- HAH10113
- Corporate body
- 1962-1990
Trefjaplast hf. var stofnað 1962, hætti starfsemi 1990.
12 results directly related Exclude narrower terms
Trefjaplast hf. var stofnað 1962, hætti starfsemi 1990.
Sigrún Eva Rúnarsdóttir (1973) Blönduósi
Sigurður Birkis söngmálastjóri boðaði til fundar þirðjudaginn 26. júní 1945, með söngfólki Blönduósskirkju, í þeim tilgangi að stofna félagsbundinn kirkjukór.
Var það samþykkt samhljóða og fyrsta stjórn kórsins er:
Kristinn Magnússon, gjaldkeri
Þuríður Sæmundsen, ritari
Margrét Jónsdóttir
Sigurgeir Magnússon
Karl Helgason, formaður
Stofnendur félagsins voru 18, þar af 16 virkir söngmenn. En organisti og söngstjóri var nýráðinn Þorsteinn Jónsson í stað Karls Helgasonar, er hafði verið með reglulegar æfingar síðastliðin 10 ár.
Kjörstjórn Blönduóss- og Engihlíðarhrepps (2002)
Yfirkjörstjórn Blönduóss- og Engihlíðarhrepps eftir sameiningu árið 2002, tók til starfa og undirbjó sveitarstjórnarkosningar er fram fóru 25. maí 2002.
Kjörstjórn skipa:
Ragnar Ingi Tómasson
Haukur Ásgeirsson
Gunnar Sig. Sigurðsson
Kiwanisklúbburinn Borgir (1978)
Kiwanisklúbburinn Borgir var stofnaður 25. nóvember 1978 og eru félagar 46 talsins
Íslandsbanki, útibú Blönduósi (1986-2002)
Útibú Íslandsbanka á Blönduósi var stofnað árið 1986 og starfaði allt þar til að undirritaður var samningur um kaup Búnaðarbanka Íslands á útibúi Íslandsbanka á Blönduósi. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki bankaráða. Tók Búnaðarbankinn við rekstri útibúsins hinn 1.september 2002.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduós (2014)
Heilbrigðisstofnun Norðurlands tók til starfa þann 1. október 2014 við sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi annarra en Sjúkrahússins á Akureyri og nokkurra hjúkrunar- og dvalarheimila. Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsþjónustu auk öldrunarþjónustu í formi hjúkrunar- og dvalarrýma.
Áður fyrr um áramótin 1955-1956 var hið nýja hús tekið í notkun og hét stofnunin þá Héraðshæli Austur-Húnvetninga. Þar var veitt öll almenn læknisþjónusta og m.a. rekin bæði skurðdeild og fæðingardeild. Þar var einnig hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Í húsinu voru einnig nokkrar íbúðir fyrir starfsmenn. Í seinni tíð hafa þær aðallega verið nýttar fyrir afleysingafólk. Lengstum hefur sú starfsemi sem fram fer í húsinu verið tvískipt rekstrarlega og kallast Sjúkrahús Austur-Húnvetninga og Heilsugæslan á Blönduósi. Við þessar aðstæður hefur rekstur skipst á tvö viðfangsefni í fjárlögum og sérstakt stjórnkerfi verið yfir hvorri stofnun um sig. Árið 1998 voru þessar tvær stofnanir sameinaðar í Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi.
Búnaðarbanki, útibú Blönduósi (1963-2003)
Útibú Búnaðarbankans á Blönduósi var stofnað árið 1963 og á vordögum 2003 varð sú breyting á rekstri Búnaðarbankans að hann sameinaðist Kaupþingi og heitir nú Kaupþing Búnaðarbanki hf. eða KB banki. Bankinn er þar með kominn í tölu 10 stærstu banka á Norðurlöndum og eru starfsstöðvar í níu löndum utan íslands.
Kirkjugarðinum var valinn staður ofan brekkunnar sem gamla kirkjan stendur undir. Fyrst í stað var hann einungis girtur af með vírneti á tréstólpum en þá þegar var gert ráð fyrir steingirðingu. Garðurinn var um 24 metrar á hvorn veg og tilbúinn til notkunar haustið 1900, fyrst var jarðað í honum 22. nóvember það ár. Garðurinn hefur verið stækkaður nokkrum sinnum í tímans rás og er nú girðing úr steinsteypu umhverfis hann með skrautflúri mótuðu í vegginn. Við sáluhliðið er steyptur rammi eða gluggi þar sem í hangir lítil klukka. Er sú klukka fengin frá Þjóðminjasafni Íslands árið 1939 í stað fornrar klukku, sem fyrr hékk í sáluhliði garðsins en kom þá til safnsins. Vafalítið er hún fengin notuð frá kirkju, en ekki verður séð hvaðan.