Bjarnastaðir, Mýri og Rauðafell í Bárðardal

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Bjarnastaðir, Mýri og Rauðafell í Bárðardal

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

(1910)

Saga

Bárðardalur í Þingeyjarsveit er lengsti byggði dalur á Íslandi (Þorvaldur Thoroddsen, 1908) og markast af Skjálfandaflóa í norðri og Ódáðahrauni og Sprengisandi í suðri. Þjóðvegur 1 skiptir dalnum í Bárðardal nyrðri og syðri við Ljósavatnsskarð. Landslag upplýsir um rof ísaldarjökla. Vestan megin er 600-700 metra hár samfelldur fjallgarður frá Sprengisandi að Ljósavatnsskarði með vel grónum og sumstaðar skógi vöxnum hlíðum. Að austan er Fljótsheiði, víðáttumikil og gróin sem teygir sig norður til Aðaldals, Reykjadals og Mývatnsheiðar að austan. Dalbotninn er að stórum hluta þakinn hrauni. Stærst er Bárðardalshraun, eitt víðáttumesta hraun Íslands. Um dalinn endilangan rennur Skjálfandafljót, fjórða lengsta á landsins. Í því eru þekktir fossar á borð við Aldeyjarfoss, Hrafnabjargafossa, Ingvararfoss og Goðafoss sem er einn fjölmennasti ferðamannastaðurinn á Norðausturlandi. Vatnakerfi Skjálfandafljóts tilheyra ýmsar dragár og lindár sem falla í fljótið.

Mýri; Innsti bærinn í Bárðardal og sá síðasti áður en lagt er á Sprengisand. „Bærinn stendur undir allhárri fjallshlíð syðst í Bárðardal að vestan, nokkurn spöl frá Skjálfandafljóti,“ segir í Byggðum og búum í Suður-Þingeyjarsýslu. Bærinn stóð fast vestan við og heldur norðar en núverandi íbúðarhús á Mýri, byggt 1929. Kálgarður er enn á sama stað og hann er sýndur á túnakorti, ofan í lækjargilinu sunnan við bæjarstæðið. Hlað er bæði austan og vestan við núverandi íbúðarhús en vestan við er slétt grasflöt upp að bæjarlæknum. Steinhús á kjallara stendur framan í bæjarhólnum en lækur rennur í sveig meðfram honum að vestan og sunnan.

Rauðafell; Veiðiréttur í Svartá
Bjarnastaðir; Veiðiréttur í Svartá

Staðir

Bárðardalur; Suður-Þingeyjarsýsla

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Guðfinna Jónsdóttir (1858–1891) fannst látin í grynningum í Svartárvatni rétt hjá Svartárkoti á norð-austanverðu Íslandi, þann 16. september 1891. Guðfinna hafði orðið ófrísk eftir mann að nafni Jón Sigurðsson (1870–1893) sem var vinnumaður á Mýri í Bárðardal. Að kvöldi morðsins hafði Jón komið að hitta Guðfinnu, en þá var meðganga hennar um það bil hálfnuð. Eftir að hann fór, bað hún húsmóður sína um að gefa sér fararleyfi þetta kvöld, og fékk hún það. Guðfinna fór og hitti Jón við Svartárvatn og var mjög glöð að sjá hann. Jón, hins vegar, veittist strax að henni, tróð upp í hana vettlingunum sínum og hélt fyrir vit hennar þar til hún var látin. Þá henti hann Guðfinnu í ána og reið aftur til vinnu. Leitað var að Guðfinnu strax daginn eftir en hún fannst ekki fyrr en þremur dögum eftir morðið. Var lík hennar þegar flutt til Svartárkots og grunaði fólk að ekki væri um slys að ræða. Sent var eftir sýslumanninum á Héðinshöfða, sem lagði strax af stað til Svartárkots. Sýslumaðurinn sendi amtmann sinn um leið að sækja héraðslækninn á Akureyri og kom hann að Svartárkoti þann 24. september. Grunur féll strax á Jón Sigurðsson og var ákveðið að hann skildi vera viðstaddur líkskurðinn (krufninguna) á Guðfinnu, sem og hann var, en eftir hana sagði héraðslæknirinn að dánarorsök væri köfnun og því af mannavöldum. Sýslumaðurinn reið til Svartárvatns til að rannsaka vettvang morðsins og fann þar fótspor. Gróf hann það upp og hafði með sér aftur til Svartárkots en þar voru skór Jóns bornir saman við fótsporið. Jón játaði loks morðið og var dæmdur til dauða í október 1891, sem var staðfest af Hæstarétti árið 1893. Var hann sendur til Kaupmannahafnar þar sem aftakan átti að fara fram. Jón framdi hins vegar sjálfsvíg í fangaklefa sínum í Kaupmannahöfn, en þar barði hann höfði sínu af alefli í vegg klefans svo höfuðkúpa hans mölbrotnaði svo, eins og segir í Þjóðviljanum 1893, "heilasletturnar fóru út um allt herbergið."

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Yngvi Marinó Gunnarsson (1915-1996) Bjarnarstöðum, Bárðardal (23.6.1915 - 9.7.1996)

Identifier of related entity

HAH08791

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1926 - 1946

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH00069

Kennimark stofnunar

IS HAH-Norl

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 8.4.2019

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir