Daníel Jónsson (1879-1953) Skósmiður á Ísafirði

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Daníel Jónsson (1879-1953) Skósmiður á Ísafirði

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

22.8.1879 - 21.11.1953

Saga

Fósturbarn á Þóroddsstöðum, Staðarsókn, Hún. 1880. Tökudrengur á Umsvölum, Þingeyrasókn, Hún. 1890. Hjú í Bakka, Undirfellssókn, Hún. 1901. Skósmiður á Ísafirði.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar; Jón Magnússon 2. feb. 1848. [Jón fótalausi]. Var í Hrafnshúsi, Staðarbakkasókn, Hún. 1860. Vinnumaður á Bálkastöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Vinnumaður á Þóroddsstöðum, Staðarsókn, Hún. 1880. Var á Reynhólum í Staðarbakkasókn 1882. Sveitarómagi á Söndum, Melstaðarsókn, Hún. 1890. Var á Stóru-Ásgeirsá, Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930 og Steinunn Magnúsdóttir 12.2.1841 - um 1881. Var á Svarðbæli, Melstaðarsókn, Hún. 1845. Vinnukona í Litluborg, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1860. Vinnukona á Bálkastöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1870 og 1880.
Bf 1870; Guðmundur Sveinsson 28. maí 1830 - 17. feb. 1902. Var í Melrakkadal, Víðidalstungusókn, Hún. 1835. Bóndi á Heggstöðum, Melstaðasókn, Hún. 1860. Búandi á Bálkastöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1870. Bóndi á Stóru-Hvalsá, Prestbakkasókn, Strand. 1880. Fór til Vesturheims.
Bf 3.11.1872; Þorsteinn Jónasson 2. júlí 1835 - 8. júní 1908. Var á Rófu, Staðarbakkasókn, Hún. 1845. Bóndi í Gottorpi, Vesturhópshólasókn, Hún. 1860. Lausamaður í Urriðaá, Staðarbakkasókn, Hún. 1870. Ekkill á Litluþverá, Efra-Núpssókn, Hún. 1890.
Bf 20.1.1876; Jóhann Loftsson 1. okt. 1840. Var á Saurum, Melstaðarsókn, Hún. 1845. Vinnumaður á Barkastöðum, Staðarbakkasókn, Hún. 1880. Vinnumaður á Þóroddsstöðum 1883. Vinnumaður á Undornfelli, Undirfellssókn, Hún. 1890. Leigjandi í Hamrakoti, Þingeyrasókn, A-Hún. 1910. Var á Fremri-Fitjum, Fremri-Torfustaðahreppi, V-Hún. 1920.

Systkini?;
1) Jóhann Guðmundur Guðmundsson Sveinsson 1870. Fór til Vesturheims 1887 sennilega frá Kollsá, Bæjarhreppi, Strand.
2) Tómas Þorsteinsson 3. nóv. 1872 - 29. mars 1944. Sveitarbarn á Bálkastöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1880. Málarameistari. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Málari á Grettisgötu 10, Reykjavík 1930.
3) Magnús Jóhannsson 20. jan. 1876 - 22. mars 1955. Tökubarn á Bálkastöðum, Melstaðarsókn, Hún. 1880. Kaupmaður á Patreksfirði 1930. Hreppstjóri, skósmiður og kaupmaður á Patreksfirði.

Unnusta; Steinunn Sigurðardóttir 5. feb. 1871 - 19. des. 1952. Tökubarn í Koti, Grímstungusókn, Hún. 1880. Hjú í Kvennaskólanum, Höskuldsstaðasókn, Hún. 1901. Vinnukona á Litlabergi í Reykjavík. Saumakona á Undirfelli, Undirfellssókn, A-Hún. 1930.
Sambýliskona hans; Ólína Jónsdóttir 13. júlí 1885 - 11. maí 1969. Húsfreyja á Ísafirði 1930. Síðast bús. á Ísafirði.

Börn þeirra;
1) Kristjón Daníelsson 10. nóv. 1910 - 17. mars 1973. Var á Ísafirði 1930. Síðast bús. á Ísafirði.
2) Guðrún Kristveig Daníelsdóttir 5. des. 1911 - 8. júní 1960. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
3) Stefanía Kristjana Tómasína Daníelsdóttir 9. apríl 1915 - 4. júní 1979. Var á Ísafirði 1930. Húsfreyja á Ísafirði.
4) Daníel Kristinn Daníelsson 30. maí 1919 - 8. júní 1996. Tökubarn í Skógi, Sauðlauksdalssókn, V-Barð. 1930. Systursonur Gunnlaugs Ágústs Jónssonar. Síðast bús. í Kópavogi 1994.
5) Friðrik Runólfur Daníelsson 20. júlí 1921 - 4. júní 1942. Var á Ísafirði 1930. Drukknaði.
6) Bjarnheiður Steinunn Daníelsdóttir 19. apríl 1923 - 26. júní 1990. Var á Ísafirði 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
7) Magnús F. Daníelsson 30. apríl 1925 - 12. feb. 1998. Var á Ísafirði 1930. Síðast bús. á Ísafirði 1994.
8) Guðmundur Þórarinn Daníelsson 29. ágúst 1927. Var á Ísafirði 1930.

