Borgarfjörður eystra

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Borgarfjörður eystra

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

um 890

Saga

Borgarfjörður eystri eða Borgarfjörður eystra er fjörður og byggðalag á norðanverðum Austfjörðum. Þar er þorpið Bakkagerði, sem oftast er kallað Borgarfjörður eystri í daglegu tali, með 88 íbúa (2015). Borgarfjörður er í Borgarfjarðarhreppi, sem einnig nær yfir nálægar víkur og eyðifjörðinn Loðmundarfjörð.

Inn af firðinum er vel gróinn dalur sem nær um 10 kílómetra inn í Austfjarðafjallgarðinn. Eftir honum rennur Fjarðará.
Nokkrir bæir eru í byggð í sveitinni og er þar aðallega stundaður sauðfjárbúskapur. Á Bakkagerði er nokkur smábátaútgerð.

Á Borgarfirði eystra er falleg fjallasjón. Helstu fjöllin eru Dyrfjöll, Staðarfjall, Geitfell og Svartfell. Fjöllin eru úr ljósu líparíti sunnan fjarðar en Borgarfjörður er á mótum líparít- og blágrýtissvæðis og fyrir botni fjarðarins og þó einkum norðan hans er blágrýti mest áberandi. Í firðinum þar má finna mikið af fallegum steinum. Steinasöfnun er þó bönnuð almenningi.

Á meðal þekktra einstaklinga sem tengjast Borgarfirði eystra má nefna Jóhannes Kjarval, listmálara, sem ólst upp í Geitavík. Til minningar um hann er Kjarvalsstofa í félagsheimilinu Fjarðarborg. Hann málaði altaristöflu sem er í Bakkagerðiskirkju.

Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður, sem tók þátt í raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova árið 2006, er frá Borgarfirði eystra. Emilíana Torrini tónlistarkona er líka ættuð þaðan.

Staðir

Helstu fjöllin eru Dyrfjöll, Staðarfjall, Geitfell og Svartfell.

Réttindi

Starfssvið

Innri uppbygging/ættfræði

Á meðal þekktra einstaklinga sem tengjast Borgarfirði eystra má nefna Jóhannes Kjarval, listmálara, sem ólst upp í Geitavík. Til minningar um hann er Kjarvalsstofa í félagsheimilinu Fjarðarborg. Hann málaði altaristöflu sem er í Bakkagerðiskirkju.

Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður, sem tók þátt í raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova árið 2006, er frá Borgarfirði eystra. Emilíana Torrini tónlistarkona er líka ættuð þaðan.
Halldór Ásgrímsson fv ráðherra er ættaður þaðan.

Almennt samhengi

Borgarfjörður eystra er nyrstur fjarða, sem ganga inn í Austfjarðahálendið. Borgarfjörður liggur á mótum blágrýtissvæðis og líparítsvæðis og má þar finna margt merkilegra steina. Hreint ævintýri er fyrir steinasafnara að ganga um fjörur í Borgarfirði, en þar eru milljónir af marglitum steinum, sem slípast hafa í ám og brimi og skolast síðan á land, en því miður er steinasöfnun bönnuð almenningi.

Í Borgarfirði er fyrirtækið Álfasteinn en þar eru framleiddir skart- og minjagripir úr steinunum og seljast gripirnir víða um land og langt út fyrir landsteina. Álfasteinn framleiðir einnig graf- og bautasteina og margt annað úr steini.

Þorpið í Borgarfirði nefnist Bakkagerði og þar innan við er Álfaborg, sérstæð hamraborg, sem mikil álfatrú er á.
Álfaborg er nú friðlýst.

Náttúrufegurð er viðbrugðið og finna má merktar gönguleiðir um fjörðinn, til nærliggjandi dala og hinna fögru Víknaslóða. Fuglaskoðararfinna margt áhugavert við gömlu höfnina og nýju smábátahöfnina á Hafnarhólma handan fjarðar.

Vegalengdin frá Reykjavík er 770 km um Suðurland.

Tengdar einingar

Tengd eining

Einar Þórðarson (1867-1909) prestur Hofteigi á Jökuldal (7.8.1867 - 6.8.1909)

Identifier of related entity

HAH03135

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1904 - 1907

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Dyrfjöll ((874) -)

Identifier of related entity

HAH00851

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Dyrfjöll

is the associate of

Borgarfjörður eystra

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Álfaborg Borgarfirði eystra ((874) -)

Identifier of related entity

HAH00852

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Álfaborg Borgarfirði eystra

is the associate of

Borgarfjörður eystra

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00840

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 5.5.2020

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

Uni sonur Garðars, er fyrst fann Ísland, fór til Íslands með ráði Haralds konungs hárfagra og ætlaði að leggja undir sig landið, en síðan hafði konungur heitið honum að gera hann jarl sinn.
Uni tók land, þar sem nú heitir Unaós, og reisti bæ þar. Hann nam sér land til eignar fyrir sunnan Lagarfljót, allt hérað til Unalækjar nokkuð innan við Egilsstaði.
En er landsmenn vissu ætlan hans tóku þeir að ýfast við hann og vildu eigi selja honum kvikfé eða vistir og mátti hann eigi þar haldast. Uni fór í Álftafjörð hinn syðra en náði þar eigi að staðfestast.
Þá fór hann austan með tólfta mann og kom að vetri til Leiðólfs kappa í Skógahverfi; hann tók við þeim. Uni þýddist Þórunni dóttur Leiðólfs og var hún með barni um vorið. Þá vildi Uni hlaupast á braut með sína menn, en Leiðólfur reið eftir honum, og fundust þeir hjá Flangastöðum og börðust þar því að Uni vildi eigi aftur fara með Leiðólfi. Þar féllu nokkrir menn úr liði Una en hann fór aftur nauðugur því að Leiðólfur vildi að hann fengi konunnar og staðfestist og tæki arf eftir hann.
Nokkru síðar hljóp Uni á braut þá er Leiðólfur var eigi heima en Leiðólfur reið eftir honum þegar hann frétti það og fundust þeir hjá Kálfagröfum. Var hann þá svo reiður að hann drap Una og förunauta hans alla.

Sonur Una og Þórunnar var Hróar Tungugoði. Hann tók arf Leiðólfs allan og var hið mesta afarmenni. Hann átti dóttur Hámundar, systur Gunnars frá Hlíðarenda. Þeirra sonur var Hámundur hinn halti er var hinn mesti vígamaður.
Tjörvi hinn háðsami og Gunnar voru (systur) synir Hróars. Tjörvi bað Ástríðar manvitsbrekku Móðólfsdóttur, en bræður hennar, Ketill og Hrólfur, synjuðu honum konunnar en þeir gáfu hana Þóri Ketilssyni. Þá dró Tjörvi líkneski þeirra á kamarsvegg og hvert kvöld er þeir Hróar gengu til kamars þá hrækti hann í andlit líkneski Þóris en kyssti hennar líkneski áður Hróar skóf af. Eftir það skar Tjörvi þau á hnífsskefti sínu og kvað þetta:
Sjá nánar; https://www.borgarfjordureystri.is/is/frodleikur/fornsogur

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir