Björn Jónsson Johnson (1872) frá Kötlustöðum í Vatnsdal

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Björn Jónsson Johnson (1872) frá Kötlustöðum í Vatnsdal

Hliðstæð nafnaform

  • Björn Johnson (1872) frá Kötlustöðum í Vatnsdal
  • Björn Jónsson (1872) frá Kötlustöðum í Vatnsdal
  • Björn Jónsson Johnson Leslie, Saskatchewan

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

7.10.1872 -

Saga

Björn Jónsson 7. október 1872 Fór til Vesturheims 1900 frá Kornsá, Áshreppi, Hún. Stundaði landbúnað í Leslie, Saskatchewan. Hermaður frá 1917-1919. Stundaði áfram landbúnað frá 1919. Tók upp ættarnafnið Johnson. Fæddur að Kötlustöðum í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Sonur Jóns Jóelsonar og Randheiðar Sigurðardóttur, er bjuggu að
Saurbæ í Vatnsdal. Björn stundaði landbúnað að Leslie, Sask.' áður en hann gekk í 223. herd. 15. marz 1917. Fór frá Winnipeg 23. apríl. Sigldi til Evrópu frá Halifax 5. maí það sama ár. Hann tók þátt í orustum við Passchendale og Arras. Særðist einu sinni. Hann kom aftur til Canada 23. apríl 1919. Stundar nú sína fyrri atvinnu að Leslie

Staðir

Kornsá; Kötlustaðir; Leslie, Saskatchewan:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Hermaður 1917-1919:

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Jón Jóelsson 26. maí 1831 - 3. júní 1890 Var í Saurbæ, Grímstungusókn, Hún. 1845. Bóndi á Kötlustöðum, Undirfellssókn, Hún. 1870. Lausamaður á Ási, Undirfellssókn, Hún. 1880 og kona hans 16.5.1864; Randheiður Sigurðardóttir 14. febrúar 1833 - 28. júlí 1915 Var í Kollagerði, Lögmannshlíðarsókn, Eyj. 1835. Tökubarn á Mosfelli, Auðkúlusókn, Hún. 1845. Nefnd Randheiður í 1845, 1880 og 1890. Húsfreyja á Kötlustöðum, Undirfellssókn, Hún. 1870. Á sveit á Gilsstöðum, Undirfellssókn, Hún. 1880. Niðursetningur á Undirfelli, Undirfellssókn, Hún. 1890. Ýmist nefnd Randfríður eða Randheiður, í skírnarskrá er hún nefnd Randfríður en í mt. 1845, 1880, 1890 og í kirkjubókum Randheiður, virðist sem hún sé oftar nefnd Randheiður og það því látið standa.
Systkini Björns samfeðra; Móðir Málfríður Jóhannsdóttir 6. janúar 1831 - 31. ágúst 1869 Var í Bakkakoti, Víðidalstungusókn, Hún. 1845. Húsfreyja í Saurbæ í Grímstungusókn, Hún.
1) Jóhann Jónsson 14. október 1859 - 17. október 1859
2) Jón Jónsson 6. mars 1861 - 19. október 1861
3) Benedikt Jónsson 6.5.1863
Alsystkini
4) Jónas Benedikt Jónsson 9.8.1864 Var á Kötlustöðum, Undirfellssókn, Hún. 1870. Léttadrengur í Hofi, Undirfellssókn, Hún. 1880. Fór til Ameríku.
5) Sigmundur 24.5.1866 Var á Kötlustöðum, Undirfellssókn, Hún. 1870. Léttadrengur á Brúsastöðum, Undirfellssókn, Hún. 1880. Fór til Ameríku.
6) Þorbergur Jónsson 23. ágúst 1870 - 4. ágúst 1918 Tökubarn í Þorkelsgerði, Strandarsókn, Árn. 1880. Sjómaður í Sandgerðisbót, Lögmannshlíðarsókn, Eyj. 1901. Leigjandi í Hafnarstræti 11 á Akureyri, Eyj. 1910. Drukknaði.
7) Baldvin Jónsson 9. júlí 1874 - 1. ágúst 1931 lausamaður á Hofi í Vatnsdal. Fór til Vesturheims 1902 frá Hofi, Áshreppi, Hún. Bóndi í Leslie, Saskatchewan. Kona hans; Ingibjörg Pálsdóttir 7. september 1864 - 1949 Fór til Vesturheims 1900 frá Mýrakoti, Hofshreppi, Skag. Var í Selkirk, Manitoba, Kanada 1906. Húsfreyja í Kanada.
8) Margrét Jónsdóttir 16. október 1876 - 29. mars 1883 Tökubarn í Forsæludal, Grímstungusókn, Hún. 1880.