Almennt samhengi

„Við Sigríður systir mín skiptum nú með okkur verkum. Sigríður sat sem mest inni í Unuhúsi hjá Steinu en ég í okkar baðstofu hjá Dana. Lásum við fyrir þau og reyndum að stytta þeim stundir. Dani sagði mér þá alla ferðasögu þeirra, frá því þau lögðu af stað frá Bakka á annan dag jóla.
Þeim sóttist leiðin vel vestur að Miðhópi. Komu þangað nokkru fyrir hádegi. Var lagt að þeim að setjast þar að og halda ekki lengra en það vildu þau ekki. Hugðust ná að Ásbjarnarnesi áður en færi að snjóa. Þau héldu svo þaðan og ætluðu þvert yfir svokallaða Refsteinsstaðamýri sem er stór móa- og mýrarfláki upp af Hópinu og þvert yfir Víðidalinn.
Ásbjarnarnes stendur talsverðan spöl út með Hópinu að vestan. Þetta var talsverður krókur fyrir Dana en slíkt taldi hann ekki á sig. Þau stefndu þvert yfir mýrina og héldu ótrauð áfram. Um það bil er þau voru hálfnuð yfir mýrina brast hríðin á mjög snögglega. Dani treysti sér til að rata áfram þó hríðin væri dimm og veðurhæð talsverð og héldu þau því áfram. Brátt fór Steinunn að þreytast enda búningur hennar ekki hentugur í því veðri sem nú var komið.
Á þeim árum þekktist ekki að konur gengju í öðru en peysufötum, síðum og víðum pilsum og dúðaðar í sjölum. Rokið stóð í pilsin og lamdi snjónum inn í þau, svo henni varð örðugt um gang. Hún mæddist líka mjög. Sennilega hefir peysan verið nokkuð þröng. Dani reyndi að dusta mesta snjóinn úr pilsunum en það dugði lítið. Hann leiddi Steinunni um stund og reyndi að halda sömu stefnu. En hann sá brátt að slíkt var ógerningur. Hann hugðist þá að breyta um stefnu, halda undan veðrinu og freista þess að ná Enniskoti sem stendur ofanvert og sunnan við mýrina. En það var ekkert áhlaupaverk að hitta á Enniskot, sem þá var mjög lágreistur moldarbær með lítt girtu túni, enda slétt yfir allt af snjó.
Um þetta leyti mun vindstaða hafa breyst nokkuð, færst í vestur. Hafa þau því lent nokkuð austanvert við Enniskot. Þau brutust áfram um hríð en brátt sá Dani að þau myndu ekki ná Enniskoti. Hann var nú líka orðinn villtur og vissi ekki hvert væri best að halda. Hann stakk upp á því að þau skyldu grafa sig í snjó enda Steinunn orðin mjög þreytt en hún mátti í fyrstu ekki heyra það nefnt. Þó fór svo að hún lét tilleiðast. Dani reyndi að grafa þau niður, svo sem hann gat og búa vel um þau. Staf sínurn stakk hann niður við höfðalag þeirra svo hann sæist ef gerð yrði leit að þeim. Þau lögðust svo niður í þetta kalda rúm og létu skefla yfir sig.
Ekki höfðu þau lengi legið þannig er Steinunn krafðist þess að þau rifu sig upp úr fönninni, sagði að þau myndu kafna ef meira skefldi yfir þau. Dani vildi ekki að þau hreyfðu sig, fannst þeim líða sæmilega þarna og hann gæti alltaf séð um að þau hefðu nægilegt loft með því að ryðja snjónum frá andlitum þeirra enda búinn að gera nokkurs konar hvelfingu yfir þeim. Steinunn braust þá upp úr fönninni.
Á þessu gekk svo allan tímann sem þau lágu úti, Steinunn reif sig upp jafnóðum og yfir þau skefldi. Við það þjappaðist snjórinn saman undir þeim. Lágu þau því sem næst á berangri er hríðinni slotaði. Þegar upp létti sá Dani heim að bæ skammt frá. Hann komst þangað heim. Bærinn var Jörfi í Víðidal.“
Kristjana Ó Benediktsdóttir (1890-1973)

Tengdar einingar

Tengd eining

Bálkastaðir í Miðfirði (um900)

Identifier of related entity

HAH00811

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1879

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Þóroddsstaðir í Hrútafirði

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Bakki í Vatnsdal ((950))

Identifier of related entity

HAH00037

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ísafjörður ((1950))

Identifier of related entity

HAH00332

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH09128

Kennimark stofnunar

IS-HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Lágmarks

Skráningardagsetning

Skráning 27.12.2022

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði
Íslendingabók
Sjá Frásögn Kristjönu Ó. Benediktsdóttur í Húnavöku 1994. “Í norðlenskri stórhríð”
Skutull 4.12.1953. https://timarit.is/page/5003422?iabr=on

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir