Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Bláfell hjá Kili (1.204 m)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
874 -
Saga
Það eru fjögur Bláfell á landinu bláa. í fjallgöngunni var gengið á góða veðurspá með Ferðfélagi Ísland og markmiðið að bæta bláu felli í litasafnið ásamt 60 öðrum söfnurum. Fyrir valinu var Bláfell hjá Kili (1.204 m) En fjöll með litanöfnum eru eftirfarandi: Rauðafell, Grænafell, Bláfell, Svartafell/Svartfell, Hvítafell/Hvítfell og Gráfell.
Bláfell sést víða að og þjóðsögur um bergrisann Bergþór sem þar hefur búsetu eru vel þekktar.
Staðir
Þrátt fyrir að þjóðvegurinn yfir Kjöl liggi við rætur fjallsins og tiltölulega auðvelt sé að ganga á fjallið, fara sárafáir þangað upp.
Réttindi
Bláfell er raunar fyrir sunnan Hvítárvatn og engan veginn á Kili, en þetta er mikið fjall og fagurt og girnilegt til fróðleiks. Það er ílangt nokkuð í stefnu NA-SV, og hátindurinn, 1204 m., lítill um sig, en allbrattur, er framan til við miðju og skilinn af skarði frá norðurbungu fjallsins, sem er nokkru lægri, 1160 m.
Bláfell er úr móbergi og bólstrabergi upp undir brúnir, en grágrýtislögum þar fyrir ofan. Að þessu leyti má það teljast til þeirrar fjallgerðar, sem nefnd hefur verið stapi. Fellið hefur orðið til á hinu grimma, næstsíðasta jökulskeiði ísaldarinnar. Þegar aftur kólnaði á síðasta skeiði ísaldarinnar, lagðist jökullinn yfir Bláfell á nýjan leik og mýkti ásýnd þess og gerði óreglulegt.
Starfssvið
Geysivítt útsýni er af Bláfelli. Einbeitum okkur fyrsta af jöklunum en þeir verða ekki í boði eftir 200 ár ef ekki næst að að koma böndum á hamfarahlýnun af mannavöldum. Ef horft er á jöklaseríuna sem er í boði þá er er fyrst að nefna Langjökul með tignarfaldinn hvíta og Jarlhettur í forgrunni. Í vestri eru Þórisjökull og Geitlandsjökull og yfir Langjökli sést Eiríksjökull. Hrútfell, annar stæðilegur stapi, með jökulhettu á kolli. Til hægri sést Hofsjökull breiða úr sér en síða taka við Kerlingarfjöll með sínar fannir. Í miklum fjarska yfir Kerlingarfjöll, sést til Tungnafellsjökuls og Vatnajökuls frá Bárðarbungu til Öræfajökuls.
Í suðri sér til Eyjafjallajökuls, einnig hluta af Mýrdalsjökli. Í vestri sér í jökullaust Ok og þá er jöklahringnum lokað. Ég saknaði þó Tindfjallajökuls en Hekla skyggir á hann.
Örnefni utan jökla eru Jarlhettur tignarleg 15 km röð mishárra tinda og fylgdu okkur alla leið. Geldingafell er næst Bláfelli og handan er Skálpanesdyngjan og móbergsstapinn Skriðufell sem gengur út í Hvítárvatn. Norðan vatnsins er Leggjabrjótur, mikil dyngja með sinn stóra gíg, Sólkötlu á kolli og Kjalfell sem Kjalvegur dregur nafn af.
Í ríki Vatnajökuls sést Hamarinn og Kerlingar, Tungnárfjöll og Fögrufjöll með dökkan Sveinstind við Langasjó. Í suðri ber mikið á Heklu og Vestmannaeyjar sjást. Vörðufell á Skeiðum, Hestfjall, Hestvatn og Mosfell sem við keyrðum framhjá. Ingólfsfjall, Apavatn, Bjarnarfell og Sandfell. Útfjöllin: Rauðafell, Högnhöfði og Kálfstindur. Síðan Hlöðufell og Skjaldbreiður. Á milli þeirra er Ármannsfell. Í forgrunni er Klakkur umvafinn tignarfaldinum hvíta.
Lagaheimild
Stór er Íslands eilíf mynd
- Enn er tjaldið dregið frá:
Bláfell upp í ljómans lind
Lyftist hreint úr daggarsjá
Móðir guðs hinn tigna tind
Tásu hvíta breiðir á.
(Jóhannes úr Kötlum (Leiksvið)
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Hæð í göngubyrjun: 570 metrar, Bláfellsháls (N: 64.29.814 – W:19.55.416)
Bláfell - hnjúkur: 1.204 m (N: 64.29.287 – W: 19.51.525)
Hækkun göngufólks: 634 metrar
Uppgöngutími: 170 mínútur (10:30 – 13:20)
Heildargöngutími: 300 mínútur (10:30 – 15:30)
Erfiðleikastig: 2 skór
Vegalengd: 8 km
GSM samband: Já, 4G
Gestabók: Nei
Gönguleiðalýsing: Greiðfærir melar að fellsrótum. Síðan tekur við móbergshella með lausamöl, skriður og snjór í efri hluta. Stórgrýtt efst. Gengið á allt of sjaldan.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ skráning 13.5.2020
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
Guðmundur Paul https://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/entry/2243962/