Fluttu til Canada. Björn og Baldvin voru hálfbr. Jóns b. á Hofi í Vatnsdal. sjá Föðurtún bls. 255. Minningarb. Ísl. hermanna 1914-1918.

INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR JOHNSON Fædd 7. sepí. 1864 — Dáin 22. nóv. 1949
Hún var fædd á Kjartansstöðum í Skagafjarðarsýslu á íslandi 7. sept. 1864. Foreldrar hennar voru hjónin Páll Pálsson og Guðbjörg Björnsdóttir. Föður sinn misti hún þegar hún var sjö ára að aldri. Var hún þá tekin til fósturs og dvaldi hjá fósturforeldrum sínum á Marbæli í Skaga fjarðarsýslu næstu tuttugu ár. Hún giftist eftirlifandi manni sínum, Baldvin Johnson, á íslandi 3. júní 1897. Þau fluttu frá íslandi árið 1900 og dvöldu í tvö ár í N. Dakota. Fluttu til Árdalsbyggðar og námu þar land árið 1902. Áttu þau þar heima síðan. Þau eignuðust tvær dætur er báðar lifa móður sína og eru búsettar í Árdalsbyggð: Sigurlín Ingibjörg Johnson og Emily Rósa Vigfússon. Ingibjörg var gædd ágætum gáfum og hafði unun af lestri góðra bóka. Var hún sérstaklega Ijóðelsk og kunni mikið af fögrum ljóðum. Minnist ég bess að hún lærði utanbókar þau Ijóð sem hrifu hana er birt voru í íslenzku blöðunum, alveg fram á síðustu ár. Hún var kona er dró sig í hlé og lét lítið á sér bera en inti störfin af hendi í kyrþey með mikilli prýði. Lundin var föst og trygg en á sama tíma viðkvæm. Hún var umhyggjusöm eiginkona og móðir og reyndist sannur vinur vina sinna. Mörg hin síðustu ár dvaldi Ingibjörg og maður hennar á heimili yngri dóttur þeirra og tengdasonar, Emily og Jóhanns Vigfússyni, þar leið þeim vel. Þar naut hún hinnar alúðlegustu umönnunar í löngu sjúkdómsstríði. Ástvinirnir tóku höndum saman að láta henni líða eins vel og unt var. Að kvöldi þess 22. nóvembers síðastl. kom hvíldin er hún hafði þráð. Þegar ég virði fyrir mér myndina sem þessu fylgir af Ingibjörgu sem ungri stúlku minnist ég þess með viðkvæmni að hún og móðir mín dvöldu um tíma á sama heimilinu á íslandi. Tókst þá með þeim það ástríki sem entist alla æfi. Viðkvæma, gáfaða litla stúlkan sem tók sér svo nærri að skilja við móður sína á sjö ára aldri varð móður minni svo kær og ógleymanleg — og nú gleðst ég að hugsa um þær tvær, báðar ungar aftur í annari tilveru þar sem skýin eru horfin og sólin skín í heiði.

Almennt samhengi

Hann var fæddur að Kótlustöðum í Vatnsdal. Foreldrar hans voru Jón Jóelsson og Randheiður Sigurðardóttir er bjuggu að Saurbæ í Vatnsdal. Eftir að Björn flutti til Kanada stundaði hann landbúnað í Leslie Sask. Hann gekk í 223. herdeild 15. mars 1917 og sigldi frá Halifax til Evrópu 5. maí sama ár. Björn tók þátt í orrustum við Passchendale og Arras. Hann særðist einu sinni en náði sér og kom aftur til Kanada 23. apríl 1919. Hann snéri sér þá aftur að landbúnaðarstörfum.

Fyrsta bréfið er skrifað í Frakklandi 6. febrúar 1918 og það hefst svona: Kæri bróðir. Ég er hermaður staddur í Frakklandi. Ég særðist 6. nóvember en er ferðafær aftur. Ég er 45 ára gamall nú en ég sagði mig yngri þegar ég gekk í herinn þess vegna er ég orðinn of gamall. Ég ætla að biðja þig að senda mér skírnarattesti mitt ef þú getur fengið það. Mig dreymdi svo oft um orrustur þegar ég var yngri að ég mátti til að sjá þær en þetta stríð bítur öll þau stríð sem áður hafa komið. Ef ég get ætla ég að sjá ísland þegar stríðið er búið. Ég veit að þú ert orðinn gráhærður og ljótur. Bið að heilsa.

