Ásdís Óskarsdóttir (1931-2008) Keflavík

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Ásdís Óskarsdóttir (1931-2008) Keflavík

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

16.2.1931 - 19.1.2008

Saga

Ásdís Óskarsdóttir fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 19. janúar síðastliðinn. Ásdís og Jóhannes byrjuðu sinn búskap í Garðinum, bjuggu í Reykjavík í nokkur ár en fluttust til Keflavíkur árið 1954 og bjuggu þar síðan, lengst af á Suðurgötu 41 og Austurbraut 2, en síðustu árin á Framnesvegi 15. Fyrstu æviárin bjó Ásdís á barnaheimili og hitti móður sína reglulega en frá 6 ára aldri bjó hún með móður sinni og móðursystur Ingunni Þorkelsdóttur í sannkölluðu fjölskylduhúsi sem móðurbræður hennar byggðu á Seljavegi 7. Þar ólst hún upp með frænkum sínum og frændum sem henni þótti mjög vænt um og leit á sem systkini sín.
Útför Ásdísar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Staðir

Reykjavík: Keflavík 1954:

Réttindi

Ásdís gekk í Miðbæjarskólann í Reykjavík og stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1950 til 1951.

Starfssvið

Ásdís var húsmóðir og sinnti búi og börnum en vann einnig ýmis störf fyrir útgerðina sem Jóhannes rak um árabil. Hún var einn af stofnendum Kvennakórs Suðurnesja og söng með honum í mörg ár og á síðari árum söng hún með Eldeyjarkórnum, kór eldri borgara á Suðurnesjum sér til mikillar ánægju.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar voru Halldóra Kristín Þorkelsdóttir, verkakona á Framnesvegi 38, Reykjavík 1930. Verkakona í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Keflavík., f. 19. júní 1897, d. 18. janúar 1995 og Óskar Dagbjartur Ólafsson f. 22. júní 1912 - 24. febrúar 1993 Slökkviliðsmaður. Síðast bús. í Reykjavík.
Systir hennar sammæðra er
1) Erna Stefánsdóttir Rubjerg 4. október 1928 Bús. í Danmörku. M: Jens Rubjerg Jensen, f. 21.9.1930 í Danmörku.
bræður hennar samfeðra eru
2) Pálmi Viðar Óskarsson f. 15. júlí 1935. Móðir hans var Ásdís Jóhannesdóttir f. 27. september 1916 - 13. apríl 1990 Var í Stykkishólmi 1930. Var í Stykkishólmi, Snæf. 1920. Símstöðvarstjóri, síðast bús. í Keflavík.
Synir Óskars með Rebekku Lúthersdóttur f. 27. janúar 1917 - 17. janúar 2004 Var á Túngötu 30, Reykjavík 1930. Fósturfor: Þórður Eyjólfsson og Guðrún Sæmundsdóttir. Húsfreyja í Reykjavík.
3) Þórður Óskarsson f. 5. febrúar 1940.
4) Guðmundur Rúnar Óskarsson f. 4. október 1947
5) Sigurður Páll Óskarsson 26. júní 1956

