Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Björn Sveinbjörnsson (1925-1985)
Hliðstæð nafnaform
- Björn Sveinbjarnarson (1925-1985)
- Björn Sveinbjörnsson
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
30.12.1925 - 23.7.1985
Saga
Björn Sveinbjörnsson 30. desember 1925 - 23. júlí 1985 Var á Knarrarbergi, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. Stud.art í Reykjavík 1945. Verkfræðingur, forstöðumaður Staðladeildar. Síðast bús. í Garðabæ.
Björn Sveinbjörnsson verkfræðingur. Björn fæddist á Knarrarbergi við Eyjafjörð 30. desember 1925. Foreldrar Björns voru hjónin Guðrún Þ. Björnsdóttir frá Veðramóti og Sveinbjörn Jónsson byggingameistari frá Þóroddsstoðum í Ólafsfirði. Guðrún var um þessar mundir garðyrkjukona í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Kom heim frá námi vorið 1915 sem fyrsta lærða garðyrkjukonan á íslandi og tók þá strax við storfum hjá Ræktunarfélagi Norðurlands og hafði starfað þar síðan. Sveinbjörn var nýkominn frá Noregi, hafði stundað þar nám í byggingafræði. Bæði áttu þau hjón fagra drauma og háleitar hugsjónir. Í Gróðrarstöðinni bjó Guðrún við þröngan húsakost því var undinn bráður bugur að því að byggja nýtt heimili og því valinn staður austan Eyjafjarðar skammt fyrir norðan Kaupang. Þar fengu þau landspildu og byggðu sér vandaðan bæ, nýbýli, er þau nefndu Knarrarberg. Þau fluttust þangað snemma árs 1925, og þar fæddist sama ár einkabarn þeirra hjóna, sem var skírt Björn.
Staðir
Knarrarberg 1930; Reykjavík; Garðabær:
Réttindi
Verkfræðingur
Starfssvið
Forstöðumaður Staðladeildar. Vann sem verkfræðingur við Ofnasmiðjuna hf. og Einangrun hf. frá 1951 til 1958, þá var hann framkvæmdastjóri Vefarans hf. 1952 til 1978 og verkfræðingur hjá Rannsóknarstofnun iðnaðarins 1976 til 1978. Auk þess vann hann við rannsóknir hjá Iðntæknistofnun íslands frá 1978 og var deildarverkfræðingur við sömu stofnun frá 1979. Einn af stofnendum NLFÍ. Hann var félagi í Skátafélaginu, Blindrafélaginu, Verkfræðingafélaginu og Félagi íslenskra einkaflugmanna.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Sveinbjörn Jónsson 11. febrúar 1896 - 26. janúar 1982 Byggingameistari á Akureyri, síðar iðnrekandi í Reykjavík. Byggingafræðingur á Knarrarbergi, Munkaþverársókn, Eyj. 1930. Byggingamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík Stofnandi Ofnasmiðjunnar. Guðrún Björnsdóttir 14. janúar 1887 - 27. september 1976 Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík, systir Odds Björnssonar prentara. Björn var einkabarn þeirra hjóna.
Kona hans 1949; Jakobína Guðríður Finnbogadóttir 6. desember 1928 - 18. desember 2017 Var á Holtsgötu 9, Reykjavík 1930. Verslunarstarfsmaður og starfaði síðar hjá Hundaræktarfélagi Íslands. Seinni kona Björns 1.1.1969; Guðlaug Björnsdóttir 28. desember 1925 - 25. janúar 2017 Var í Hafnarfirði 1930. Húsfreyja í Reykjavík og síðar í Garðabæ. Fékkst við ýmis störf.
Börn þeirra;
1) Nanna Dýrunn Björnsdóttir 16. nóvember 1947 listakona.M1; Stephen Kaye, kaupsýslumaður. M2: Andrew Hunter-Arundell London
2) Ólöf Guðríður 26.4.1950, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, gift Vigfúsi Árnasyni, endurskoðanda,
3) Sveinbjörn Egill 24.11.1951, framkvæmdastjóri við Ofnasmiðjuna, kvæntur Áse Gunn Guttormsen, hjúkrunarfræðingi
4) Helga Lilja 5.5.1953, garðyrkjufræðingur, gift Tryggva Agnarssyni 28.11.1954, lögfræðingi, móðir hans; Hildur Solveig Þorbjarnardóttir (1924-2006) frá Geitaskarði.
5) Guðrún Þorbjörg 26.11.1957, kennari, maður hennar; Halldór Reynir Ármanns Reynisson 10. nóvember 1953, forsetaritari,
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Björn Sveinbjörnsson (1925-1985)
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 15.1.2018
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði