Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Áslaug Líndal, (1913-1993) Kópavogi frá Færeyjum
Hliðstæð nafnaform
- Kathrine Elisabet Áslaug Líndal, (1913-1993)
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
8.9.1913 - 11.10.1993
Saga
Staðir
Tvöreyri við Trongisvog á Suðurey í Færeyjum: Kaupmannahöfn: um 1932: Kópavogur 1951:
Réttindi
Innan við tvítugt fór hún til náms í Kaupmannahöfn við hinn virta Zahles-kennaraskóla.
Starfssvið
Áslaug og Jósafat bæði þátt í uppbyggingu hans með þátttöku í félagsstarfi. Áslaug var einn af stofnendum Sjálfstæðiskvennafélagsins Eddu og Jósafat tók virkan þátt í bæjarpólitíkinni. Af öðrum félagsstörfum Áslaugar má nefna, að hún var einn af stofnendum Færeyingafélagsins á Íslandi og starfaði í Oddfellow-stúkunni Rebekku.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Áslaug var fædd á Tvöreyri við Trongisvog á Suðurey í Færeyjum, dóttir hjónanna Jóhanns Antons Öster, skipstjóra, og konu hans Sunnevu Kathrine Öster, en þau voru bæði frá Suðurey, hann frá Froðba og hún frá Hove. Fullu nafni hét hún Kathrine Elisabet Áslaug, en notaði Áslaugar-nafnið eftir að hún fluttist til Íslands. Hún var yngst af sjö systkinum, en þau voru í aldursröð: Povl, Jaspur, Sofus, Else Margrete, Karl Anton og Laurits. Þau eru nú öll látin nema Laurits, sem býr háaldraður á Tvöreyri.
Áslaug ólst upp með foreldrum sínum og systkinum á Tvöreyri og lauk þar almennu skólanámi. Innan við tvítugt fór hún til náms í Kaupmannahöfn við hinn virta Zahles-kennaraskóla.
Á þessum árum kynntist hún mannsefni sínu, Jósafat J. Líndal, síðar sparisjóðsstjóra í Kópavogi, sem þá var við nám við verslunarháskólann í Kaupmannahöfn. Varð það úr að Áslaug hætti námi til þess að flytjast til Íslands og átti þá skammt eftir til kennaraprófs.
Þau lögðu fyrst leið sína til Færeyja, þar sem þau gengu í hjónaband í kirkjunni á Tvöreyri hinn 17. júlí árið 1938.
Áslaug og Jósafat eignuðust fjögur börn, þau eru:
1) Erla Guðríður, hárgreiðslumeistari og síðar sjúkraliði, gift Gylfa Ásmundssyni sálfræðingi. Þau eiga fjögur börn.
2) Jóhanna, rannsóknaritari, gift Tómasi Zoëga framkvæmdastjóra, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn.
3) Kristín, kennari, fráskilin. Hún á tvær dætur.
4) Jónatan Ásgeir, kerfisfræðingur, kvæntur Helgu Þorbergsdóttir frá Prestsbakkakoti á Síðu, þau eiga þrjú börn saman, auk þess sem Helga á þrjú börn af fyrra hjónabandi.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er barn
Áslaug Líndal, (1913-1993) Kópavogi frá Færeyjum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er maki
Áslaug Líndal, (1913-1993) Kópavogi frá Færeyjum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 30.6.2017
Tungumál
- íslenska