Ásdís giftist árið 1949 Jóhannesi Gunnari Jóhannessyni, skipstjóra og útgerðarmanni frá Gauksstöðum í Garði, f. 7. ágúst 1926, d. 17. október 2001.
Foreldrar hans voru Helga Þorsteinsdóttir f. 22. júlí 1892 - 14. október 1968. Húsfreyja á Gauksstöðum, Gerðahr., Gull. og Jóhannes Jónsson f, 4. apríl 1888 - 26. júlí 1975. Bóndi og sjómaður á Gauksstöðum, Útskálasókn, Gull. 1930. Útvegsbóndi á Gauksstöðum, Gerðahr., Gull.
Jóhannes og Helga eignuðust einnig börnin Gísla Steingrím, sem dó ungur, og Fríðu Jódísi.
Systkini Jóhannesar voru
1) Þorsteinn Jóhannesson f 19.2.1914 – 24.6.1995, útgerðarmaður og fiskverkandi Reynisstað í Gerðum, kona hans Kristín Ingimundardóttir f. 11.5.1916 – 7.9.2008, úr Landeyjum.
2) Kristín Jóhannesdóttir f. 21.11.1915 – 22.6.1982 Gauksstöðum, Útskálasókn, Gull. 1930. Var á Gauksstöðum, Gerðahr., Gull. 1920. Maður hennar 26.11.1938 var Sigurður Björgvin Magnússon f. 8.12.1911 – 28.5.2004 skipsstjóri og útgerðarmaður Garði og Keflavík.
3) Jón Jóhannesson 30. desember 1916 - 10. desember 1995
4) Gísli Steingrímur f. 1918 - 1919
5) Sveinbjörg Jóhannesdóttir f. 26. desember 1919 - 6. júní 2006 Gauksstöðum, Gerðahr., Gull. 1920. Var í Halldórshúsi, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Blönduósi. Maður hennar var Þórður Pálsson f. 25.12.1918 – 9.6.2004 kennari Blönduósi.
6) Ástríður (Ásta) Jóhannesdóttir f. 23. maí 1921 - 13. mars 1988 Gauksstöðum, Útskálasókn, Gull. 1930. Húsfreyja á Torfalæk í Torfalækjahr., A-Hún. Var þar 1957. Maður hennar var Torfi Jónsson á Torfalæk.
7) Gísli Steinar Jóhannesson f. 26. september 1924 Gauksstöðum, Útskálasókn, Gull. 1930.
8) Kristín Ásthildur Jóhannesdóttir f. 10. apríl 1928 - 3. apríl 2013 Gauksstöðum, Útskálasókn, Gull. 1930. Var í Bræðraborg, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Blönduósi. Maður hennar var Pétur Jakob Þorláksson f. 25.4.1924 – 22.10.2015. Bræðraborg, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Sjálfstæður atvinnurekandi á Blönduósi.
9) Þórður Kristinn Jóhannesson f. 4. nóvember 1929 - 21. desember 2008 Gauksstöðum, Útskálasókn, Gull. 1930. Skipstjóri, útgerðarmaður og fiskverkandi í Keflavík. Hinn 2. júní 1951 kvæntist hann Ragnhildi Einarsdóttur, f. 29. maí 1931, d. 4. júní 1986.
10) Una Jódís Sigurlaug Jóhannesdóttir f. 1932 - 3. janúar 1933
11) Sigurlaug Erla Jóhannesdóttir f 4. mars 1933 - 28. maí 2014 Hjúkrunarfræðingur í Reykjavík. Sigurlaug giftist Jóni G. Tómassyni, f. 7. desember 1931, fyrrv. borgarritara og ríkislögmanni, 4. júní 1960.
12) Matthildur Jóhannesdóttir f. 22. apríl 1935 - 5. nóvember 1959 Talsímakona í Garði.
13) Einar Jóhannesson f. 28. maí 1937 - 8. nóvember 1995 Vélstjóri.

Ásdís og Jóhannes eignuðust 8 börn, þau eru:
1) Jóhannes, f. 21.5.1949, maki I) Þórunn Benediktsdóttir, maki II) Hjördísi Bára Sigurðar.
2) Andvana fæddur drengur, f. 25.10.1952.
3) Halldóra, f. 23.10.1953, gift Sigurgísla Stefáni Ketilssyni.
4) Helga, f. 20.9.1955, gift Gylfa Bergmann.
5) Gunnar, f. 28.6.1958, kona hans Kristín Bragadóttir
6) Jón, f. 30.8.1962, kvæntur Hönnu Dóru Hjartardóttur.
7) Petrína Mjöll, f. 6.12.1966, gift Ögmundi Mána Ögmundssyni.
8) Þröstur, f. 2.1.1969, kvæntur Guðbjörgu Höllu Magnadóttur.
Fyrir hjónaband átti Jóhannes son,
1) Jóhannes Konráð, f. 6.4.1948, kvæntur Arneyju Huld Guðmundsdóttur.
Barnabörnin eru 23 og barnabarnabörnin 11.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Ástríður Jóhannesdóttir (1921-1988) Torfalæk (23.5.1921 - 13.3.1988)

Identifier of related entity

HAH01095

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1949 - ?

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Pétur Þorláksson (1924-2015) í Vísi (25.4.1924 - 22.10.2015)

Identifier of related entity

HAH01846

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1948 - ?

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01081

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 13.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir