og segir sagan að það sé kennt við stúlku sem villtist í þoku á grasafjalli að vori og hafðist þarna við um sumarið. Hún lifði á grösum, berjum og mjólk úr á sem henni tókst að ná og tjóðra með sokkabandinu sínu. Neðan við gilið og þar í grennd er mikið af fjallagrösum og með tilliti til þess getur sagan verið sönn.
Litla-Oddnýjargil er svolítið sunnar og nær aðeins upp að austurbrún fjallanna. Sunnan þess er sauðfjárvarnargirðing vestur yfir fjöllin og í átt að jökuljaðrinum. Markalínan milli Árnessýslu og Austur-Húnavatnssýslu er um hesta hnúk á austurbrún sunnanverðra fjallanna og þaðan í Oddnýjarhnjúk. Áfram liggur hún í sömu stefnu að vatnaskilum í Hundadölum. Norðan Oddnýjarhnjúks er lítill nafnlaus hnjúkur en uppi á honum, í rúmlega 1000 m. hæð, er vænn brúskur af hreindýramosa. Ljós litur hans sker sig skemmtilega frá grjótinu og dökkum mosa sem þarna er víða að finna.
Háfjall er móbergshnjúkur nokkru norðar og er hæst á nyrsta hluta Þjófadalafjallanna. Hér er reyndar komið eina 5 km. frá dölunum þeim og hafa því ugglaust ýmsir efasemdir um að rétt sé að kenna þennan hluta fjallgarðsins við þá. Móbergið er hér áberandi og sums staðar fallega rauðbrúnt. Það er víða í brúnum Hvannavallagils sem sker austurhlíðina. Á þeim slóðum er víða vöxtugur gróður; lyng, víðir blóm og gras. Þarna er í giljunum gott skjól, móbergið fremur laust í sér og víða nægur raki.
Á vestanverðum fjöllunum er heldur kuldalegra en samt má þar í lægðum finna á miðju sumri, auk smávaxins mosa, grasvíði, maríustakk og lambagras svo eitthvað sé nefnt, og yfirleitt er einhver blóm að finna á melunum uppi á fjöllunum þó að þar virðist í fljótu bragði auðn. Jafnvel litlar burnirótarplöntur eru þar á milli steinanna. Hér er líka annars konar líf því að gæsir eru bæði uppí á fjöllunum og niðri í Hundadölum. Eflaust finna þær hér friðland til að endurnýja flugfjaðrir sínar og koma ungum sínum á flug.
Af nyrsta hluta fjallanna sést vel yfir svæðið þar fyrir norðan, Djöflasand, Hundavötn, Búrfjöll og Seyðisárdrög. Norðan við fjöllin rennur Dauðsmannskvísl úr Hundadölum. Hún fellur um Dauðsmannsgil niður af Djöflasandi og sameinar Hvannavallakvísl skömmu síðar. Litlir lækir koma úr norðurhlíðinni og mynda litlar gróðurvinjar sem eru áberandi í auðninni. Þeir geta bæði svalað þorsta göngufólks og glatt augu þeirra er gróðri unna.
Staðir
norðaustur af Langjökli á milli Hundavatna og Seyðisárdranga í nokkurs konar framhaldi af Þjófadalafjöllum
Réttindi
Starfssvið
Örnefni;
Langjökull; Hundavötn; Seyðisárdrangr: Þjófadalafjöll: Rauðkollur; Beljandatungur; Biskupstungur; Tjarnadalir; Hveravellir; Litla-Oddnýjargil: Oddnýjarhnjúkur: Dauðsmannsgil; Hundadalur:
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-óby
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 13.2.2019
Tungumál
- íslenska