Annað bréfið er skrifað 26. október sama ár og þar segir: Kæri bróðir, ég hef fengið bæði þín bréf og þakka þér kærlega fyrir. Ekki hef ég sagt þeim hvað ég er gamall en ætla að reyna að halda þetta út ef ég get. Ég er búinn að vera á orrustuvellinum í 16 mánuði. Ég held að það fari nú að taka enda. Ég skrifa ekkert um stríðið. Við eigum ekki að gjöra það. Ég ætla mér að koma og sjá þig, ef ég get, þegar stríðið er búið og segja þér af því sem ég hef séð. Það getur orðið meira en þú hefur lesið um og þó hefur þú lesið mikið um orrustur í gamla daga. Ef þú heyrir ekkert frá mér eftir stríðið þá hef ég fallið.

Þriðja bréfið er dagsett 26. nóvember og er mjög stutt: Kæri bróðir. Það er mánuður síðan ég byrjaði á þessu bréfi eins og þú sérð. Nú erum við búnir að sigra og ég er vel lifandi eftir allt saman. Hvort ég get efnt það að sjá ykkur er eftir að vita en ef þú skrifar mér línu er utanáskrift mín til Kanada. Það er ekkert að frétta. Ég óska ykkur gleðilegs nýárs.

Fjórða bréfið er skrifað í Englandi 28. mars 1919 og er það lengsta: Kæri frændi. Þá er ég nú á leið heim til Kanada. Ekki get ég komið héðan að sjá ykkur þótt ég vildi. Ég verð að fara úr mínum hermannabúningi og fá pappíra um að ég sé laus úr hernum. Það getur tekið langan tíma svo að ég get ekki sagt um hvort ég get komið í sumar en að vetrinum held ég að mér þætti dauflegt hjá ykkur. Þú getur sagt pabba þínum að nú þyki mér lítið varið í að lesa þessar gömlu stríðssögur sem mér þótti einu sinni gaman að. Ég er búinn að sjá og vera í þeim sjálfur nokkuð hroðalegum. Ég held að Kanadahermennirnir hafi gert vel í þessu stríði. Ef við áttum að gera áhlaup á Þjóðverja þá tókum við ævinlega það sem við áttum að taka. Í einu áhlaupi sem við gerðum í Belgíu féllu af okkur 9.000 menn og 10.000 særðust. Eg býst við að þú tryðir ekki helming af því sem ég gæti sagt þér. Svo verðið þið hrædd við mig af því að ég hef drepið menn, sofið hjá dauðum mönnum og ekki orðið var við neina drauga. Þeir eru ekki til í Frakklandi þótt margir hafi fallið. Ég er við allgóða heilsu en býst þó við að ég sé ekki góður til erfiðisvinnu. Þýskarar spúðu tvisvar á mig gasi og varð ég veikur af því í annað skiptið. Þeir byrjuðu að nota það en svo gerðum við það líka. Eg bið kærlega að heilsa öllum þínum og læt hér með mynd af mér ef pabbi þinn hefur ekki fengið bréfið sem ég skrifaði honum. Þinn einlægur frændi. Mr. Björn Johnson, Leslie, Saskatchewan, Kanada.

Tengdar einingar

Tengd eining

Baldvin Jónsson (1874-1931) Hofi í Vatnsdal og Leslie Saskatchewan (9.7.1874 - 1.8.1931)

Identifier of related entity

HAH02551

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Baldvin Jónsson (1874-1931) Hofi í Vatnsdal og Leslie Saskatchewan

er systkini

Björn Jónsson Johnson (1872) frá Kötlustöðum í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

1974 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Jónsson (1861-1944) Hofi í Vatnsdal (1.3.1861 - 17.6.1944)

Identifier of related entity

HAH05617

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jón Jónsson (1861-1944) Hofi í Vatnsdal

er systkini

Björn Jónsson Johnson (1872) frá Kötlustöðum í Vatnsdal

Dagsetning tengsla

1872

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02853

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 9.1.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði
Íslendingabók
Föðurtún bls. 255.
Minningarb. Ísl. hermanna 1914-1918.

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir