Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Ásvaldur Bjarnason (1923-2013)
Hliðstæð nafnaform
- Ásvaldur Bjarnason
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
23.6.1923 - 20.8.2013
Saga
Ásvaldur Bjarnason 23. júní 1923 - 20. ágúst 2013 Var í Bólheimum, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Verslunarmaður og póstafgreiðslumaður á Hvammstanga, síðar skrifstofumaður í Reykjavík. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Minningarathöfn um Ásvald verður í Neskirkju 29. ágúst 2013 kl. 13, en útförin verður gerð frá Hvammstangakirkju 30. ágúst 2013 kl. 15. Hann verður jarðsettur í Kirkjuhvammi.
Staðir
Réttindi
Ásvaldur nam á Reykjaskóla og síðar við Samvinnuskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi.
Starfssvið
Hann var lengst af verzlunarmaður við Kaupfélag Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga en síðan starfaði hann við Póst og síma á Hvammstanga og annaðist þar póstafgreiðslu, en eftir að suður kom starfaði hann á skrifstofu Pósts og síma til starfsloka.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru hjónin; Bjarni Þorláksson, f. 22. september 1889 á Hvoli í Vesturhópi, d. 15. júní 1979, og Sigurbjörg Friðriksdóttir, f. 23. desember 1893 á Tjörn á Vatnsnesi, d. 26. ágúst 1971. Þau bjuggu í Kirkjuhvammi og í Kothvammi á Vatnsnesi en síðast á Hvammstanga.
Systir Ásvaldar,
1) Ingunn Elsa, f. 7. september 1924 í Kirkjuhvammi, d. 1. september 1975 á Hvammstanga, gift Richarði Guðmundssyni bifreiðarstjóra þar. Börn þeirra eru Gunnar, Birna og Rafn.
Einnig átti Bjarni dóttur;
2) Ingibjörg Bjarnadóttir 14. nóvember 1908 - 19. nóvember 1984 Vinnukona í Brautartungu, Lundarsókn, Borg. 1930. Síðast bús. í Reykjavík. móðir hennar var Sigurbjörg Pétursdóttir 13. október 1871 - 21. janúar 1954 Hjú á Hvoli, Breiðabólstaðarsókn, Hún. 1901. Vinnukona í Hún. frá um 1900-08. Vinnukona á Brennu, Lundarsókn, Borg. 1930.
Kona Ástvaldar 12.8.1950; Debóra Þórðardóttir 24. nóvember 1910 - 13. maí 2011 Var á Hvammstanga 1930. Var í Bólheimum, Hvammstangahr., V-Hún. 1957. Símstöðvarstjóri á Hvammstanga og síðar skrifstofustarfsmaður í Reykjavík.
Þau Debóra voru barnlaus, en hjá Debóru, og síðar Ásvaldi einnig, ólst upp framan af Þór Magnússon þjóðminjavörður.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 29.5.2018
Tungumál
- íslenska