Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Auðunn Bragi Sveinsson (1923-2013) frá Selhaga
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
26.12.1923 - 2.1.2013
Saga
Auðunn Bragi fæddist 26.12. 1923 í Selhaga, Bólstaðarhlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hann lést 2. janúar síðastliðinn, 89 ára að aldri, en hann dvaldi á heimili sínu að Hjarðarhaga 28 allt að því til síðasta dags.
Útför Auðuns Braga hefur farið fram.
Staðir
Sneis og Refsstaðir á Laxárdal fremri, Vindhæli A-Hún. Reykjavík
Réttindi
Auðunn stundaði nám í dönsku, ensku og þjóðfélagsfræði við Kennaraskóla Íslands 1969 til 1970. Sama vetur lauk hann prófi í fyrsta stigi í bókasafnsfræði við H.Í. 1985 til 1989 nam hann dönsku og norsku við Háskóla Íslands. Sótti bókmenntanámskeið í Svíþjóð 1991 og 1993.
Starfssvið
Hann starfaði við kennslu og skólastjórn víða um land 1949 til 1985 og vann verkamannavinnu á sumrin.
Lagaheimild
"Sveinn frá Elivogum" Vestfirska forlagið 2012
Ég er fæddur í fátæku hreysi
fremst í Laxárdal
fyrir fimmtung aldar,
fjarri glæstum sal.
[...]
Ég dái þig, fagri dalurinn minn,
ég dvalið hefi hér aldurinn
við þína hörðu veðrakinn
og vonað til heitra landa.
(ABS 1942 Dalurinn minn)
Um seinni konu sína
Þessa leið að lokum einnig fer ég,
- lúinn eftir margan vinnudag.
Návist þinni nú þá sviptur er ég
nokkuð virðist breytt um ytri hag.
Komið er að kveðjustund, mín vina.
Kærar þakkir fyrir liðna tíð.
Og nú fer ég einn um veröldina;
ennþá dvel ég hér um nokkra hríð.
(ABS 1988 Eftir að þú fórst)
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Elín Guðmundsdóttir f. 31.10.1903 - 19.4.1958 húsfreyja og Sveinn Hannesson f. 3.4.1889 - 2.7.1945 frá Elivogum, bóndi og skáld. Hann ólst upp á Sneis og Refsstöðum á Laxárdal í A-Hún. og Vindhæli á Skagaströnd. Auðunn gekk að eiga fyrri konu sína 1949, Guðlaugu Arnórsdóttur f. 21.3.1928 - 22.6.1968 frá Gröf í Hrunamannahreppi.
Guðlaug og Auðunn eignuðust fimm börn.
1) Sveinn Auðunsson, fæddur 29.11.1949, eiginkona hans er Erika Steinman f. 28.5.1948. Börn þeirra eru Ásta Kristín Sveinsdóttir og Elín Sveinsdóttir.
2) Kristín Auðunsdóttir, fædd 13.11.1950, eiginmaður hennar er Haukur Ágústsson f. 10.1.1950. Börn þeirra eru Guðlaug Hauksdóttir; Ágúst Hauksson, Arnór Hauksson, Haukur Snær Hauksson og Margrét Hauksdóttir.
3) Arnór Auðunsson, fæddur f. 7.2.1952 - 16.3.1975, Mosfellsbæ.
4) Emil Auðunsson, fæddur 9.3.1954 - 7.9.2008, Toftlund Danmörku.
5) Ólafur Þórir Auðunsson, fæddur 22.9.1960, eiginkona hans er Helena Stefanía Stefánsdóttir f. 14.2.1963. Börn þeirra eru Stefán Smári Kristinsson og Jóel Daði Ólafsson.
Barnabörn Auðuns og Guðlaugar eru níu talsins og barnabarnabörn tíu.
Guðlaug lést úr krabbameini árið 1968, þá einungis fertug.
Seinni kona Auðuns var Ulla Nielsen f. 12.1.1934 - 29.6.1988, hún átti eina dóttur, Melrethe, af fyrra hjónabandi.
Konan í lífi hans síðustu árin hefur verið vinkona hans Jósefína Björnsdóttir, fyrrum húsfreyja á Galtanesi í Víðidal, en vinskapur þeirra á rætur að rekja til húnvetningafélagsins. Í yfir 20 ár hafa þau ferðast saman og notið samvista hvert af öðru.
Almennt samhengi
hann þýddi, meðal annara verka, smáljóðasafn Piet Hien, Korte Gruk á íslensku.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er vinur
Auðunn Bragi Sveinsson (1923-2013) frá Selhaga
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 12.5.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði
Íslendingabók
mbl 2.2.2013. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1453515/?item_num=0&searchid=7bfbd137cf940c4bbce0c601f6d30c638ed78d8c
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
Au__unn_Bragi_Sveinsson.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg