Björn Stefánsson (1903-1984)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Björn Stefánsson (1903-1984)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

15.7.1903 - 21.10.1984

Saga

Björn Stefánsson fæddist 15. júlí 1903. Hann lést 21. október 1984. Háseti á Laugavegi 78, Reykjavík 1930. Verkamaður. Síðast bús. í Kópavogi.

Staðir

Borgarnes: Kópavogur:

Réttindi

Björn var vélstjóri að mennt og stundaði vinnu á sjó og landi við slík störf.

Starfssvið

Sjómaður:

Lagaheimild

Bjössi var einn aðalsjarmörinn í Borgarnesi, glæsimenni og söng eins og engill. Fallegasta tenórrödd sem heyrst hefur segja þeir sem muna.
En hann fórnaði ungur röddinni fyrir líf sitt og bátsfélaga sinna.
Hegrinn, en svo hét báturinn sem hann var vélstjóri á, strandaði. Hann lenti á Þormóðsskeri í Borgarfirði og hékk þar, Bjössi batt sig við siglutréð og söng og hrópaði á víxl. Söngurinn heyrðist og þeim var bjargað. Hann söng aldrei framar en alla tíð hafði hann yndi af söng og Jussi Björling var hans eftirlæti. Íða og Bjössi voru bæði efni í listamenn og væru þau ung í dag væri hann trúlega við söngnám á Ítalíu og hún í listnámi í Amsterdam eða París.

Bjössa þótti gaman að fá sér í staupinu og þó sérstaklega að bjóða öðrum. En hann vissi að Íðu hans var lítið um slíkt gefið svo hann kom sér upp hálfgerðu rósamáli þegar hann vildi gera gestum glaðan dag: "Eigum við ekki að koma og skoða hefilbekkinn?" - jú, jú og svo var labbað út í vinnuskúr Bjössa, og Íða, sem auðvitað átti ekki að vita neitt, glotti hálffussandi.

Þegar aldurinn færðist yfir komu þau sér upp ákveðnu samskiptamynstri, rétt eins og krakkar, þurftu þau að vera að smákýta svona af og til, sérstaklega ef þeim fannst hinu mismunað um eitthvað löngu liðið. En alla tíð þótti þeim samt innilega vænt hvoru um annað og ég minnist þess að Íða sagði nokkrum árum áður en Bjössi dó,
"mikið var ég nú skotin í honum Bjössa í gamla daga- og stundum er ég það enn".

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar: Vigdís Pálsdóttir f. 29.11.1870 – 27.7.1951, húsfreyja og Stefán Björnsson f. 9. júní 1873 - 17. ágúst 1958. Kaupmaður í Borgarnesi 1930. Sýsluskrifari og hreppstjóri í Borgarnesi, síðast í Reykjavík.
Systkini:
1) Lára Stefánsdóttir f. 10. febrúar 1900 - 13. júlí 1978. Húsfreyja Reykjavík.
2) Ragnar Stefánsson f. 17. desember 1901 - 6. júlí 1964. Rafstöðvarstjóri í Borgarnesi 1930.
3) Ásta Stefánsdóttir Björnsson f. 15. júlí 1905 - 13. maí 1991. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
4) Páll Kristinn Stefánsson f. 17. júlí 1907 - 24. janúar 1982. Bílstjóri í Borgarnesi 1930. Sjómaður og verkamaður.
Þuríður og Björn giftu sig árið 1935 og voru í Reykjavík fyrstu búskaparárin en lengst af bjuggu þau í Garði við Vatnsenda. Síðustu árin dvöldu þau á Hrafnistu þar sem þau létust bæði, hann árið 1984 og hún 1998.
Þau áttu eina dóttur:
1) Hulda Björnsdóttir f. 26. júlí 1948 , en hún er gift Jóni Hólm Einarssyni f. 20. maí 1947 eiga þau þrjár dætur: Kolbrúnu, Þuríði og Rakel.

Almennt samhengi

Hann Bjössi var mikill bílakarl og ók lengi vörubíl fyrir Sænska frystihúsið. Hann var líka mikil barnagæla og gott var fyrir okkur systkinabörn Íðu að fá að vera hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Þau eignuðust ekki börn en ættleiddu lítið krútt sem fékk nafnið Hulda og hún færði tilgang og sólskin í líf þeirra. Um 1950 festu þau kaup á sumarbústað við Elliðavatn sem sumum fannst þá næstum hinum megin á landinu og fluttu uppeftir. Þessu húsi fylgdi allstór landskiki og nú var hafist handa. Sumarbústaðurinn litli varð að hlýlegum mannabústað sem sífellt tók breytingum og stækkaði því húsbóndinn var hagur og húsfreyjan setti sinn svip á heimilið með einstöku handverki hvert sem litið var. Á gólfunum voru fléttaðar mottur og minnisstæð eru stór gólfteppi sem hún gerði með Aladdínnál úr ull og munstrin voru sótt í frjóan hugarheim. Blásnu óræktarmóarnir urðu að ævintýraheimi þar sem gerðar voru tilraunir með tré og jurtir og besta grænmeti heimsins uppskorið að hausti. Bjössi útbjó jarðhýsi svo allan veturinn höfðu þau grænmeti sem var eins og nýupptekið. Þau voru ekki rík en útsjónarsöm og hagsýn og stundum var göldrum líkast að sjá Íðu gera veislu fyrir stóran hóp úr því sem ekki leit út fyrir að geta mettað nema fáa. Íða var einstakt náttúrutalent hvað matargerð varðaði og varla til sá ætur biti sem hún vissi ekki hvernig best var tilreiddur.

Tengdar einingar

Tengd eining

Þuríður Guðmundsdóttir Björnsson (1907-1998) (13.1.1907 - 21.1.1998)

Identifier of related entity

HAH02190a

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Þuríður Guðmundsdóttir Björnsson (1907-1998)

er maki

Björn Stefánsson (1903-1984)

Dagsetning tengsla

1935 - ?

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02190b

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 24.8.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir