Böðvar Pétursson (1922-1999)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Böðvar Pétursson (1922-1999)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

25.12.1922 - 27.8.1999

Saga

Böðvar Pétursson, verslunarmaður, Skeiðarvogi 99, Reykjavík, fæddist á Blönduósi 25. desember 1922.
Hann lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 21. febrúar síðastliðinn, 76 ára að aldri.
Útför Böðvars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Staðir

Hnjúkar: Pétursborg Blönduósi:

Réttindi

Starfssvið

Böðvar vann verkamannavinnu á Blönduósi til 1942, þegar hann hóf störf hjá málningarvöruverksmiðjunni Júnó. Hann starfaði sem verslunarmaður hjá Bókaverslun Guðmundar Gamalíelssonar 1946­1949. Hann hóf störf hjá bókaútgáfunni Helgafelli 1949 og starfaði þar til ársins 1985 þegar útgáfan sameinaðist bókaútgáfunni Vöku. Hann vann hjá Vöku-Helgafelli frá 1985 til æviloka. Á þessum árum var Böðvar náinn samverkamaður Ragnars í Smára. Böðvar tók virkan þátt í félagsmálum. Hann tók þátt í stofnun Landssambands íslenskra verzlunarmanna og sat í fyrstu stjórn þess og lengi síðar. Hann sat í sambandsstjórn ASÍ um árabil. Árið 1978 var Böðvar kosinn í stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og átti þar sæti til dauðadags. Þegar hann lést var hann ritari stjórnar, en hann átti einnig sæti í stjórn sjúkrasjóðs félagsins og var formaður orlofssjóðs. Böðvar sat í þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur frá 1948­1978. Hann sat í stjórn Bandalags æskulýðsfélaga Reykjavíkur í mörg ár. Hann var forseti Sambands ungra sósíalista í tvö ár. Hann sat í stjórn Knattspyrnufélagsins Fram um árabil, átti sæti í stjórn KRON í 12 ár, sat í stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda 1966­ 1988 og í stjórn Ferðafélags Íslands 1976­1985. Böðvar var heiðursfélagi í VR og í Félagi íslenskra bókaútgefenda.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans voru Guðrún Soffía Bogadóttir, húsmóðir, f. 3.október 1876, d. 23.desember 1938, og maður hennar 24.2.1910 Pétur Guðmundsson, bóndi og verkamaður frá Hnjúkum við Blönduós, f. 17. júní 1875, d. 6.ágúst 1955. Sá sem Pétursborg er kennd við, bjó þar 1930 og 1941
Systkini Böðvars voru:
1) Guðmundur Pétursson f. 16. apríl 1910 - 5. nóvember 1978, Blönduósi 1930. Verkstjóri og verkamaður. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Drengur Pétursson b. 20. mars 1911 - 20. mars 1911. Andvana fæddur.
3) Margrét Pétursdóttir f. 5.12.1912 - 15.4.2002. Eiginmaður Margrétar var Þorvaldur Guðnason Stefánsson frá Akureyri, f. 24. maí 1914 - 16.1967 Akureyri.
4) Ögn Pétursdóttir f. 11. október 1914 - 3. janúar 1988 verkakona og húsfreyja á Siglufirði. Vetrarstúlka á Blönduósi 1930. Síðast bús. í Hafnarfirði.
Böðvar kvæntist 23.11. 1946 eiginkonu sinni, Halldóru Jónsdóttur, f. 27. ágúst 1920 - 16. nóvember 2000 Var á Bjarnastöðum, Bessastaðasókn, Gull. 1930.

Börn þeirra eru:
1) Guðrún Auður, sjúkraliði, f. 11.7. 1946. Fyrri maður hennar er Kristinn Magnússon, f. 18.1. 1942. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: Magnús, f. 17.11. 1963, Dóra Birna, f. 20.1. 1969, Böðvar Örn, f. 24.3. 1970. Sambýlismaður Guðrúnar Auðar er Sigurður Elísson, f. 13.12. 1941.
Börn Sigurðar Elí með frænku Guðrúnar Auðar, dóttur Margrétar systur Böðvars eru; Elís Þór SIgurðsson, f. 12.8.1965, og Jóna Sigurðardóttir, f. 6.3.1967
2) Pétur, skólastjóri, f. 18.8. 1948. Maki Guðbjörg Úlfsdóttir, f. 9.11. 1955. Börn þeirra eru: Kolbrún Erla, f. 1.3. 1973, Hjördís, f. 4.7. 1975, Böðvar, f. 15.12. 1985. Dóttir Péturs er Íris Brynja, f. 28.7. 1972.
3) Margrét, kennari, f. 8.5. 1952. Maki: Sigurgeir Sveinbergsson, f. 11.3. 1951. Börn þeirra eru: Pétur, f. 2.7. 1970, Halla Dóra, f. 23.6. 1977, Sigmar Ingi, f. 10.3. 1989, Sævar Ingi, f. 10.3. 1989.
Böðvar átti tólf barnabarnabörn.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Pétursborg Blönduósi 1878, íbúðarhús 1930 (1878 -)

Identifier of related entity

HAH00085

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðrún Bogadóttir (1876-1938) Blönduósi (3.10.1876 - 23.12.1938)

Identifier of related entity

HAH04459

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðrún Bogadóttir (1876-1938) Blönduósi

er foreldri

Böðvar Pétursson (1922-1999)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Pétur Guðmundsson (1875-1955) Pétursborg (17.6.1875 - 17.6.1955)

Identifier of related entity

HAH04942

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Pétur Guðmundsson (1875-1955) Pétursborg

er foreldri

Böðvar Pétursson (1922-1999)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Margrét Pétursdóttir (1912-2002) (5.12.1912 - 15.4.2002)

Identifier of related entity

HAH02210

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Margrét Pétursdóttir (1912-2002)

er systkini

Böðvar Pétursson (1922-1999)

Dagsetning tengsla

1922 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Guðmundur Pétursson (1910-1978) Pétursborg (16.4.1910 - 5.11.1978)

Identifier of related entity

HAH04118

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðmundur Pétursson (1910-1978) Pétursborg

er systkini

Böðvar Pétursson (1922-1999)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Anna Guðmundsdóttir (1884-1964) frá Holti á Ásum. (24.8.1884 - 136.1.1964)

Identifier of related entity

HAH02328

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Anna Guðmundsdóttir (1884-1964) frá Holti á Ásum.

is the cousin of

Böðvar Pétursson (1922-1999)

Dagsetning tengsla

1922 - ?

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02211

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 27.8.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir